Búið er að aflýsa öllu innanlandsflugi hjá Flugfélagi Íslands það sem eftir er af degi vegna veðurs. Tvær flugvélar flugu í morgun, önnur til Akureyrar og hin til Egilsstaða. Þá hefur flugfélagið Ernir aflýst flugi til Vestmannaeyja og Bíldudals í dag en verið er að skoða hvort að flogið verði á aðra áfangastaði.
Verulega er farið að hvessa á suðvesturhorni landsins en búist er við að stormur gangi yfir landið í dag og í nótt. Veðurstofan hefur varað við því að lítið sem ekkert ferðaveður verði í dag.
Innanlandsflugi aflýst
Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
