Íslenski boltinn

Hermann Hreiðarsson spilar með Fylki í sumar

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Hermann á hliðarlínunni með ÍBV í fyrra.
Hermann á hliðarlínunni með ÍBV í fyrra. Vísir/Daníel
Hermann Hreiðarsson er hættur við að hætta í fótbolta en hann rífur nú fram takkaskóna og spilar með Fylki í Pepsi-deild karla í sumar.

Þetta kemur fram á fótbolti.net í kvöld en Hermann skrifaði undir þriggja ára samning við Fylki. Hann verður fertugur síðar í sumar.

„Þetta er mikill fengur fyrir okkur. Hann er góður karakter og með góðan haus í þetta. Það eru margir ungir strákar sem éta úr lófanum úr svona kalli,“ segir Ólafur Geir Magnússon, stjórnarmaður í knattspyrnudeild Fylkis, við fótbolti.net.

Hermann var spilandi þjálfari ÍBV í fyrra og kom þá við sögu í fimm leikjum. Hann ákvað að stíga til hliðar eftir tímabilið og hætta þjálfun liðsins.

Fylkir mætir næst nýliðum Víkings á gervigrasinu í Laugardal á mánudaginn kemur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×