Aron Einar Gunnarsson er í byrjunarliðinu í dag og spilar í miðri vörninni við hlið Sverris Inga Ingasonar.
Jón Dagur Þorsteinsson og Stefán Teitur Þórðarson koma aftur inn í byrjunarliðið eftir að hafa tekið út leikbann í leiknum gegn Tyrklandi. Alls gerir Hareide þrjár breytingar á byrjunarliðinu frá þeim leik sem Ísland tapaði, 2-4.
Mikael Neville Andersson, Mikael Egill Ellertsson og Daníel Leó Grétarsson detta út úr byrjunarliðinu frá leiknum gegn Tyrkjum.
👀 Byrjunarliðið gegn Svartfjallalandi í Þjóðadeildinni!
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 16, 2024
Bein útsending, í opinni dagskrá, á Stöð 2 Sport.#viðerumísland pic.twitter.com/PXAsO3WdKx
Orri Steinn Óskarsson og Andri Lucas Guðjohnsen eru saman í framlínunni og Jóhann Berg Guðmundsson er á kantinum en ekki inni á miðjunni þar sem hann hefur spilað með landsliðinu undanfarin misseri.
Ísland er í 3. sæti riðils 4 í B-deild Þjóðadeildarinnar með fjögur stig. Svartfjallaland er án stiga á botni riðilsins.
Leikur Svartfjallalands og Íslands hefst klukkan 17:00 og verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Útsending hefst klukkan 16:30.