Efast um að drengurinn hafi látist vegna hristings Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. desember 2014 17:07 Dr. Waney Squier í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Vísir/Ernir Dr. Waney Squier, breskur sérfræðingur í meinafræði, gaf álit sitt í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag varðandi dánarorsök 9 mánaða gamals drengs sem lést í umsjón dagforeldra árið 2001. Sigurður Guðmundsson, sem gætti drengsins ásamt konu sinni, var árið 2003 dæmdur í 18 mánaða fangelsi í Hæstarétti fyrir að hafa valdið dauða drengsins. Hann hefur nú farið fram á endurupptöku málsins vegna nýrra upplýsinga sem koma fram í sérfræðiáliti dr. Squier og kom hún fyrir dóminn í dag vegna endurupptökukröfunnar. Samkvæmt krufningarskýrslu var drengurinn talinn hafa látist vegna ungbarnahristings, eða “shaken baby syndrome“. Ýmsir sérfræðingar telja að heilabólgur hjá ungbörnum, blæðingar milli heilahimna og sjónhimnublæðing, sem valda því að ungbarn deyr, komi til vegna þess að barnið hefur verið hrist harkalega. Þessi einkenni fundust við krufningu á drengnum sem lést árið 2001.Telur að þörf hafi verið á ítarlegri rannsóknum Þrátt fyrir þetta efast dr. Squier að drengurinn hafi látist vegna hristings, en segist þó ekki geta fullyrt hvers vegna hann dó. Fyrir dómi nefndi hún nokkrar ástæður, þar á meðal blóðsega sem hefði getað myndast í heila barnsins eða vegna þess að hann hafði dottið nokkrum dögum áður en hann dó. Þá hafi barnið einnig getað liðið súefnisskort vegna meðvitundarleysis. Dr. Squier sagði að þörf hefði verið á ítarlegri rannsóknum svo sýna mætti fram á með óyggjandi hætti hvers vegna drengurinn dó. Dr. Squier er menntuð í barnalækningum og meinafræði og hefur gert fjölmargar rannsóknir á heilaþroska fóstra og barna. Hún hefur gefið skýrslur og borið vitni í fjölda mála erlendis þar sem börn eru talin hafa látist vegna misnotkunar, meðal annars vegna hristings. Rannsóknir Dr. Squier og fleiri fræðimanna hafa sýnt fram á að ekki sé hægt að sanna hvort og þá hvernig ungabörn deyi vegna “shaken baby syndrome“. Sjálf sagði dr. Squier fyrir dómi í dag að “shaken baby syndrome“ sé kenning sem aldrei hafi verið sönnuð læknisfræðilega. Það eru þó ekki allir sérfræðinga sammála dr. Squier. Lögregluyfirvöld í Bretlandi hafa jafnframt reynt að grafa undan trúverðugleika hennar og annarra sérfræðinga sem efast um “shaken baby syndrome“. Vitnisburðir dr. Squier, og fleiri aðila, hafa nefnilega leitt til þess að einstaklingar hafa verið sýknaðir af ákærum um að hafa valdið dauða barna með því að hrista þau harkalega. Að sögn Sveins Andra Sveinssonar, verjanda Sigurðar, verður skýrslutakan yfir dr. Squier lögð fyrir endurupptökunefnd sem mun svo leggja til við ríkissaksóknara hvort að málið verði tekið upp að nýju, eða ekki, á grundvelli nýrra gagna. Tengdar fréttir Taugafræðingur skýri mál sitt fyrir dómi Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Sigurðar Guðmundssonar, vill að Wayne Squier taugameinafræðingur verði látinn gefa skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur til skýringar og staðfestingar á matsgerð í máli Sigurðar. 14. nóvember 2014 07:00 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Dr. Waney Squier, breskur sérfræðingur í meinafræði, gaf álit sitt í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag varðandi dánarorsök 9 mánaða gamals drengs sem lést í umsjón dagforeldra árið 2001. Sigurður Guðmundsson, sem gætti drengsins ásamt konu sinni, var árið 2003 dæmdur í 18 mánaða fangelsi í Hæstarétti fyrir að hafa valdið dauða drengsins. Hann hefur nú farið fram á endurupptöku málsins vegna nýrra upplýsinga sem koma fram í sérfræðiáliti dr. Squier og kom hún fyrir dóminn í dag vegna endurupptökukröfunnar. Samkvæmt krufningarskýrslu var drengurinn talinn hafa látist vegna ungbarnahristings, eða “shaken baby syndrome“. Ýmsir sérfræðingar telja að heilabólgur hjá ungbörnum, blæðingar milli heilahimna og sjónhimnublæðing, sem valda því að ungbarn deyr, komi til vegna þess að barnið hefur verið hrist harkalega. Þessi einkenni fundust við krufningu á drengnum sem lést árið 2001.Telur að þörf hafi verið á ítarlegri rannsóknum Þrátt fyrir þetta efast dr. Squier að drengurinn hafi látist vegna hristings, en segist þó ekki geta fullyrt hvers vegna hann dó. Fyrir dómi nefndi hún nokkrar ástæður, þar á meðal blóðsega sem hefði getað myndast í heila barnsins eða vegna þess að hann hafði dottið nokkrum dögum áður en hann dó. Þá hafi barnið einnig getað liðið súefnisskort vegna meðvitundarleysis. Dr. Squier sagði að þörf hefði verið á ítarlegri rannsóknum svo sýna mætti fram á með óyggjandi hætti hvers vegna drengurinn dó. Dr. Squier er menntuð í barnalækningum og meinafræði og hefur gert fjölmargar rannsóknir á heilaþroska fóstra og barna. Hún hefur gefið skýrslur og borið vitni í fjölda mála erlendis þar sem börn eru talin hafa látist vegna misnotkunar, meðal annars vegna hristings. Rannsóknir Dr. Squier og fleiri fræðimanna hafa sýnt fram á að ekki sé hægt að sanna hvort og þá hvernig ungabörn deyi vegna “shaken baby syndrome“. Sjálf sagði dr. Squier fyrir dómi í dag að “shaken baby syndrome“ sé kenning sem aldrei hafi verið sönnuð læknisfræðilega. Það eru þó ekki allir sérfræðinga sammála dr. Squier. Lögregluyfirvöld í Bretlandi hafa jafnframt reynt að grafa undan trúverðugleika hennar og annarra sérfræðinga sem efast um “shaken baby syndrome“. Vitnisburðir dr. Squier, og fleiri aðila, hafa nefnilega leitt til þess að einstaklingar hafa verið sýknaðir af ákærum um að hafa valdið dauða barna með því að hrista þau harkalega. Að sögn Sveins Andra Sveinssonar, verjanda Sigurðar, verður skýrslutakan yfir dr. Squier lögð fyrir endurupptökunefnd sem mun svo leggja til við ríkissaksóknara hvort að málið verði tekið upp að nýju, eða ekki, á grundvelli nýrra gagna.
Tengdar fréttir Taugafræðingur skýri mál sitt fyrir dómi Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Sigurðar Guðmundssonar, vill að Wayne Squier taugameinafræðingur verði látinn gefa skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur til skýringar og staðfestingar á matsgerð í máli Sigurðar. 14. nóvember 2014 07:00 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Taugafræðingur skýri mál sitt fyrir dómi Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Sigurðar Guðmundssonar, vill að Wayne Squier taugameinafræðingur verði látinn gefa skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur til skýringar og staðfestingar á matsgerð í máli Sigurðar. 14. nóvember 2014 07:00