„Það er ekki slæmt að vera með 22 stelpum“ Kristján Már Unnarsson skrifar 9. desember 2014 18:00 Eini pilturinn í Hússtjórnarskólanum á Hallormsstað segir ekki slæmt að vera einn með öllum stúlkunum og mælir með náminu fyrir alla stráka. Þótt eini hússtjórnarskólinn á landsbyggðinni heiti ekki lengur húsmæðraskóli eru stúlkur enn yfirgnæfandi í nemendahópnum og núna á haustönninni er bara einn strákur. Hann heitir Esra Elí Newman, er 17 ára og kemur úr Njarðvík. „Það er ekki slæmt að vera með 22 stelpum. Maður er bara kóngurinn hérna,“ segir Esra. Við hittum hann í tíma í hreinlætisfræði þar sem hann var að læra hvernig best væri að skúra. Esra segist hafa valið skólann vegna þess að hann vildi læra að sjá um sig sjálfur. En mælir hann með náminu fyrir stráka? „Ég mæli með þessu fyrir alla stráka. Sérstaklega ef þú kannt ekki að elda, kannt ekki að hugsa um þig sjálfur.“ Um skólasysturnar segir hann: „Sumar eru bara eins og stórar systur. Þetta eru bara allt vinkonur mínar, - vinir mínir.“Skólahúsið reis árið 1930 í burstabæjarstíl. Heimavistin er í risinu á efri hæðum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Raunar var okkur sagt að skólinn hefði frá fyrstu tíð haft sterkt aðdráttarafl fyrir stráka á Fljótsdalshéraði en með öðrum hætti; þeir snigluðust gjarnan í kringum heimavistina. „Vetrarhjálpin lætur alltaf sjá sig hérna á veturna,“ segir Bryndís Fiona Ford skólameistari. „Við köllum strákana sem sagt, - það er vetrarhjálpin. Þeir koma bara og kíkja á stelpurnar.“ Fjallað var um lífið í Handverks- og hússtjórnarskólanum í þættinum Um land allt á Stöð 2 í kvöld.Bryndís Fiona Ford, skólameistari Handverks- og hússtjórnarskólans á Hallormsstað.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Fljótsdalshérað Skóla - og menntamál Um land allt Tengdar fréttir Þessi skóli kennir þér að elda, skúra, prjóna, strauja og vefa Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað er sá eini sinnar tegundar sem eftir er í sveit á Íslandi. 8. desember 2014 21:15 Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Sjá meira
Eini pilturinn í Hússtjórnarskólanum á Hallormsstað segir ekki slæmt að vera einn með öllum stúlkunum og mælir með náminu fyrir alla stráka. Þótt eini hússtjórnarskólinn á landsbyggðinni heiti ekki lengur húsmæðraskóli eru stúlkur enn yfirgnæfandi í nemendahópnum og núna á haustönninni er bara einn strákur. Hann heitir Esra Elí Newman, er 17 ára og kemur úr Njarðvík. „Það er ekki slæmt að vera með 22 stelpum. Maður er bara kóngurinn hérna,“ segir Esra. Við hittum hann í tíma í hreinlætisfræði þar sem hann var að læra hvernig best væri að skúra. Esra segist hafa valið skólann vegna þess að hann vildi læra að sjá um sig sjálfur. En mælir hann með náminu fyrir stráka? „Ég mæli með þessu fyrir alla stráka. Sérstaklega ef þú kannt ekki að elda, kannt ekki að hugsa um þig sjálfur.“ Um skólasysturnar segir hann: „Sumar eru bara eins og stórar systur. Þetta eru bara allt vinkonur mínar, - vinir mínir.“Skólahúsið reis árið 1930 í burstabæjarstíl. Heimavistin er í risinu á efri hæðum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Raunar var okkur sagt að skólinn hefði frá fyrstu tíð haft sterkt aðdráttarafl fyrir stráka á Fljótsdalshéraði en með öðrum hætti; þeir snigluðust gjarnan í kringum heimavistina. „Vetrarhjálpin lætur alltaf sjá sig hérna á veturna,“ segir Bryndís Fiona Ford skólameistari. „Við köllum strákana sem sagt, - það er vetrarhjálpin. Þeir koma bara og kíkja á stelpurnar.“ Fjallað var um lífið í Handverks- og hússtjórnarskólanum í þættinum Um land allt á Stöð 2 í kvöld.Bryndís Fiona Ford, skólameistari Handverks- og hússtjórnarskólans á Hallormsstað.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.
Fljótsdalshérað Skóla - og menntamál Um land allt Tengdar fréttir Þessi skóli kennir þér að elda, skúra, prjóna, strauja og vefa Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað er sá eini sinnar tegundar sem eftir er í sveit á Íslandi. 8. desember 2014 21:15 Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Sjá meira
Þessi skóli kennir þér að elda, skúra, prjóna, strauja og vefa Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað er sá eini sinnar tegundar sem eftir er í sveit á Íslandi. 8. desember 2014 21:15