Frelsissvipting í Hlíðunum: Einn neitaði sök, annar fékk frest og þriðji mætti ekki Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. desember 2014 10:03 Í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Vísir/SÁP Davíð Fjeldsted (áður Davíð Freyr Rúnarsson) neitaði sök í frelsissviptingarmáli sem þingfest var í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ríkharð Júlíus Ríkharðsson mætti ekki í þingfestinguna og félagi þeirra, sem ekki hefur áður hlotið dóm, óskaði eftir fresti til að taka afstöðu til ákærunnar. Málinu var frestað til 7. janúar. Síbrotamennirnir og meðlimir Black Pistons vélhjólagengisins Ríkharð Júlíus og Davíð Feru ásamt þriðja manni ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, hótanir og frelsissviptingu í desember 2010. Þremenningunum er gefið að sök að hafa fimmtudaginn 19. desember 2010 í bakherbergi á veitingastaðnum Monte Carlo við Laugaveg í Reykjavík veist að öðrum karlmanni á fertugsaldri og krafið hann um peninga, slegið og sparkað ítrekað í höfuð og líkama hans og svipt hann frelsi sínu í því skyni að þvinga hann til að láta fé af hendi.Slógu hann ítrekað og helltu upp í hann þvottaefniÍ ákærunni segir að þeir hafi síðan flutt manninn í íbúð í Hlíðahverfi í Reykjavík þar sem þeir slógu hann ítrekað með hnefum, hnúajárnum, kylfu og helltu upp í hann þvottaefni. Þá hafi þeir brennt hann með sígarettu og hótað að klippa af honum fingur og eyru. Á meðan þessu stóð hafi þeir afklætt manninn og haldið honum fjötruðum og kefluðum yfir nótt í baðkeri í íbúðinni.Hótuðu að nauðga systur hans Maðurinn var látinn laus síðdegis 20. desember eftir að faðir hans samþykkti að leggja eina milljón króna inn á bankareikning eins ákærða. Áður en hann var látinn laus hótuðu þremenningarnir honum að ef hann kærði brotin til lögreglu yrði honum og fjölskyldu gert mein. Þar á meðal að honum og systur hans yrði nauðgað. Af árásinni hlaut maðurinn mar á öxl á upphandlegg, yfirborðsáverka á bakvegg brjóstkassa, brunaáverka á höfði og hálsi, þrjú hringlaga brunasár á aftanverðum hálsi, marga yfirborðsáverka á hálsi, mar á olnboga og yfirborðsáverka á öðrum hlutum höfuðs og mar á hægra auga. Ríkharð og Davíð voru árið 2011 dæmdir í fangelsi, meðal annars fyrir hrottafengna líkamsárás og frelsissviptingu á hendur tvítugum manni. Davíð var dæmdur í þriggja ára fangelsi og Ríkharð í þriggja og hálfs árs fangelsi. Þá var Ríkharð einnig dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa kveikt í íbúðarhúsi að Kleppsvegi 102. Tengdar fréttir Ákærðir fyrir að afklæða mann og halda honum nauðugum í Hlíðahverfi Grunaðir um að hafa hellt upp í hann þvottaefni, kýlt hann með hnúajárnum og kylfum og brennt hann með sígarettu. 3. desember 2014 15:13 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Davíð Fjeldsted (áður Davíð Freyr Rúnarsson) neitaði sök í frelsissviptingarmáli sem þingfest var í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ríkharð Júlíus Ríkharðsson mætti ekki í þingfestinguna og félagi þeirra, sem ekki hefur áður hlotið dóm, óskaði eftir fresti til að taka afstöðu til ákærunnar. Málinu var frestað til 7. janúar. Síbrotamennirnir og meðlimir Black Pistons vélhjólagengisins Ríkharð Júlíus og Davíð Feru ásamt þriðja manni ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, hótanir og frelsissviptingu í desember 2010. Þremenningunum er gefið að sök að hafa fimmtudaginn 19. desember 2010 í bakherbergi á veitingastaðnum Monte Carlo við Laugaveg í Reykjavík veist að öðrum karlmanni á fertugsaldri og krafið hann um peninga, slegið og sparkað ítrekað í höfuð og líkama hans og svipt hann frelsi sínu í því skyni að þvinga hann til að láta fé af hendi.Slógu hann ítrekað og helltu upp í hann þvottaefniÍ ákærunni segir að þeir hafi síðan flutt manninn í íbúð í Hlíðahverfi í Reykjavík þar sem þeir slógu hann ítrekað með hnefum, hnúajárnum, kylfu og helltu upp í hann þvottaefni. Þá hafi þeir brennt hann með sígarettu og hótað að klippa af honum fingur og eyru. Á meðan þessu stóð hafi þeir afklætt manninn og haldið honum fjötruðum og kefluðum yfir nótt í baðkeri í íbúðinni.Hótuðu að nauðga systur hans Maðurinn var látinn laus síðdegis 20. desember eftir að faðir hans samþykkti að leggja eina milljón króna inn á bankareikning eins ákærða. Áður en hann var látinn laus hótuðu þremenningarnir honum að ef hann kærði brotin til lögreglu yrði honum og fjölskyldu gert mein. Þar á meðal að honum og systur hans yrði nauðgað. Af árásinni hlaut maðurinn mar á öxl á upphandlegg, yfirborðsáverka á bakvegg brjóstkassa, brunaáverka á höfði og hálsi, þrjú hringlaga brunasár á aftanverðum hálsi, marga yfirborðsáverka á hálsi, mar á olnboga og yfirborðsáverka á öðrum hlutum höfuðs og mar á hægra auga. Ríkharð og Davíð voru árið 2011 dæmdir í fangelsi, meðal annars fyrir hrottafengna líkamsárás og frelsissviptingu á hendur tvítugum manni. Davíð var dæmdur í þriggja ára fangelsi og Ríkharð í þriggja og hálfs árs fangelsi. Þá var Ríkharð einnig dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa kveikt í íbúðarhúsi að Kleppsvegi 102.
Tengdar fréttir Ákærðir fyrir að afklæða mann og halda honum nauðugum í Hlíðahverfi Grunaðir um að hafa hellt upp í hann þvottaefni, kýlt hann með hnúajárnum og kylfum og brennt hann með sígarettu. 3. desember 2014 15:13 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Ákærðir fyrir að afklæða mann og halda honum nauðugum í Hlíðahverfi Grunaðir um að hafa hellt upp í hann þvottaefni, kýlt hann með hnúajárnum og kylfum og brennt hann með sígarettu. 3. desember 2014 15:13