Ólöf ætlar að leggjast yfir lögregluumdæmin Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. desember 2014 19:14 Ólöf Nordal innanríkisráðherra hefur kalllað eftir öllum gögnum í ráðuneytinu sem tengjast reglugerð um skipun lögregluumdæma og hyggst taka sjálfstæða ákvörðun að lokinni athugun. Ákvörðun fráfarandi dómsmálaráðherra um að falla frá flutningi sveitarfélagsins Hornafjarðar til umdæmis lögreglustjórans á Suðurlandi hefur sætt gagnrýni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson lét það verða eitt af síðustu embættisverkum sem dómsmálaráðherra að skrifa undir nýja reglugerð um lögregluumdæmi lögreglustjóra hinn 4. desember. Í reglugerðinni eru ákveðin mörk hinna níu lögregluumdæma landsins og hvar lögreglustöðvar og aðalstöð lögreglustjóra er innan hvers umdæmis en hún á að taka gildi 1. janúar. Sveitarfélagið Hornafjörður telst í reglugerðinni til umdæmis lögreglustjórans á Austurlandi en í drögum reglugerðarinnar sem birt voru í byrjun október var Hornafjörður í umdæmi lögreglustjórans á Suðurlandi. Það hafði verið unnið að því talsvert lengi í innanríkisráðuneytinu að færa sveitarfélagið Hornafjörð í umdæmi lögreglustjórans á Suðurlandi áður en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tók þessa ákvörðun. Verður undið ofan af ákvörðun hans? „Ég hef fengið bréf frá Hornfirðingum þess efnis að þeir séu ósáttir við ákvörðun forvera míns og jafnframt er mér kunnugt um áhyggjur þingmanna Suðurkjördæmis. Ég hef beðið ráðuneytið að taka saman gögn um þetta mál þannig að ég fái góða yfirsýn yfir forsögu málsins og hvar það er statt. Þangað til það liggur fyrir hyggst ég ekki tjá mig frekar um málið,“ segir Ólöf Nordal innanríkisráðherra, en um leið og Ólöf tók við embætti var ráðuneyti dómsmála að nýju fært til innanríkisráðuneytis. Þannig að þú útilokar ekki að taka nýja og sjálfstæða ákvörðun ef að gögn málsins benda til þess að þínu mati að það sé betra að hafa Hornafjörð í umdæmi lögreglustjórans á Suðurlandi? „Ég ætla að byrja á því að fara yfir gögn málsins.” Tengdar fréttir Undirritaði ákvörðun um fækkun lögregluembætta Með breytingunum fækkar embættum úr fjórtán í níu. 4. desember 2014 15:36 Hornfirðingar æfir yfir lokaverki Sigmundar sem dómsmálaráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ákvað á síðasta degi sínum sem dómsmálaráðherra að lögregluembættið á Höfn skyldi vera áfram í hans eigin kjördæmi en ekki í Suðurkjördæmi. Bæjarstjórinn á Höfn trúir ekki eigin augum. 6. desember 2014 06:30 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Ólöf Nordal innanríkisráðherra hefur kalllað eftir öllum gögnum í ráðuneytinu sem tengjast reglugerð um skipun lögregluumdæma og hyggst taka sjálfstæða ákvörðun að lokinni athugun. Ákvörðun fráfarandi dómsmálaráðherra um að falla frá flutningi sveitarfélagsins Hornafjarðar til umdæmis lögreglustjórans á Suðurlandi hefur sætt gagnrýni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson lét það verða eitt af síðustu embættisverkum sem dómsmálaráðherra að skrifa undir nýja reglugerð um lögregluumdæmi lögreglustjóra hinn 4. desember. Í reglugerðinni eru ákveðin mörk hinna níu lögregluumdæma landsins og hvar lögreglustöðvar og aðalstöð lögreglustjóra er innan hvers umdæmis en hún á að taka gildi 1. janúar. Sveitarfélagið Hornafjörður telst í reglugerðinni til umdæmis lögreglustjórans á Austurlandi en í drögum reglugerðarinnar sem birt voru í byrjun október var Hornafjörður í umdæmi lögreglustjórans á Suðurlandi. Það hafði verið unnið að því talsvert lengi í innanríkisráðuneytinu að færa sveitarfélagið Hornafjörð í umdæmi lögreglustjórans á Suðurlandi áður en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tók þessa ákvörðun. Verður undið ofan af ákvörðun hans? „Ég hef fengið bréf frá Hornfirðingum þess efnis að þeir séu ósáttir við ákvörðun forvera míns og jafnframt er mér kunnugt um áhyggjur þingmanna Suðurkjördæmis. Ég hef beðið ráðuneytið að taka saman gögn um þetta mál þannig að ég fái góða yfirsýn yfir forsögu málsins og hvar það er statt. Þangað til það liggur fyrir hyggst ég ekki tjá mig frekar um málið,“ segir Ólöf Nordal innanríkisráðherra, en um leið og Ólöf tók við embætti var ráðuneyti dómsmála að nýju fært til innanríkisráðuneytis. Þannig að þú útilokar ekki að taka nýja og sjálfstæða ákvörðun ef að gögn málsins benda til þess að þínu mati að það sé betra að hafa Hornafjörð í umdæmi lögreglustjórans á Suðurlandi? „Ég ætla að byrja á því að fara yfir gögn málsins.”
Tengdar fréttir Undirritaði ákvörðun um fækkun lögregluembætta Með breytingunum fækkar embættum úr fjórtán í níu. 4. desember 2014 15:36 Hornfirðingar æfir yfir lokaverki Sigmundar sem dómsmálaráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ákvað á síðasta degi sínum sem dómsmálaráðherra að lögregluembættið á Höfn skyldi vera áfram í hans eigin kjördæmi en ekki í Suðurkjördæmi. Bæjarstjórinn á Höfn trúir ekki eigin augum. 6. desember 2014 06:30 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Undirritaði ákvörðun um fækkun lögregluembætta Með breytingunum fækkar embættum úr fjórtán í níu. 4. desember 2014 15:36
Hornfirðingar æfir yfir lokaverki Sigmundar sem dómsmálaráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ákvað á síðasta degi sínum sem dómsmálaráðherra að lögregluembættið á Höfn skyldi vera áfram í hans eigin kjördæmi en ekki í Suðurkjördæmi. Bæjarstjórinn á Höfn trúir ekki eigin augum. 6. desember 2014 06:30