"Óskiljanleg ákvörðun" Linda Blöndal skrifar 6. desember 2014 19:15 Vísir/Vilhelm/magnús hlynur Ákvörðun um að lögregluembættið á Höfn í Hornafirði verði áfram undir lögreglustjóranum á Austurlandi var tekin á síðasta degi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem dómsmálaráðherra. Sú ákvörðun kom flatt upp á marga sem hafa unnið að því í samráði margra að flytja embættið á Höfn.Draga á ákvörðunina til bakaFlutningi í Suðurkjördæmi er því frestað um óákveðinn tíma og embættið verður áfram í Norðausturkjördæmi Sigmundar. Mikil gagnrýni er á þessa ákvörðun sem sumir segja óskiljanlega. Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allssherjarnefndar Alþingis telur að það eigi draga hana til baka og enn sé ekki of seint að hverfa frá henni. Hún segir að þetta verða skoðað sérstaklega i nefndinni þótt Sigmundur verði ekki kallaður sérstaklega fyrir hana.Fimmtíu milljónir á milli kjördæmaFimmtíu milljónir króna áttu að flytjast frá Norðaustur kjördæmi yfir í Suðurkjördæmi en nú hefur það verið stöðvað. Í tilkynningu stjórnarráðsins segir að gera eigi úttekt á rekstrarforsendum lögreglunnar á Austurlandi og frestun á flutningnum sé tímabundin ráðstöfun.Undirbúningur að flutningi hafinnFormaður Allsherjarnefndar Alþingis, og þingmaður Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu segir alla hafa stefnt að sama marki hingað til og málið verði skoðað nánar í nefndinni. Hún sagði í samtali við Fréttastofu Stöðvar tvö og Bylgjunnar í dag að hún teldi rétt að gera þá kröfu að ákvörðun Sigmundar verið snúið við. Undirbúningur væri hafinn hjá starfsfólki á Höfn og lögreglustjóranum og þingið með því.HreppapólitíkGunnar Þorgeirsson formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga var harðorður í fréttum Stöðvar tvö í kvöld vegna málsins. „Ég get ekki betur séð en að þetta lykti af hreppapólitík þó ég neiti að trúa því árið 2014, vinnubrögðin eru allavega mjög undarleg“. Gunnar segir að sveitarstjórnarmenn á Suðurlandi séu mjög óhressir með ráðstöfun Sigmundar Davíðs og skilji hana ekki.Allir undrandi„Ég hef heyrt í öllum þingmönnum Suðurkjördæmis, þeir eru allir jafn undrandi á þessu því við ræddum þetta ítrekað í kjördæmavikunni í haust þar sem allir þingmennirnir voru með okkur í þessu verkefni og því er þessi ráðstöfun mjög undarleg“, segir Gunnar. „Fyrir mér er þetta algjörlega fáránlegt“. Ekki náðist í Sigmund Davíð Gunnlaugsson vegna fréttarinnar í dag. Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Ákvörðun um að lögregluembættið á Höfn í Hornafirði verði áfram undir lögreglustjóranum á Austurlandi var tekin á síðasta degi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem dómsmálaráðherra. Sú ákvörðun kom flatt upp á marga sem hafa unnið að því í samráði margra að flytja embættið á Höfn.Draga á ákvörðunina til bakaFlutningi í Suðurkjördæmi er því frestað um óákveðinn tíma og embættið verður áfram í Norðausturkjördæmi Sigmundar. Mikil gagnrýni er á þessa ákvörðun sem sumir segja óskiljanlega. Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allssherjarnefndar Alþingis telur að það eigi draga hana til baka og enn sé ekki of seint að hverfa frá henni. Hún segir að þetta verða skoðað sérstaklega i nefndinni þótt Sigmundur verði ekki kallaður sérstaklega fyrir hana.Fimmtíu milljónir á milli kjördæmaFimmtíu milljónir króna áttu að flytjast frá Norðaustur kjördæmi yfir í Suðurkjördæmi en nú hefur það verið stöðvað. Í tilkynningu stjórnarráðsins segir að gera eigi úttekt á rekstrarforsendum lögreglunnar á Austurlandi og frestun á flutningnum sé tímabundin ráðstöfun.Undirbúningur að flutningi hafinnFormaður Allsherjarnefndar Alþingis, og þingmaður Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu segir alla hafa stefnt að sama marki hingað til og málið verði skoðað nánar í nefndinni. Hún sagði í samtali við Fréttastofu Stöðvar tvö og Bylgjunnar í dag að hún teldi rétt að gera þá kröfu að ákvörðun Sigmundar verið snúið við. Undirbúningur væri hafinn hjá starfsfólki á Höfn og lögreglustjóranum og þingið með því.HreppapólitíkGunnar Þorgeirsson formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga var harðorður í fréttum Stöðvar tvö í kvöld vegna málsins. „Ég get ekki betur séð en að þetta lykti af hreppapólitík þó ég neiti að trúa því árið 2014, vinnubrögðin eru allavega mjög undarleg“. Gunnar segir að sveitarstjórnarmenn á Suðurlandi séu mjög óhressir með ráðstöfun Sigmundar Davíðs og skilji hana ekki.Allir undrandi„Ég hef heyrt í öllum þingmönnum Suðurkjördæmis, þeir eru allir jafn undrandi á þessu því við ræddum þetta ítrekað í kjördæmavikunni í haust þar sem allir þingmennirnir voru með okkur í þessu verkefni og því er þessi ráðstöfun mjög undarleg“, segir Gunnar. „Fyrir mér er þetta algjörlega fáránlegt“. Ekki náðist í Sigmund Davíð Gunnlaugsson vegna fréttarinnar í dag.
Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira