Orion lent eftir vel heppnaða tilraunaferð Samúel Karl Ólason og Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 5. desember 2014 16:41 Óríon-geimhylkið er lent, heilu og höldnu eftir að hafa verið skotið út í geim á Canaveralhöfða fyrr í dag. Hylkið fór tvo hringi í kringum Jörðina áður en lendingarferlið hófst. Þá tók við dramatísk för í gegnum lofthjúp plánetunnar þar sem Óríon náði þrjátíu þúsund kílómetra hraða á klukkustund. Á fimm mínútum tókst að hægja á ferðinni svo að Óríón gat lent mjúklega við strendur Baja í Kaliforníu. Þegar mest var hafði Óríon farið í um 3.600 mílna fjarlægð frá jörðu, um 5.800 kílómetra. Það er mesta vegalengd sem geimfar hefur farið frá jörðu síðan ferðum til tunglsins var hætt, þegar Apollo 17 fór til tunglsins fyrir 42 árum. Einnig er það sexföld hæð Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Óríon boðar nýja tíma í geimkönnun mannsins. Geimfarið er hannað fyrir lengri geimferðir og mun á endanum flytja fyrstu geimfaranna til Mars og jafnvel lengra. Mikil fagnaðarlæti brutust út í stjórnstöð NASA þegar fallhlífar Óríon opnuðust. „NASA er nú skrefinu nærri því að setja menn um borð í Óríon,“ sagði Charles Bolden Jr. hjá NASA við AP fréttaveituna. Hann sagði þetta vera fyrsta dag „Mars tímabilsins“. Engir geimfarar voru um borð í Óríon og var ferðin notuð til að prófa hættulegustu hliðar geimferða. Er þar átt við fallhlífar, hitaskjöld og hvort menn gætu lifað mikla geislun af. Við endurkomuna til jarðar var nýr hitaskjöldur prófaður sem verja mun geimfara gegn hitanum sem fylgir því að koma aftur inn í gufuhvolfið. Hitinn fór í um 2.200 gráður samsvarar tvöföldum hita fljótandi hrauns. Óríon var skotið á loft með Delta 4 eldflaug, sem er sú stærsta í heiminum. Hún er rúmlega 74 metra há og vegur rúm 725 tonn. NASA vinnur þó að þróun nýrrar eldflaugar sem ætlað er að bera Óríon frá jörðinni og ber hún nafnið Space Launch System eða SLS. Stefnt er að öðru ómönnuðu skoti með SLS árið 2018. Verkefni sem þessi eru afar þó kostnaðarsöm og hefur NASA þurft að þola gríðarlegan niðurskurð á síðustu árum. Árið nítján hundruð sextíu og tvö námu fjárveitingar til NASA fjórum komma fimm prósentum af fjárlögum Bandaríkjanna. Í dag nema þau núll komma fjórum prósentum. Fjölda upplýsinga um geimskotið má sjá á Twittersíðu NASA hér að neðan.Svona lítur jörðin út úr 7.200 kílómetra hæð.Mynd/NASA/Orion...Flugtak Tweets by @NASA Fallhlífar Nýr hitaskjöldur sem verndar geimfara við endurkomu til jarðar Graphic News Stuttmynd um framtíð mannsins í geimnum Wanderers - a short film by Erik Wernquist from Erik Wernquist on Vimeo. Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Óríon-geimhylkið er lent, heilu og höldnu eftir að hafa verið skotið út í geim á Canaveralhöfða fyrr í dag. Hylkið fór tvo hringi í kringum Jörðina áður en lendingarferlið hófst. Þá tók við dramatísk för í gegnum lofthjúp plánetunnar þar sem Óríon náði þrjátíu þúsund kílómetra hraða á klukkustund. Á fimm mínútum tókst að hægja á ferðinni svo að Óríón gat lent mjúklega við strendur Baja í Kaliforníu. Þegar mest var hafði Óríon farið í um 3.600 mílna fjarlægð frá jörðu, um 5.800 kílómetra. Það er mesta vegalengd sem geimfar hefur farið frá jörðu síðan ferðum til tunglsins var hætt, þegar Apollo 17 fór til tunglsins fyrir 42 árum. Einnig er það sexföld hæð Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Óríon boðar nýja tíma í geimkönnun mannsins. Geimfarið er hannað fyrir lengri geimferðir og mun á endanum flytja fyrstu geimfaranna til Mars og jafnvel lengra. Mikil fagnaðarlæti brutust út í stjórnstöð NASA þegar fallhlífar Óríon opnuðust. „NASA er nú skrefinu nærri því að setja menn um borð í Óríon,“ sagði Charles Bolden Jr. hjá NASA við AP fréttaveituna. Hann sagði þetta vera fyrsta dag „Mars tímabilsins“. Engir geimfarar voru um borð í Óríon og var ferðin notuð til að prófa hættulegustu hliðar geimferða. Er þar átt við fallhlífar, hitaskjöld og hvort menn gætu lifað mikla geislun af. Við endurkomuna til jarðar var nýr hitaskjöldur prófaður sem verja mun geimfara gegn hitanum sem fylgir því að koma aftur inn í gufuhvolfið. Hitinn fór í um 2.200 gráður samsvarar tvöföldum hita fljótandi hrauns. Óríon var skotið á loft með Delta 4 eldflaug, sem er sú stærsta í heiminum. Hún er rúmlega 74 metra há og vegur rúm 725 tonn. NASA vinnur þó að þróun nýrrar eldflaugar sem ætlað er að bera Óríon frá jörðinni og ber hún nafnið Space Launch System eða SLS. Stefnt er að öðru ómönnuðu skoti með SLS árið 2018. Verkefni sem þessi eru afar þó kostnaðarsöm og hefur NASA þurft að þola gríðarlegan niðurskurð á síðustu árum. Árið nítján hundruð sextíu og tvö námu fjárveitingar til NASA fjórum komma fimm prósentum af fjárlögum Bandaríkjanna. Í dag nema þau núll komma fjórum prósentum. Fjölda upplýsinga um geimskotið má sjá á Twittersíðu NASA hér að neðan.Svona lítur jörðin út úr 7.200 kílómetra hæð.Mynd/NASA/Orion...Flugtak Tweets by @NASA Fallhlífar Nýr hitaskjöldur sem verndar geimfara við endurkomu til jarðar Graphic News Stuttmynd um framtíð mannsins í geimnum Wanderers - a short film by Erik Wernquist from Erik Wernquist on Vimeo.
Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira