Ágúst Þór Jóhannsson, landsliðsþjálfari kvenna í handbolta, gerði þrjár breytingar á hópnum sínum fyrir leikinn út í Makedóníu á laugardaginn.
Íslenska landsliðið er búið að tryggja sér sigur í riðlinum og farseðilinn í umspilið um sæti á HM 2015 en það gerðu stelpurnar með tíu marka sigri á Makedóníu í Höllinni á miðvikudagskvöldið.
Markvörðurin Melkorka Mist Gunnarsdóttir, línumaðurinn Bryndís Elín Halldórsdóttir og leikstjórnandinn Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir koma inn í hópinn.
Út fóru þær Guðrún Ósk Maríasdóttir, Steinunn Björnsdóttir og Hildur Þorgeirsdóttir.
Leikurinn á laugardaginn hefst klukkan 16.45 en hann fer fram í Skopje, höfuðborg Makedóníu.
Hópurinn fyrir Makedóníu-leikinn:
Markmenn:
Florentina Stanciu, Stjarnan
Melkorka Mist Gunnarsdóttir, Fylkir
Aðrir leikmenn:
Arna Sif Pálsdóttir, SK Aarhus
Ásta Birna Gunnarsdóttir, Fram
Birna Berg Haraldsdóttir, Sävehof
Bryndís Elín Halldórsdóttir, Valur
Brynja Magnúsdóttir, Flint Tönsberg
Hildigunnur Einarsdóttir, Tertnes
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Selfoss
Karen Knútsdóttir, Nice
Ramune Pekarskyte, LE Havre
Rut Jónsdóttir, Randers
Steinunn Hansdóttir, Skanderborg
Sunna Jónsdóttir, BK Heid
Þórey Rósa Stefánsdóttir, Våg Vipers
Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Rælingen
Melkorka, Bryndís og Hrafnhildur Hanna með til Makedóníu
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



„Urðum okkur sjálfum til skammar“
Körfubolti

Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni
Enski boltinn






Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá
Körfubolti