Pálmi Rafn: Maginn sagði mér að fara í KR | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. desember 2014 18:06 Gaupi spjallar við Pálma Rafn. vísir/vilhelm Pálmi Rafn Pálmason skrifaði undir þriggja ára samning við KR í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í dag, en hann er annar stóri bitinn sem Vesturbæjarstórveldið fær til sín í vetur. Húsvíkingurinn var mjög eftirsóttur, en KA, Valur og FH höfðu mikinn áhuga á að fá hann í sínar raðir. Guðjón Guðmundsson var í KR-heimilinu í dag þegar Pálmi var kynntur til leiks og spurði hann fyrst af hverju hann valdi KR. „Það er svolítið erfitt að segja. Ég átti í miklum erfiðleikum með að velja og átti gott spjall við öll liðin. Það var svona maginn sem sagði mér að fara í KR. Ég hef mikla trú á verkefninu sem er að fara í gang hérna. Hér vil ég vinna titla og gera það gott,“ sagði Pálmi Rafn. „Það var margt sem spilaði inn í. Ég átti gott spjall við Bjarna og Gumma og fleiri. En á endanum tók ég þessa ákvörðun og vonandi var þetta góð og rétt ákvörðun.“ Pálmi fékk tilboð frá öðrum liðum í Noregi en fannst þau ekki nógu spennandi. Hann vill ekkert segja til um hvort hann geti farið í janúar komi tilboð að utan. „Ég ætla ekkert að segja til um hvað stendur í samningnum. Ég hef hafnað tilboðum að utan sem hafa ekki verið spennandi. Það sem er í gangi hér finnst mér spennandi og þess vegna er ég hérna núna,“ sagði Pálmi. „Það var aðallega Noregur sem var að heyra í mér, en eins og ég segi var það ekki nógu spennandi til að taka því.“ Guðjón ræddi einnig við Bjarna Guðjónsson, þjálfara KR, sem fagnaði því eðlilega að hafa fengið einn feitasta bitann á markaðnum. „Ekki nokkur spurning. Þetta eru frábærar fréttir fyrir okkur KR-inga. Hann er ekki bara frábær fótboltamaður heldur frábær karakter. Það er mikið ánægjuefni fyrir okkur að fá hann,“ sagði Bjarni. „Pálmi er mjög góður leikmaður sem hefði getað verið lengur úti. Það voru vissulega lið hérna heima sem höfðu áhuag á honum. Mér fannst eftir fyrsta fund að hann myndi velja KR á endanum.“ KR-ingar eru einnig búnir að semja við danska varnarmanninn Rasmus Christiansen og þeir eru ekki hættir. „Við þurfum að styrkja okkur meira. Við erum búnir að ganga frá samningum við Rasmus háð ákveðnum skilyrðum. Við þurfum að styrkja okkur, en það er ennþá bara desember,“ sagði Bjarni Guðjónsson. Viðtölin við þá félaga má sjá hér að neðan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pálmi Rafn gerir þriggja ára samning við KR Húsvíkingurinn verður kynntur til leiks í Vesturbænum í dag. 4. desember 2014 15:53 Pálmi Rafn búinn að semja við KR Húsvíkingurinn Pálmi Rafn Pálmason er orðinn leikmaður KR. Hann skrifaði nú síðdegis undir þriggja ára samning við Vesturbæjarfélagið. 4. desember 2014 17:11 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Sjá meira
Pálmi Rafn Pálmason skrifaði undir þriggja ára samning við KR í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í dag, en hann er annar stóri bitinn sem Vesturbæjarstórveldið fær til sín í vetur. Húsvíkingurinn var mjög eftirsóttur, en KA, Valur og FH höfðu mikinn áhuga á að fá hann í sínar raðir. Guðjón Guðmundsson var í KR-heimilinu í dag þegar Pálmi var kynntur til leiks og spurði hann fyrst af hverju hann valdi KR. „Það er svolítið erfitt að segja. Ég átti í miklum erfiðleikum með að velja og átti gott spjall við öll liðin. Það var svona maginn sem sagði mér að fara í KR. Ég hef mikla trú á verkefninu sem er að fara í gang hérna. Hér vil ég vinna titla og gera það gott,“ sagði Pálmi Rafn. „Það var margt sem spilaði inn í. Ég átti gott spjall við Bjarna og Gumma og fleiri. En á endanum tók ég þessa ákvörðun og vonandi var þetta góð og rétt ákvörðun.“ Pálmi fékk tilboð frá öðrum liðum í Noregi en fannst þau ekki nógu spennandi. Hann vill ekkert segja til um hvort hann geti farið í janúar komi tilboð að utan. „Ég ætla ekkert að segja til um hvað stendur í samningnum. Ég hef hafnað tilboðum að utan sem hafa ekki verið spennandi. Það sem er í gangi hér finnst mér spennandi og þess vegna er ég hérna núna,“ sagði Pálmi. „Það var aðallega Noregur sem var að heyra í mér, en eins og ég segi var það ekki nógu spennandi til að taka því.“ Guðjón ræddi einnig við Bjarna Guðjónsson, þjálfara KR, sem fagnaði því eðlilega að hafa fengið einn feitasta bitann á markaðnum. „Ekki nokkur spurning. Þetta eru frábærar fréttir fyrir okkur KR-inga. Hann er ekki bara frábær fótboltamaður heldur frábær karakter. Það er mikið ánægjuefni fyrir okkur að fá hann,“ sagði Bjarni. „Pálmi er mjög góður leikmaður sem hefði getað verið lengur úti. Það voru vissulega lið hérna heima sem höfðu áhuag á honum. Mér fannst eftir fyrsta fund að hann myndi velja KR á endanum.“ KR-ingar eru einnig búnir að semja við danska varnarmanninn Rasmus Christiansen og þeir eru ekki hættir. „Við þurfum að styrkja okkur meira. Við erum búnir að ganga frá samningum við Rasmus háð ákveðnum skilyrðum. Við þurfum að styrkja okkur, en það er ennþá bara desember,“ sagði Bjarni Guðjónsson. Viðtölin við þá félaga má sjá hér að neðan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pálmi Rafn gerir þriggja ára samning við KR Húsvíkingurinn verður kynntur til leiks í Vesturbænum í dag. 4. desember 2014 15:53 Pálmi Rafn búinn að semja við KR Húsvíkingurinn Pálmi Rafn Pálmason er orðinn leikmaður KR. Hann skrifaði nú síðdegis undir þriggja ára samning við Vesturbæjarfélagið. 4. desember 2014 17:11 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Sjá meira
Pálmi Rafn gerir þriggja ára samning við KR Húsvíkingurinn verður kynntur til leiks í Vesturbænum í dag. 4. desember 2014 15:53
Pálmi Rafn búinn að semja við KR Húsvíkingurinn Pálmi Rafn Pálmason er orðinn leikmaður KR. Hann skrifaði nú síðdegis undir þriggja ára samning við Vesturbæjarfélagið. 4. desember 2014 17:11