Forsala byrjaði fyrir helgi á The Color Run sem verður þann 6. júní 2015 og er greinilega mikill áhugi hjá íslendingum fyrir þessum litríka viðburði.
Uppselt er í forsölu og tók það aðeins 4 daga. Davíð Lúther Sigurðarson einn af forsvarsmönnum hlaupsins er ánægður með viðtökurnar og viðurkennir að vera svolítið gáttaður á áhuganum svona í desember.
„Það hefur komið í ljós að þetta er heitasta jólagjöfin þetta árið,“ segir Davíð Lúther.
„Mörg fyrirtæki og hópar hafa verið að setja sig í samband og er þá verið að gefa miðana sem jólagjöf, enda virkilega góð gjöf og er The Color Run hamingjusamasta 5 km hlaup í heimi.“
Það er ljóst að það verður margmenni í hlaupinu þann 6. júní. Miðasalan heldur áfram á midi.is þar sem er einnig hægt að versla skemmtilegan varning sem tengist hlaupinu, eins og Tutu Pils, Sólgleraugu og auka litir til að dreifa yfir sig og aðra.
Uppselt í forsölu á litahlaupinu
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið

Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar
Viðskipti innlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent

Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út
Viðskipti innlent

Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera
Viðskipti erlent




Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi
Viðskipti erlent

Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu
Atvinnulíf
