Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Stjarnan 26-23 | 17 mörk Egils dugðu skammt Guðmundur Marinó Ingvarsson í Vodafone-höllinni skrifar 4. desember 2014 14:19 Kári var sterkur í kvöld. vísir/ernir Valur lagði Stjörnuna 26-23 í Olís deild karla í handbolta í kvöld þrátt fyrir að 17 mörk Egils Magnússonar fyrir Stjörnuna. Valur var 13-12 yfir í hálfleik. Fyrri hálfleikur var í járnum í Vodafone höllinni í kvöld og geta Valsmenn þakkað markverði sínum Stephen Nielsen fyrir að hafa verið yfir í hálfleik því hann varði fjölda dauðafæra. Stjarnan lék betur í fyrri hálfleik en sóknarleikur Vals gegn uppstilltri vörn á teig var ekki til útflutnings. Stjarnan lék góða vörn en Egill Magnússon hélt sóknarleik liðsins á floti. Valur réð ekkert við skyttuna ungu sem gat nánast skorað að vild þrátt fyrir að liðið skorti áþreifanlega leikstjórnanda. Valur býr yfir miklum styrk í Kára Kristjáni Kristjánssyni á línunni því ef hann fékk boltann í hendurnar þá skoraði hann undantekninga lítið eða fiskaði vítakast. Breiddin er mun meiri hjá Val en markverðir beggja liða vörðu vel í leiknum en sá megin munur á markvörslunni var að Valur náði boltanum jafna aftur þegar að Sigurður Ingiberg Ólafsson varði frá sínum gömlu félögum. Segja má að markvarsla Nielsen í dauðafærum, ekki síst í fyrri hálfleik og fráköstin hafi komið í veg fyrir að Egill Magnússon hefði lagt Val nánast einn síns liðs. Enginn annar leikmaður Stjörnunnar skoraði meira en eitt mark en Þórir Ólafsson lék ekki með liðinu vegna meiðsla. Stephen Nielsen: Fannst ég hundlélegur„Stjarnan er með gott lið og við vissum að þetta yrði erfiður leikur,“ sagði Stephen Nielsen markvörður Vals sem var ekki sammála blaðamanni með að hann hafi átt góðan leik í kvöld. „Mér fannst ég hundlélegur. Það voru mörg skot sem ég á að verja sem fóru inn. Skot sem ég ver venjulega. En það er gott að vinna þegar manni finnst maður ekki leika vel. „Liðið komst ekki í efsta gír í leiknum vegna þess að Stjarnan lék vel. „Egill lék frábærlega í kvöld. Skoraði 17 mörk. Ég þarf að vinna betur fyrir næstu leiki og standa mig betur. Liðið var að gera ágætlega á erfiðum degi en tvö stig eru tvö stig,“ sagði Nielsen en Valur er sem fyrr á toppi deildarinnar með 22 stig í 14 leikjum. „Stjarnan er með góða vörn og lék sinn leik í kvöld. Þeir náðu að brjóta mikið og gera okkur erfitt fyrir í sókninni.“ Egill: Fann ég var heiturvísir/ernir„Við klúðruðum dauðafærum, það er það sem fór með leikinn. Hann lokaði vel í dauðafærum,“ sagði Egill Magnússon, stórskyttan unga. „Ég fann að ég var heitur í byrjun og hélt áfram að skjóta og hélt áfram að hitta. Allt sem ég gerði virtist vera að virka þannig að ég hélt bara áfram. „Við erum búnir að sýna að við getum staðið í öllum liðum deildinni og spilað vel. Við getum gert öllum erfitt fyrir og tekið stig gegn sterkum liðum. Við getum unnið Val og hefðum átt að klára þetta. Við klúðrum allt of mörgum dauðafærum. „Vörnin er að verða betri og betri með hverjum leiknum. Markvarslan er líka betri í síðustu leikjum en hún var í byrjun,“ sagði Egill en Stjarnan náði ekki að nýta góða markvörslu sína í leiknum. „Það virtist allt falla með þeim í seinni hálfleik. Þeir fengu öll fráköst og þar vantaði herslumuninn. Eigum við ekki að kalla þetta meistara heppni hjá Val.“ Olís-deild karla Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Í beinni: Króatía - Danmörk | Verður Dagur heimsmeistari? Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Man. City | Stórleikur í London Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Króatía - Danmörk | Verður Dagur heimsmeistari? Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Sjá meira
Valur lagði Stjörnuna 26-23 í Olís deild karla í handbolta í kvöld þrátt fyrir að 17 mörk Egils Magnússonar fyrir Stjörnuna. Valur var 13-12 yfir í hálfleik. Fyrri hálfleikur var í járnum í Vodafone höllinni í kvöld og geta Valsmenn þakkað markverði sínum Stephen Nielsen fyrir að hafa verið yfir í hálfleik því hann varði fjölda dauðafæra. Stjarnan lék betur í fyrri hálfleik en sóknarleikur Vals gegn uppstilltri vörn á teig var ekki til útflutnings. Stjarnan lék góða vörn en Egill Magnússon hélt sóknarleik liðsins á floti. Valur réð ekkert við skyttuna ungu sem gat nánast skorað að vild þrátt fyrir að liðið skorti áþreifanlega leikstjórnanda. Valur býr yfir miklum styrk í Kára Kristjáni Kristjánssyni á línunni því ef hann fékk boltann í hendurnar þá skoraði hann undantekninga lítið eða fiskaði vítakast. Breiddin er mun meiri hjá Val en markverðir beggja liða vörðu vel í leiknum en sá megin munur á markvörslunni var að Valur náði boltanum jafna aftur þegar að Sigurður Ingiberg Ólafsson varði frá sínum gömlu félögum. Segja má að markvarsla Nielsen í dauðafærum, ekki síst í fyrri hálfleik og fráköstin hafi komið í veg fyrir að Egill Magnússon hefði lagt Val nánast einn síns liðs. Enginn annar leikmaður Stjörnunnar skoraði meira en eitt mark en Þórir Ólafsson lék ekki með liðinu vegna meiðsla. Stephen Nielsen: Fannst ég hundlélegur„Stjarnan er með gott lið og við vissum að þetta yrði erfiður leikur,“ sagði Stephen Nielsen markvörður Vals sem var ekki sammála blaðamanni með að hann hafi átt góðan leik í kvöld. „Mér fannst ég hundlélegur. Það voru mörg skot sem ég á að verja sem fóru inn. Skot sem ég ver venjulega. En það er gott að vinna þegar manni finnst maður ekki leika vel. „Liðið komst ekki í efsta gír í leiknum vegna þess að Stjarnan lék vel. „Egill lék frábærlega í kvöld. Skoraði 17 mörk. Ég þarf að vinna betur fyrir næstu leiki og standa mig betur. Liðið var að gera ágætlega á erfiðum degi en tvö stig eru tvö stig,“ sagði Nielsen en Valur er sem fyrr á toppi deildarinnar með 22 stig í 14 leikjum. „Stjarnan er með góða vörn og lék sinn leik í kvöld. Þeir náðu að brjóta mikið og gera okkur erfitt fyrir í sókninni.“ Egill: Fann ég var heiturvísir/ernir„Við klúðruðum dauðafærum, það er það sem fór með leikinn. Hann lokaði vel í dauðafærum,“ sagði Egill Magnússon, stórskyttan unga. „Ég fann að ég var heitur í byrjun og hélt áfram að skjóta og hélt áfram að hitta. Allt sem ég gerði virtist vera að virka þannig að ég hélt bara áfram. „Við erum búnir að sýna að við getum staðið í öllum liðum deildinni og spilað vel. Við getum gert öllum erfitt fyrir og tekið stig gegn sterkum liðum. Við getum unnið Val og hefðum átt að klára þetta. Við klúðrum allt of mörgum dauðafærum. „Vörnin er að verða betri og betri með hverjum leiknum. Markvarslan er líka betri í síðustu leikjum en hún var í byrjun,“ sagði Egill en Stjarnan náði ekki að nýta góða markvörslu sína í leiknum. „Það virtist allt falla með þeim í seinni hálfleik. Þeir fengu öll fráköst og þar vantaði herslumuninn. Eigum við ekki að kalla þetta meistara heppni hjá Val.“
Olís-deild karla Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Í beinni: Króatía - Danmörk | Verður Dagur heimsmeistari? Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Man. City | Stórleikur í London Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Króatía - Danmörk | Verður Dagur heimsmeistari? Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Sjá meira