Innlent

Borgarbúum gengið vel í snjónum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Höfuðborgarsvæðið er klætt hvítum lit í dag.
Höfuðborgarsvæðið er klætt hvítum lit í dag. Vísir/GVA
Borgarbúar vöknuðu upp við fyrsta almennilega snjódaginn í Reykjavík í morgun. Akureyringar og nærsveitungar hafa notið snjósins síðan á mánudag.

Engin umferðarslys hafa verið tilkynnt til lögreglu það sem af er degi að því er segir í tilkynningu frá lögreglu. Nokkuð snjóþungt er á höfuðborgarsvæðinu og margir mættu seinna til vinnu í morgun en alla jafna vegna hægrar umferðar sökum snjósins.

Áttu skemmtilegar myndir úr snjónum í dag? Sendu okkur á ritstjorn@visir.is

Horfur á landinu næstu daga

Suðvestlæg eða breytileg átt 3-8 m/s. Él í flestum landshlutum. Norðlægari seint í kvöld og rofar til um landið S-vert. Frost víða 0 til 5 stig, en kólnar sums staðar meira í kvöld.

Gengur í suðaustan 10-18 m/s síðdegis á morgun með slyddu eða snjókomu, en síðar rigningu við sjóinn og hlýnar um tíma. Hægari vindur og úrkomulaust á N- og A-landi, léttir smám saman til og áfram kalt þar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×