Verðsamráðsmálið: Telur að ekki hafi verið lagaskilyrði fyrir lögreglurannsókn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. desember 2014 11:11 Frávísunarkrafan er byggð á því að Samkeppniseftirlitið kærði manninn ekki til lögreglu í kjölfar rannsóknar eftirlitsins á meintu verðsamráði fyrirtækjanna. Fyrirtaka var í verðsamráðsmáli sérstaks saksóknara á hendur þrettán starfsmönnum Byko, Húsasmiðjunnar og Úlfsins í dag í Héraðsdómi Reykjaness. Verjandi eins mannanna fór fram á það fyrir héraðsdómi að ákæru á hendur skjólstæðingi sínum yrði vísað frá. Maðurinn er ákærður fyrir að hafa tekið þátt í verðsamráði verslananna til að koma í veg fyrir að þær ættu í samkeppni. Hann var um tvítugt þegar meint brot hans áttu sér stað og starfaði sem sölumaður í einni af verslununum. Er hann ákærður fyrir að hafa athugað verð samkeppnisaðila í símtali við einn af starfsmönnum þeirrar verslunar. Upplýsti maðurinn svo yfirmann sinn um verðin í tölvupósti. Frávísunarkrafan er byggð á því að Samkeppniseftirlitið kærði manninn ekki til lögreglu í kjölfar rannsóknar eftirlitsins á meintu verðsamráði fyrirtækjanna. Því hafi ekki verið lagaskilyrði fyrir því að hefja sakamálarannsókn þar sem þau brot sem manninum er gefið að sök hafi aðeins getað sætt lögreglurannsókn að undangenginni kæru Samkeppniseftirlitsins. Verjandi mannsins sagði að með því að kæra hann ekki hefði eftirlitið bundið hendur lögreglu. Lögreglu hefði ekki verið heimilt að hefja sakamálarannsókn vegna þessa. Verjandinn sagði að svo virtist sem að Samkeppniseftirlitið hefði ekki talið að maðurinn hefði gerst sekur um brot á samkeppnislögum, eða í öllu falli að í samræmi við alvarleika brotsins hafi ekki verið ástæða til þess að kæra hann til lögreglu. Þessu hafnaði ákæruvaldið og sagði að ekki þyrfti sérstaklega að nafngreina einstakling í skriflegri kæru Samkeppniseftirlitsins til lögreglu. Þá hefði lögregla heimild til þess samkvæmt sakamálalögum að hefja rannsókn að eigin frumkvæði þegar grunur vaknar um refsiverða háttsemi eða ný gögn koma fram í málum. Það sé því ekki undir sérhæfðu stjórnvaldi komið, eins og Samkeppniseftirlitinu, að ákveða hvort mál er rannsakað eða ekki, heldur liggur sú ákvörðun hjá lögreglu. Tengdar fréttir Húsasmiðjan undirritar sátt við Samkeppniseftirlitið Fyrrverandi eigendur Húsasmiðjunnar hafa undirritað sátt við Samkeppniseftirlitið hvað varðar rannsókn á meintu samráði á árunum 2008 til 2011. 10. júlí 2014 18:04 Fyrri rekstraraðili Húsasmiðjunnar greiðir 325 milljóna sekt Rannsókn Samkeppniseftirlitsins á brotum Húsasmiðjunnar er lokið með sátt. Fyrri rekstraraðili Húsasmiðjunnar, Holtavegur 10 ehf., viðurkennir brot og greiðir 325 milljónir kr. í sekt. 11. júlí 2014 11:44 Verðsamráðsmálið: „Við erum að blæða báðir tveir“ "Frá og með bara sko morgundeginum. Þá mun ég ýta öllu upp. Öllu. Alveg sama hvað það er og það verður. Ég mun handstýra allri tilboðsgerð núna í heilan mánuð til að, af því sko....“ 19. maí 2014 12:06 Segir landsmenn hafa tapað á verðsamráði Landsmenn töpuðu á samkeppnislagabrotum Húsasmiðjunnar og Byko og borga nú sektina fyrir það sem aðaleigendur Landsbankans, segir í fréttatilkynningu frá Múrbúðinni. 11. júlí 2014 14:35 Verðsamráðsmálið tekið fyrir í febrúar Aðeins einu sinni áður hefur verið höfðað refsimál á hendur einstaklingum hér á landi. Þá voru forstjórar Olís, Skeljungs og Esso sakaðir um verðsamráð. 20. nóvember 2014 12:22 Telur samráðið eiga sér lengri sögu Samkeppnishamlandi verðþrýstingur byggingarvörufyrirtækjanna Byko og Húsasmiðjunnar neyddi Baldur Björnsson til að loka grófvörudeild Múrbúðarinnar. „Við vorum bara tæklaðir,“ segir Baldur. 21. maí 2014 08:50 Mest lesið Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Sjá meira
Fyrirtaka var í verðsamráðsmáli sérstaks saksóknara á hendur þrettán starfsmönnum Byko, Húsasmiðjunnar og Úlfsins í dag í Héraðsdómi Reykjaness. Verjandi eins mannanna fór fram á það fyrir héraðsdómi að ákæru á hendur skjólstæðingi sínum yrði vísað frá. Maðurinn er ákærður fyrir að hafa tekið þátt í verðsamráði verslananna til að koma í veg fyrir að þær ættu í samkeppni. Hann var um tvítugt þegar meint brot hans áttu sér stað og starfaði sem sölumaður í einni af verslununum. Er hann ákærður fyrir að hafa athugað verð samkeppnisaðila í símtali við einn af starfsmönnum þeirrar verslunar. Upplýsti maðurinn svo yfirmann sinn um verðin í tölvupósti. Frávísunarkrafan er byggð á því að Samkeppniseftirlitið kærði manninn ekki til lögreglu í kjölfar rannsóknar eftirlitsins á meintu verðsamráði fyrirtækjanna. Því hafi ekki verið lagaskilyrði fyrir því að hefja sakamálarannsókn þar sem þau brot sem manninum er gefið að sök hafi aðeins getað sætt lögreglurannsókn að undangenginni kæru Samkeppniseftirlitsins. Verjandi mannsins sagði að með því að kæra hann ekki hefði eftirlitið bundið hendur lögreglu. Lögreglu hefði ekki verið heimilt að hefja sakamálarannsókn vegna þessa. Verjandinn sagði að svo virtist sem að Samkeppniseftirlitið hefði ekki talið að maðurinn hefði gerst sekur um brot á samkeppnislögum, eða í öllu falli að í samræmi við alvarleika brotsins hafi ekki verið ástæða til þess að kæra hann til lögreglu. Þessu hafnaði ákæruvaldið og sagði að ekki þyrfti sérstaklega að nafngreina einstakling í skriflegri kæru Samkeppniseftirlitsins til lögreglu. Þá hefði lögregla heimild til þess samkvæmt sakamálalögum að hefja rannsókn að eigin frumkvæði þegar grunur vaknar um refsiverða háttsemi eða ný gögn koma fram í málum. Það sé því ekki undir sérhæfðu stjórnvaldi komið, eins og Samkeppniseftirlitinu, að ákveða hvort mál er rannsakað eða ekki, heldur liggur sú ákvörðun hjá lögreglu.
Tengdar fréttir Húsasmiðjan undirritar sátt við Samkeppniseftirlitið Fyrrverandi eigendur Húsasmiðjunnar hafa undirritað sátt við Samkeppniseftirlitið hvað varðar rannsókn á meintu samráði á árunum 2008 til 2011. 10. júlí 2014 18:04 Fyrri rekstraraðili Húsasmiðjunnar greiðir 325 milljóna sekt Rannsókn Samkeppniseftirlitsins á brotum Húsasmiðjunnar er lokið með sátt. Fyrri rekstraraðili Húsasmiðjunnar, Holtavegur 10 ehf., viðurkennir brot og greiðir 325 milljónir kr. í sekt. 11. júlí 2014 11:44 Verðsamráðsmálið: „Við erum að blæða báðir tveir“ "Frá og með bara sko morgundeginum. Þá mun ég ýta öllu upp. Öllu. Alveg sama hvað það er og það verður. Ég mun handstýra allri tilboðsgerð núna í heilan mánuð til að, af því sko....“ 19. maí 2014 12:06 Segir landsmenn hafa tapað á verðsamráði Landsmenn töpuðu á samkeppnislagabrotum Húsasmiðjunnar og Byko og borga nú sektina fyrir það sem aðaleigendur Landsbankans, segir í fréttatilkynningu frá Múrbúðinni. 11. júlí 2014 14:35 Verðsamráðsmálið tekið fyrir í febrúar Aðeins einu sinni áður hefur verið höfðað refsimál á hendur einstaklingum hér á landi. Þá voru forstjórar Olís, Skeljungs og Esso sakaðir um verðsamráð. 20. nóvember 2014 12:22 Telur samráðið eiga sér lengri sögu Samkeppnishamlandi verðþrýstingur byggingarvörufyrirtækjanna Byko og Húsasmiðjunnar neyddi Baldur Björnsson til að loka grófvörudeild Múrbúðarinnar. „Við vorum bara tæklaðir,“ segir Baldur. 21. maí 2014 08:50 Mest lesið Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Sjá meira
Húsasmiðjan undirritar sátt við Samkeppniseftirlitið Fyrrverandi eigendur Húsasmiðjunnar hafa undirritað sátt við Samkeppniseftirlitið hvað varðar rannsókn á meintu samráði á árunum 2008 til 2011. 10. júlí 2014 18:04
Fyrri rekstraraðili Húsasmiðjunnar greiðir 325 milljóna sekt Rannsókn Samkeppniseftirlitsins á brotum Húsasmiðjunnar er lokið með sátt. Fyrri rekstraraðili Húsasmiðjunnar, Holtavegur 10 ehf., viðurkennir brot og greiðir 325 milljónir kr. í sekt. 11. júlí 2014 11:44
Verðsamráðsmálið: „Við erum að blæða báðir tveir“ "Frá og með bara sko morgundeginum. Þá mun ég ýta öllu upp. Öllu. Alveg sama hvað það er og það verður. Ég mun handstýra allri tilboðsgerð núna í heilan mánuð til að, af því sko....“ 19. maí 2014 12:06
Segir landsmenn hafa tapað á verðsamráði Landsmenn töpuðu á samkeppnislagabrotum Húsasmiðjunnar og Byko og borga nú sektina fyrir það sem aðaleigendur Landsbankans, segir í fréttatilkynningu frá Múrbúðinni. 11. júlí 2014 14:35
Verðsamráðsmálið tekið fyrir í febrúar Aðeins einu sinni áður hefur verið höfðað refsimál á hendur einstaklingum hér á landi. Þá voru forstjórar Olís, Skeljungs og Esso sakaðir um verðsamráð. 20. nóvember 2014 12:22
Telur samráðið eiga sér lengri sögu Samkeppnishamlandi verðþrýstingur byggingarvörufyrirtækjanna Byko og Húsasmiðjunnar neyddi Baldur Björnsson til að loka grófvörudeild Múrbúðarinnar. „Við vorum bara tæklaðir,“ segir Baldur. 21. maí 2014 08:50