Erlent

Geimskoti frestað til morguns

Samúel Karl Ólason skrifar
Orion er ætlað að flytja fólk um langar vegalengdir.
Orion er ætlað að flytja fólk um langar vegalengdir. Vísir/AFP
Hið nýja geimfar Orion þarf að bíða á skotpalli þar til á morgun. NASA hefur þróað farið til að flytja menn um langar vegalengdir í geimnum og þar með talið til Mars og smástirna í sólkerfi okkar. Farinu verður skotið á loft frá Flórída og mun fara tæpa sex þúsund kílómetra í kring um jörðina áður en það lendir í kyrrahafinu.

Upprunalega stóð til að skjóta Orion á loft klukkan 12:05 að íslenskum tíma á fimmtudaginn. Skotinu hefur þó verið frestað þrívegis núna. Skotglugginn er opinn til rúmlega hálf þrjú í dag. Nú síðast varð bilun í eldsneytisloka og tókst ekki að laga það áður en skotglugginn lokaðist.



Orion mun fara tvisvar sinnum umhverfis jörðina áður en farið lendir í Kyrrahafinu. Ferðin mun taka um fjóran og hálfan tíma.Mynd/NASA
„Orion er könnunarfar NASA, og með SLS flauginni, mun það gera okkur kleift að kanna sólkerfið,“ segir Mark Geyer, yfirmaður verkefnisins, á heimasíðu NASA.

Hér má sjá frekari upplýsingar um geimfarið og þróun þess.

Tilraunaflugið mun gera NASA kleift að hanna nýja eldflaug sem ætlað er að skjóta Orion á loft og flytja farið á ferð um tunglið. Eftir það er áætlað að senda menn lengra en í sporbraut um jörðu í fyrsta sinn í rúmlega 40 ár.

Þessar ferðir munu leggja jarðveginn fyrir mannaðar geimferðir til smástirna og Mars. Á heimasíðu NASA má sjá frekari upplýsingar um ætlanir stofnunarinnar um mannaðar ferðir til Mars.


Broadcast live streaming video on Ustream



Fleiri fréttir

Sjá meira


×