Enski boltinn

Stjóri Bolton: Eiður nálægt því að semja | Með um helgina?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Neil Lennon, stjóri Bolton, segir að það sé nánast frágengið að Eiður Smári Guðjohnsen spili með Bolton í ensku B-deildinni í vetur.

Þetta sagði hann á blaðamannafundi í dag. „Eiður er nálægt því að skrifa undir. Nú þegar Mark Davies er fjarverandi og Chungy [Chung-Yong Lee] líklega frá í janúar töldum við að það væri þörf fyrir hans krafta,“ sagði Lennon.

Marc Iles, blaðamaður á Bolton News, sagði á Twitter-síðu sinni í morgun að Lennon sé jafnvel vongóður um að Eiður Smári verði gjaldgengur í liðið fyrir leik þess gegn Reading um helgina.

Annar sóknarmaður, Emile Heskey, hefur einnig verið að æfa með liðinu síðustu daga. „Emile er leikmaður sem við þekkjum mjög vel. Við munum skoða hann og taka ákvörðun,“ sagði hann.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×