Erlent

Marsflaugin fer í sitt fyrsta reynsluflug

Orion geimfarið mun vonandi ferja fyrstu mennina til Mars, þegar fram líða stundir.
Orion geimfarið mun vonandi ferja fyrstu mennina til Mars, þegar fram líða stundir. Vísir/AFP
Geimskipið Orion, sem hannað er til þess að koma mönnum til plánetunnar Mars, fer í sitt fyrsta reynsluflug í hádeginu í dag. Það er NASA sem heldur úti verkefninu í samvinnu við flugvélaframleiðandann Lockheed Martin.

Engir menn verða þó um borð í þessu fyrsta reynsluflugi en farinu verður komið í tæplega fjögur þúsund mílna hæð áður en það fer aftur inn í andrúmsloft jarðar á ofsahraða. Gangi allt að óskum mun Orion síðan lenda mjúklega í fallhlífum í Kyrrahafinu.

Gangi verkefnið vel er vonast til að hægt verði að senda fyrstu geimfarana til Mars einhverntíma á fjórða áratug þessarar aldar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×