Uppgjör í undirheimum: Ákærður fyrir hrottalega líkamsárás á Skeljagrandabróður Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. desember 2014 11:12 Frá vettvangi árásarinnar í Ystaseli. Vísir/Daníel Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Daníel Rafni Guðmundssyni fyrir stórfellda líkamsárás á Stefán Loga Sívarsson í Ystaseli þann 17. maí í fyrra. Daníel er ákærður fyrir að hafa slegið og sparkað ítrekað í höfuð Stefáns og líkama. Notaði hann meðal annars til þess hafnaboltakylfu og hnúajárn. Stefán rifbeinsbrotnaði, nefbrotnaði og kinnbeinsbrotnaði í árásinni. Þá missti hann fjórar framtennur í efri gómi. Að auki skarst hann illa í andliti, meðal annars í vör og á enni. Stefán fer fram á 5 milljónir króna í miskabætur auk 2 milljóna skaðabótagreiðslu vegna tannlæknakostnaðar.Töldu að Stefán væri látinnMálið vakti mikla athygli á sínum tíma og töldu íbúar í götunni sem komu að Stefáni eftir árásina að hann væri látinn. Íbúunum var mjög brugðið enda átti árásin sér stað um hábjartan dag og voru börn meðal annars vitni að henni. Hópur manna hafði komið á nokkrum bílum að húsi við Ystasel til að jafna með einhverjum hætti sakir við fólk sem var þar innandyra. Flestir biðu úti í bíl á meðan aðrir fóru inn. Inni kom til átaka á milli manna sem bárust svo út á götu þar sem gengið var hrottalega í skrokk á Stefáni Loga, en hann var einn aðkomumannanna. Tildrög málsins voru þau að stúlka sem var á staðnum hafði nokkrum dögum áður greint frá því að einn aðkomumannanna hefði byrlað sér ólyfjan í partýi og nauðgað sér. Það var þó ekki sá sem varð fyrir árásinni. Við þetta var sá sem stúlkan sakaði um nauðgun afar ósáttur og fékk hóp manna með sér í Ystasel til að útkljá málið. Fréttablaðið greindi frá því á sínum tíma að allt væri á suðupunkti í undirheimunum vegna árásarinnar. Hermt var að hópur manna sem tengdist Stefáni hefði vígbúist og hygði á hefndir en lögreglan sagðist ekki sérstakan viðbúnað vegna þess. Ákærði í málinu, Daníel Rafn, hlaut 2 og hálfs árs dóm í héraði árið 2010 fyrir stórfellda líkamsárás. Hæstiréttur sneri þeim þó við árið 2011 og sýknaði Daníel. Þá er sá sem fyrir árásinni varð, Stefán Logi, margdæmdur ofbeldismaður. Hann hlaut til að mynda 6 ára fangelsisdóm í febrúar síðastliðnum í Stokkseyrarmálinu svokallaða. Uppfært kl. 15: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var greint frá því að Daníel hefði verið dæmdur í 2 og hálfs árs fangelsi en þá láðist að greina frá því að hann var sýknaður í Hæstarétti. Það hefur nú verið leiðrétt. Tengdar fréttir Taldi manninn látinn Íbúi í Ystaseli í Breiðholti sem kom að manninum sem þar var misþyrmt hrottalega í gær segist í fyrstu hafa talið að hann væri látinn. 18. maí 2013 18:59 Ekki sérstakur viðbúnaður hjá lögreglu „Við vitum af þessum orðrómi og öðru slíku en það er enginn sérstakur viðbúnaður,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, spurður hvort lögreglan væri með sérstakan viðbúnað vegna meintra hótana og vopnasöfnunar aðila sem tengjast líkamsárásinni í Ystaseli. 24. maí 2013 06:00 Undirheimar nötra eftir Ystaselsárásina Yfirlögregluþjónn segir almenning ekki þurfa að hafa áhyggjur af mögulegum eftirmálum líkamsárásar í Ystaseli. Dæmdir ofbeldismenn sem málinu tengjast ganga lausir. Fullyrt er að vinir árásarþolans hafi vopnbúist og hyggi á hefndir. 21. maí 2013 10:15 Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Daníel Rafni Guðmundssyni fyrir stórfellda líkamsárás á Stefán Loga Sívarsson í Ystaseli þann 17. maí í fyrra. Daníel er ákærður fyrir að hafa slegið og sparkað ítrekað í höfuð Stefáns og líkama. Notaði hann meðal annars til þess hafnaboltakylfu og hnúajárn. Stefán rifbeinsbrotnaði, nefbrotnaði og kinnbeinsbrotnaði í árásinni. Þá missti hann fjórar framtennur í efri gómi. Að auki skarst hann illa í andliti, meðal annars í vör og á enni. Stefán fer fram á 5 milljónir króna í miskabætur auk 2 milljóna skaðabótagreiðslu vegna tannlæknakostnaðar.Töldu að Stefán væri látinnMálið vakti mikla athygli á sínum tíma og töldu íbúar í götunni sem komu að Stefáni eftir árásina að hann væri látinn. Íbúunum var mjög brugðið enda átti árásin sér stað um hábjartan dag og voru börn meðal annars vitni að henni. Hópur manna hafði komið á nokkrum bílum að húsi við Ystasel til að jafna með einhverjum hætti sakir við fólk sem var þar innandyra. Flestir biðu úti í bíl á meðan aðrir fóru inn. Inni kom til átaka á milli manna sem bárust svo út á götu þar sem gengið var hrottalega í skrokk á Stefáni Loga, en hann var einn aðkomumannanna. Tildrög málsins voru þau að stúlka sem var á staðnum hafði nokkrum dögum áður greint frá því að einn aðkomumannanna hefði byrlað sér ólyfjan í partýi og nauðgað sér. Það var þó ekki sá sem varð fyrir árásinni. Við þetta var sá sem stúlkan sakaði um nauðgun afar ósáttur og fékk hóp manna með sér í Ystasel til að útkljá málið. Fréttablaðið greindi frá því á sínum tíma að allt væri á suðupunkti í undirheimunum vegna árásarinnar. Hermt var að hópur manna sem tengdist Stefáni hefði vígbúist og hygði á hefndir en lögreglan sagðist ekki sérstakan viðbúnað vegna þess. Ákærði í málinu, Daníel Rafn, hlaut 2 og hálfs árs dóm í héraði árið 2010 fyrir stórfellda líkamsárás. Hæstiréttur sneri þeim þó við árið 2011 og sýknaði Daníel. Þá er sá sem fyrir árásinni varð, Stefán Logi, margdæmdur ofbeldismaður. Hann hlaut til að mynda 6 ára fangelsisdóm í febrúar síðastliðnum í Stokkseyrarmálinu svokallaða. Uppfært kl. 15: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var greint frá því að Daníel hefði verið dæmdur í 2 og hálfs árs fangelsi en þá láðist að greina frá því að hann var sýknaður í Hæstarétti. Það hefur nú verið leiðrétt.
Tengdar fréttir Taldi manninn látinn Íbúi í Ystaseli í Breiðholti sem kom að manninum sem þar var misþyrmt hrottalega í gær segist í fyrstu hafa talið að hann væri látinn. 18. maí 2013 18:59 Ekki sérstakur viðbúnaður hjá lögreglu „Við vitum af þessum orðrómi og öðru slíku en það er enginn sérstakur viðbúnaður,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, spurður hvort lögreglan væri með sérstakan viðbúnað vegna meintra hótana og vopnasöfnunar aðila sem tengjast líkamsárásinni í Ystaseli. 24. maí 2013 06:00 Undirheimar nötra eftir Ystaselsárásina Yfirlögregluþjónn segir almenning ekki þurfa að hafa áhyggjur af mögulegum eftirmálum líkamsárásar í Ystaseli. Dæmdir ofbeldismenn sem málinu tengjast ganga lausir. Fullyrt er að vinir árásarþolans hafi vopnbúist og hyggi á hefndir. 21. maí 2013 10:15 Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Sjá meira
Taldi manninn látinn Íbúi í Ystaseli í Breiðholti sem kom að manninum sem þar var misþyrmt hrottalega í gær segist í fyrstu hafa talið að hann væri látinn. 18. maí 2013 18:59
Ekki sérstakur viðbúnaður hjá lögreglu „Við vitum af þessum orðrómi og öðru slíku en það er enginn sérstakur viðbúnaður,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, spurður hvort lögreglan væri með sérstakan viðbúnað vegna meintra hótana og vopnasöfnunar aðila sem tengjast líkamsárásinni í Ystaseli. 24. maí 2013 06:00
Undirheimar nötra eftir Ystaselsárásina Yfirlögregluþjónn segir almenning ekki þurfa að hafa áhyggjur af mögulegum eftirmálum líkamsárásar í Ystaseli. Dæmdir ofbeldismenn sem málinu tengjast ganga lausir. Fullyrt er að vinir árásarþolans hafi vopnbúist og hyggi á hefndir. 21. maí 2013 10:15