Enn eitt áfallið fyrir HM: Engar sjónvarpsútsendingar í Þýskalandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. desember 2014 13:46 Vísir/Getty Nú er ljóst að HM í handbolta sem fer fram í Katar í næsta mánuði verður ekki sýnt á þýsku ríkisstöðvunum tveimur, ARD og ZDF. Ljóst er að um gríðarlegt áfall er að ræða fyrir þýska handknattleikssambandið. Þetta var tilkynnt í dag en engin önnur þýsk sjónvarpsstöð hefur boðið í sýningarréttinn. Að öllu óbreyttu verður því ekki sýnt frá keppninni í þýsku sjónvarpi. Forráðamenn þýsku ríkisstöðvanna sögðu í yfirlýsingunni að þær hefðu lagt fram boð í réttinn strax í ágúst síðastliðnum. En þær fengu ekki svar fyrr en í gær og í því hafi verið ljóst að það væri ekki frekari grundvöllur til viðræðna á milli aðilanna. Þeir segja að þar sem að fullnægjandi svör hafi ekki borist í tæka tíð er ljóst að hætta verður við allt saman að hálfu stöðvanna. Ekki sé hægt að bíða lengur með að ljúka við dagskrá janúarmánaðar á stöðvunum og þá sé tíminn orðinn of naumur til að standa að og skipuleggja beinar útsendingar frá leikjunum í Katar. Þýskir fjölmiðlar segja að engin af stóru sjónvarpsstöðvunum í Þýskalandi geti komið því í kring með svo stuttum fyrirvara að sýna frá mótinu. Það sé hins vegar á færi minni aðila en að rétturinn sé allt of dýr fyrir þá. Útlitið er því dökkt fyrir handboltaáhugamenn í Þýskalandi en þýska handknattleikssambandið mun gera allt sem í þeirra valdi stendur til að málið fái farsæla lausn. „Þetta felur ekki í sér neinn fjárhagslegan skaða en þetta er skaði fyrir íþróttina sjálfa,“ sagði Bernhard Bauer, forseti þýska handknattleikssambandsins. Einnig var rætt við forráðamenn þýsku úrvalsdeildarinnar sem segja að afleiðingar þessa séu miklar fyrir markaðsvirði íþróttarinnar og þar með deildarinnar sjálfrar. Þetta er enn eitt hneykslismálið sem kemur upp í tengslum við HM í Katar. Þýskaland féll úr leik í undankeppni mótsins en var hleypt inn á kostnað Ástralíu. Þá var Íslandi og Sádí-Arabíu nýlega boðin þátttaka eftir að Barein og Sameinuðu arabísku furstadæmin drógu lið sín úr keppni. Sjónvarpsstöðin beIn Sports er rétthafi HM í handbolta en stöðin er dótturfyrirtæki sjónvarpsrisans Al Jazeera, sem er í eigu hinna vellauðug Al Thani-fjölskyldunnar sem fara með með völdin í Katar. Handbolti Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira
Nú er ljóst að HM í handbolta sem fer fram í Katar í næsta mánuði verður ekki sýnt á þýsku ríkisstöðvunum tveimur, ARD og ZDF. Ljóst er að um gríðarlegt áfall er að ræða fyrir þýska handknattleikssambandið. Þetta var tilkynnt í dag en engin önnur þýsk sjónvarpsstöð hefur boðið í sýningarréttinn. Að öllu óbreyttu verður því ekki sýnt frá keppninni í þýsku sjónvarpi. Forráðamenn þýsku ríkisstöðvanna sögðu í yfirlýsingunni að þær hefðu lagt fram boð í réttinn strax í ágúst síðastliðnum. En þær fengu ekki svar fyrr en í gær og í því hafi verið ljóst að það væri ekki frekari grundvöllur til viðræðna á milli aðilanna. Þeir segja að þar sem að fullnægjandi svör hafi ekki borist í tæka tíð er ljóst að hætta verður við allt saman að hálfu stöðvanna. Ekki sé hægt að bíða lengur með að ljúka við dagskrá janúarmánaðar á stöðvunum og þá sé tíminn orðinn of naumur til að standa að og skipuleggja beinar útsendingar frá leikjunum í Katar. Þýskir fjölmiðlar segja að engin af stóru sjónvarpsstöðvunum í Þýskalandi geti komið því í kring með svo stuttum fyrirvara að sýna frá mótinu. Það sé hins vegar á færi minni aðila en að rétturinn sé allt of dýr fyrir þá. Útlitið er því dökkt fyrir handboltaáhugamenn í Þýskalandi en þýska handknattleikssambandið mun gera allt sem í þeirra valdi stendur til að málið fái farsæla lausn. „Þetta felur ekki í sér neinn fjárhagslegan skaða en þetta er skaði fyrir íþróttina sjálfa,“ sagði Bernhard Bauer, forseti þýska handknattleikssambandsins. Einnig var rætt við forráðamenn þýsku úrvalsdeildarinnar sem segja að afleiðingar þessa séu miklar fyrir markaðsvirði íþróttarinnar og þar með deildarinnar sjálfrar. Þetta er enn eitt hneykslismálið sem kemur upp í tengslum við HM í Katar. Þýskaland féll úr leik í undankeppni mótsins en var hleypt inn á kostnað Ástralíu. Þá var Íslandi og Sádí-Arabíu nýlega boðin þátttaka eftir að Barein og Sameinuðu arabísku furstadæmin drógu lið sín úr keppni. Sjónvarpsstöðin beIn Sports er rétthafi HM í handbolta en stöðin er dótturfyrirtæki sjónvarpsrisans Al Jazeera, sem er í eigu hinna vellauðug Al Thani-fjölskyldunnar sem fara með með völdin í Katar.
Handbolti Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira