Beyoncé gaf engar eiginhandaráritanir en var mjög almennileg Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 2. desember 2014 11:13 Jay Z og Beyoncé. vísir/getty Stjörnuhjónin Jay Z og Beyoncé komu til Íslands í janúar árið 2008. Þau millilentu á Keflavíkurflugvelli sunnudagskvöldið 13. janúar og mætti Jay Z á barinn Paddy‘s í Keflavík klukkan 22.00 ásamt fylgdarliði. Um hálftíma síðar kom Beyoncé einnig á barinn samkvæmt frétt 24 stunda frá þessum tíma. „Þau fengu ágætis frið. Það kvisaðist út að þau væru hérna þannig að það var mun meira að gera en á venjulegu sunnudagskvöldi,“ sagði Jóhann Halldórsson, veitingamaður á Paddy‘s í samtali við 24 stundir. Jay Z og félagar hans sötruðu bjór og fengu sér vodkastaup á meðan þeir fylgdust með leik Dallas Cowboys og New York Giants í úrslitakeppni í bandarísku NFL deildinni. Beyoncé fékk sér hins vegar glas af 7-Up.Frétt 24 stunda um Beyoncé og Jay Z árið 2008.„Það mátti ekkert trufla Jay Z á meðan leikurinn var. Hann lifði sig rosalega inn í leikinn, öskrandi og æpandi," sagði Jóhann í samtali við 24 stundir. Hann var ekki á vakt en mætti á Paddy‘s þegar hann frétti að von væri á stórstjörnum. „Ég sleppti ekki þessu tækifæri að kíkja aðeins á drottninguna. Ég talaði við Beyoncé þegar hún kom inn og bað um að fá að taka myndir og svona með tveimur af eldri krökkunum mínum. Hún sagði að ég gæti komið með krakkana og svoleiðis en vildi engar myndatökur." Stjörnuhjónin gistu á Hótel Keflavík þessa einu nótt sína á Íslandi árið 2008. Samkvæmt frétt Víkufrétta um málið tóku þau alla fjórðu hæðina á leigu. Steinþór Jónsson, hótelstjóri Hótel Keflavíkur, sagði í samtali við Víkurfréttir á þessum tíma að Beyoncé hefði ekki verið með stjörnustæla. „Hún var afar geðþekk og elskuleg og ég kvaddi hana með gjöf frá listakonunni Guðlaugu Helgu Jónsdóttur, systur minni. Þetta var handgerður diskur með Íslandsmynd þannig að nú á Beoncé eitthvað til minningar um Ísland," sagði Steinþór. Í samtali við 24 stundir sagði hann að hún hafi verið almennileg. „Hún var flott eins og alltaf og klædd í flottan pels,“ sagði hann. „Hún heilsaði öllum og svona en gaf sér ekki tíma í að gefa eiginhandaráritanir eins og gestirnir báðu um. En hún var almennileg og vinkaði öllum.“ Tengdar fréttir Beyonce og Jay-Z á leið til Íslands? Ofurparið er sægt væntanlegt í næstu viku. 29. nóvember 2014 11:43 Beyoncé og Jay Z sögð mætt Einkaþota hjónanna lenti á Reykjavíkurflugvelli í kvöld. 1. desember 2014 22:14 Beyonce leigði hæð á Hótel Keflavík Söngdívan Beyonce gisti ásamt fylgdarliði á Hótel Keflavík í nótt, eftir að hafa millilent á Keflavíkurflugvelli á leið sinni vestur um haf. Poppstjarnan lætur sér ekki duga neitt slor og var öll fjórða hæð hótelsins bókuð undir hópinn. 14. janúar 2008 12:44 Svona var afmæli Jay Z í fyrra Borðaði vegan og hélt fjölskylduveislu í New York. Nú ku hann fagna á Íslandi. 2. desember 2014 10:45 Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Fleiri fréttir Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Sjá meira
Stjörnuhjónin Jay Z og Beyoncé komu til Íslands í janúar árið 2008. Þau millilentu á Keflavíkurflugvelli sunnudagskvöldið 13. janúar og mætti Jay Z á barinn Paddy‘s í Keflavík klukkan 22.00 ásamt fylgdarliði. Um hálftíma síðar kom Beyoncé einnig á barinn samkvæmt frétt 24 stunda frá þessum tíma. „Þau fengu ágætis frið. Það kvisaðist út að þau væru hérna þannig að það var mun meira að gera en á venjulegu sunnudagskvöldi,“ sagði Jóhann Halldórsson, veitingamaður á Paddy‘s í samtali við 24 stundir. Jay Z og félagar hans sötruðu bjór og fengu sér vodkastaup á meðan þeir fylgdust með leik Dallas Cowboys og New York Giants í úrslitakeppni í bandarísku NFL deildinni. Beyoncé fékk sér hins vegar glas af 7-Up.Frétt 24 stunda um Beyoncé og Jay Z árið 2008.„Það mátti ekkert trufla Jay Z á meðan leikurinn var. Hann lifði sig rosalega inn í leikinn, öskrandi og æpandi," sagði Jóhann í samtali við 24 stundir. Hann var ekki á vakt en mætti á Paddy‘s þegar hann frétti að von væri á stórstjörnum. „Ég sleppti ekki þessu tækifæri að kíkja aðeins á drottninguna. Ég talaði við Beyoncé þegar hún kom inn og bað um að fá að taka myndir og svona með tveimur af eldri krökkunum mínum. Hún sagði að ég gæti komið með krakkana og svoleiðis en vildi engar myndatökur." Stjörnuhjónin gistu á Hótel Keflavík þessa einu nótt sína á Íslandi árið 2008. Samkvæmt frétt Víkufrétta um málið tóku þau alla fjórðu hæðina á leigu. Steinþór Jónsson, hótelstjóri Hótel Keflavíkur, sagði í samtali við Víkurfréttir á þessum tíma að Beyoncé hefði ekki verið með stjörnustæla. „Hún var afar geðþekk og elskuleg og ég kvaddi hana með gjöf frá listakonunni Guðlaugu Helgu Jónsdóttur, systur minni. Þetta var handgerður diskur með Íslandsmynd þannig að nú á Beoncé eitthvað til minningar um Ísland," sagði Steinþór. Í samtali við 24 stundir sagði hann að hún hafi verið almennileg. „Hún var flott eins og alltaf og klædd í flottan pels,“ sagði hann. „Hún heilsaði öllum og svona en gaf sér ekki tíma í að gefa eiginhandaráritanir eins og gestirnir báðu um. En hún var almennileg og vinkaði öllum.“
Tengdar fréttir Beyonce og Jay-Z á leið til Íslands? Ofurparið er sægt væntanlegt í næstu viku. 29. nóvember 2014 11:43 Beyoncé og Jay Z sögð mætt Einkaþota hjónanna lenti á Reykjavíkurflugvelli í kvöld. 1. desember 2014 22:14 Beyonce leigði hæð á Hótel Keflavík Söngdívan Beyonce gisti ásamt fylgdarliði á Hótel Keflavík í nótt, eftir að hafa millilent á Keflavíkurflugvelli á leið sinni vestur um haf. Poppstjarnan lætur sér ekki duga neitt slor og var öll fjórða hæð hótelsins bókuð undir hópinn. 14. janúar 2008 12:44 Svona var afmæli Jay Z í fyrra Borðaði vegan og hélt fjölskylduveislu í New York. Nú ku hann fagna á Íslandi. 2. desember 2014 10:45 Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Fleiri fréttir Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Sjá meira
Beyonce og Jay-Z á leið til Íslands? Ofurparið er sægt væntanlegt í næstu viku. 29. nóvember 2014 11:43
Beyoncé og Jay Z sögð mætt Einkaþota hjónanna lenti á Reykjavíkurflugvelli í kvöld. 1. desember 2014 22:14
Beyonce leigði hæð á Hótel Keflavík Söngdívan Beyonce gisti ásamt fylgdarliði á Hótel Keflavík í nótt, eftir að hafa millilent á Keflavíkurflugvelli á leið sinni vestur um haf. Poppstjarnan lætur sér ekki duga neitt slor og var öll fjórða hæð hótelsins bókuð undir hópinn. 14. janúar 2008 12:44
Svona var afmæli Jay Z í fyrra Borðaði vegan og hélt fjölskylduveislu í New York. Nú ku hann fagna á Íslandi. 2. desember 2014 10:45