Lexus dregur á BMW og Benz í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 2. desember 2014 15:15 Lexus NX. Lexus bílar seljast vel í Bandaríkjunum og fyrirtækið stefnir í að selja fleiri bíla en upphafleg spá þess fyrir árið. Lexus hafði miðað við 290.000 bíla sölu en fer líklega yfir 300.000 bíla sölu. Lexus var söluhæsta lúxusbílamerkið í Bandaríkjunum öll árin frá 2000 til 2010. Nú er það hinsvegar BMW sem leiðir og Mercedes Benz er í öðru sæti. BMW hefur selt 267.200 bíla á fyrstu 10 mánuðum ársins, Mercedes Benz 261.800 bíla og Lexus 244.000 bíla. Með góðri sölu ársins hefur Lexus dregið á þýsku bílasmiðina og ætlar Lexus að ná aftur titlinum stærsti lúxusbílasalinn, hvort sem það verður á næsta ári eða þarnæsta. Tilkoma nýja NX-jepplingsins gæti hjálpað mikið uppá á næsta ári, sem og RC coupe bíll Lexus. Með þessum tveimur nýju bílgerðum Lexus eru þær alls orðnar 11 talsins vestanhafs. Lexus á von á því að vöxtur í sölu verði hærri á næsta ári en hjá markaðnum í heild, sem og og á meðal lúxusbílaframleiðenda. Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent
Lexus bílar seljast vel í Bandaríkjunum og fyrirtækið stefnir í að selja fleiri bíla en upphafleg spá þess fyrir árið. Lexus hafði miðað við 290.000 bíla sölu en fer líklega yfir 300.000 bíla sölu. Lexus var söluhæsta lúxusbílamerkið í Bandaríkjunum öll árin frá 2000 til 2010. Nú er það hinsvegar BMW sem leiðir og Mercedes Benz er í öðru sæti. BMW hefur selt 267.200 bíla á fyrstu 10 mánuðum ársins, Mercedes Benz 261.800 bíla og Lexus 244.000 bíla. Með góðri sölu ársins hefur Lexus dregið á þýsku bílasmiðina og ætlar Lexus að ná aftur titlinum stærsti lúxusbílasalinn, hvort sem það verður á næsta ári eða þarnæsta. Tilkoma nýja NX-jepplingsins gæti hjálpað mikið uppá á næsta ári, sem og RC coupe bíll Lexus. Með þessum tveimur nýju bílgerðum Lexus eru þær alls orðnar 11 talsins vestanhafs. Lexus á von á því að vöxtur í sölu verði hærri á næsta ári en hjá markaðnum í heild, sem og og á meðal lúxusbílaframleiðenda.
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent