„Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. janúar 2025 08:27 Mæðgurnar Caroline Darian og Gisele Pelicot í dómssal þegar réttað var yfir Dominique Pelicot sem byrlaði þeirri síðarnefndu, nauðgaði henni og bauð 83 öðrum mönnuum að gera það líka. Getty Caroline Darian, dóttir Dominique og Giséle Pelicot, segist sannfærð um að faðir sinn hafi einnig nauðgað henni þó engar sannanir séu fyrir því. Mynd af hálfklæddri meðvitundarlausri dótturinni fundust í tölvu föðursins. Hún vonar að hann losni aldrei úr fangelsi. Þetta kemur fram í Pelicot trial - The daughter's story, viðtali Emmu Barnett hjá BBC við Caroline Darian, sem hefur birst að hluta til á vefnum en kemur í heild sinni á BBC 2 á mánudag. Fjallað hefur verið ítarlega um mál Dominique Pelicot sem byrlaði konu sinni, Gisele Pelicot, ólyfjan yfir tíu ára skeið, nauðgaði henni ítrekað og bauð að minnsta kosti 83 mönnum að nauðga henni á meðan hún var meðvitundarlaus. Gisele ákvað að réttarhöldin yrðu opinber til að varpa ljósi á málið og var Dominique dæmdur í tuttugu ára fangelsi þann 19. desember 2024. Darian rifjar upp í viðtalinu við BBC hvernig það var þegar móðir hennar hringdi í hana rétt eftir áttaleytið eitt mánudagskvöld í nóvember 2020 og færði henni fréttir sem breyttu öllu. „Hún tilkynnti mér að hún hefði uppgötvað um morguninn að Dominique hefði byrlað henni ólyfjan í um tíu ár svo ólíkir menn gætu nauðgað henni,“ segir Darian í viðtalinu við BBC. „Ég veit að hann byrlaði mér“ Skömmu síðar kom annað áfall fyrir Caroline þegar lögreglan hringdi í hana og boðaði hana á lögreglustöð. Þar voru henni sýndar tvær myndir sem höfðu fundist á fartölvu föður hennar. Á myndunum lá meðvitundarlaus kona á rúmi klædd í nærbuxur og stuttermabol. Til að byrja með sagðist Caroline ekki gera sér grein fyrir að hún sjálf væri á myndunum. Systkinin Caroline Darian og David Pelicot á leið í dómssal.Getty „Ég átti erfitt með að bera kennsl á sjálfa mig í byrjun,“ segir hún. „Síðan sagði lögregluþjónninn: ,Sjáðu, þú ert með sama brúna blettinn á kinninni þinni... Þetta ert þú.' Ég leit á myndirnar tvær öðruvísi... Ég lá á vinstri hlið minni alveg eins og móðir mín, á öllum hennar myndum.“ Hún segist sannfærð um faðir hennar hafi líka misnotað hana og nauðgað henni. Hann hefur ætíð neitað fyrir það en þó hefur ekki verið samræmi í skýringum hans á myndunum. „Ég veit að hann byrlaði mér, líklega fyrir kynferðislega misnotkun. En ég hef engar sannanir fyrir því,“ segir hún. Ólíkt máli Giséle eru engin sönnunargögn eða myndefni af því sem Dominique gæti hafa gert við Caroline. „Og það er staðan fyrir hver mörg fórnarlömb?“ spyr hún og bætir við: „Þeim er ekki trúað af því það eru engin sönnunargögn. Það er ekki hlustað á þau.“ Hættan komi innan frá heimilinu Skömmu eftir að glæpir Dominique komu í ljós skrifaði Caroline Darian bókina Et j’ai cessé de t’appeler papa (sem á íslensku væri Og ég hætti að kalla þig pabba) árið 2022. Hún fjallar um áhrifin sem uppgötvun glæpanna hafði á fjölskylda og almennt um byrlanir en lyf í slíkum málum koma gjarna úr „lyfjaskáp fjölskyldunnar. „Verkjalyf og róandi lyf,“ segir hún um þau lyf sem eru notuð. Eins og í rúmlega helmingi byrlunarmála þekkti hún gerandann. Hættan, segir hún, „kemur innan frá.“ Þá segir Caroline að það hafi verið erfitt fyrir Gisele, sem var sjálf að ganga í gegnum þann hrylling að frétt að henni hefði verið nauðgað oftar en 200 sinnum af ólíkum mönnum, að takast á við að eiginmaður hennar hefði mögulega líka ráðist á dóttur þeirra. „Fyrir mömmu er erfitt að samþætta þetta allt saman í einni svipan,“ segir Caroline. Dóttir gerandans og fórnarlambsins Erfiðast sé nú fyrir Caroline að skilja að hún sé bæði dóttir kvalarans og fórnarlambsins og lýsir hún því sem „hryllilegri byrði“. Hún geti sömuleiðis ekki hugsað aftur til barnæsku sinnar og er hætt að kalla hann föður sinn. „Þegar ég horfi til baka man ég í raun ekki eftir föðurnum sem ég hélt að hann væri. Ég horfi beint til glæpamannsins, kynferðisglæpamannsins sem hann er,“ segir hún. „En ég er með erfaðefni hans og ein aðalástæðan fyrir því að ég vil svo mikið gera fyrir ósýnileg fórnarlamb er líka svo ég geti fjarlægst þennan mann,“ segir Caroline. „Ég er gjörólík Dominique.“ Hún segist ekki viss hvort hægt sé að lýsa föður hennar sem skrímsli. „Hann vissi fullvel hvað hann gerði og hann er ekki veikur,“ segir hún. „Hann er hættulegur maður. Það er ekki sjéns að hann geti losnað úr fangelsi. Ekki sjéns.“ Mál Dominique Pelicot Frakkland Kynferðisofbeldi Erlend sakamál Tengdar fréttir Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Lögregluyfirvöld í Frakklandi hefur handtekið stofnanda vefsíðunnar sem Dominique Pelicot notaði til að finna aðra menn til að nauðga eiginkonu sinni. 9. janúar 2025 08:03 Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Að minnsta kosti fimmtán af þeim 51 manni sem dæmdur var fyrir að nauðga eða kynferðislega misnota Gisele Pelicot hafa áfrýjað dómum sínum. Dominique Pelicot, fyrrverandi eiginmaður hennar, er meðal þeirra. 28. desember 2024 22:54 Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Geðlæknirinn Laurent Layet segir að í þeim hundruðum viðtala sem hann hefur tekið við nauðgara og grunaða nauðgara fyrir lögregluna í Frakklandi hafi hann aldrei hitt neinn eins og Dominique Pelicot. Hann segir hug hans hafa verið klofinn í tvennt og eins og Pelicot hafi geymt glæpi sína á einskonar minnislykli í huga sínum. Hann sé ekki skrímsli heldur þjáist hann af andfélagslegri persónuleikaröskun. 20. desember 2024 10:38 Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Sjá meira
Þetta kemur fram í Pelicot trial - The daughter's story, viðtali Emmu Barnett hjá BBC við Caroline Darian, sem hefur birst að hluta til á vefnum en kemur í heild sinni á BBC 2 á mánudag. Fjallað hefur verið ítarlega um mál Dominique Pelicot sem byrlaði konu sinni, Gisele Pelicot, ólyfjan yfir tíu ára skeið, nauðgaði henni ítrekað og bauð að minnsta kosti 83 mönnum að nauðga henni á meðan hún var meðvitundarlaus. Gisele ákvað að réttarhöldin yrðu opinber til að varpa ljósi á málið og var Dominique dæmdur í tuttugu ára fangelsi þann 19. desember 2024. Darian rifjar upp í viðtalinu við BBC hvernig það var þegar móðir hennar hringdi í hana rétt eftir áttaleytið eitt mánudagskvöld í nóvember 2020 og færði henni fréttir sem breyttu öllu. „Hún tilkynnti mér að hún hefði uppgötvað um morguninn að Dominique hefði byrlað henni ólyfjan í um tíu ár svo ólíkir menn gætu nauðgað henni,“ segir Darian í viðtalinu við BBC. „Ég veit að hann byrlaði mér“ Skömmu síðar kom annað áfall fyrir Caroline þegar lögreglan hringdi í hana og boðaði hana á lögreglustöð. Þar voru henni sýndar tvær myndir sem höfðu fundist á fartölvu föður hennar. Á myndunum lá meðvitundarlaus kona á rúmi klædd í nærbuxur og stuttermabol. Til að byrja með sagðist Caroline ekki gera sér grein fyrir að hún sjálf væri á myndunum. Systkinin Caroline Darian og David Pelicot á leið í dómssal.Getty „Ég átti erfitt með að bera kennsl á sjálfa mig í byrjun,“ segir hún. „Síðan sagði lögregluþjónninn: ,Sjáðu, þú ert með sama brúna blettinn á kinninni þinni... Þetta ert þú.' Ég leit á myndirnar tvær öðruvísi... Ég lá á vinstri hlið minni alveg eins og móðir mín, á öllum hennar myndum.“ Hún segist sannfærð um faðir hennar hafi líka misnotað hana og nauðgað henni. Hann hefur ætíð neitað fyrir það en þó hefur ekki verið samræmi í skýringum hans á myndunum. „Ég veit að hann byrlaði mér, líklega fyrir kynferðislega misnotkun. En ég hef engar sannanir fyrir því,“ segir hún. Ólíkt máli Giséle eru engin sönnunargögn eða myndefni af því sem Dominique gæti hafa gert við Caroline. „Og það er staðan fyrir hver mörg fórnarlömb?“ spyr hún og bætir við: „Þeim er ekki trúað af því það eru engin sönnunargögn. Það er ekki hlustað á þau.“ Hættan komi innan frá heimilinu Skömmu eftir að glæpir Dominique komu í ljós skrifaði Caroline Darian bókina Et j’ai cessé de t’appeler papa (sem á íslensku væri Og ég hætti að kalla þig pabba) árið 2022. Hún fjallar um áhrifin sem uppgötvun glæpanna hafði á fjölskylda og almennt um byrlanir en lyf í slíkum málum koma gjarna úr „lyfjaskáp fjölskyldunnar. „Verkjalyf og róandi lyf,“ segir hún um þau lyf sem eru notuð. Eins og í rúmlega helmingi byrlunarmála þekkti hún gerandann. Hættan, segir hún, „kemur innan frá.“ Þá segir Caroline að það hafi verið erfitt fyrir Gisele, sem var sjálf að ganga í gegnum þann hrylling að frétt að henni hefði verið nauðgað oftar en 200 sinnum af ólíkum mönnum, að takast á við að eiginmaður hennar hefði mögulega líka ráðist á dóttur þeirra. „Fyrir mömmu er erfitt að samþætta þetta allt saman í einni svipan,“ segir Caroline. Dóttir gerandans og fórnarlambsins Erfiðast sé nú fyrir Caroline að skilja að hún sé bæði dóttir kvalarans og fórnarlambsins og lýsir hún því sem „hryllilegri byrði“. Hún geti sömuleiðis ekki hugsað aftur til barnæsku sinnar og er hætt að kalla hann föður sinn. „Þegar ég horfi til baka man ég í raun ekki eftir föðurnum sem ég hélt að hann væri. Ég horfi beint til glæpamannsins, kynferðisglæpamannsins sem hann er,“ segir hún. „En ég er með erfaðefni hans og ein aðalástæðan fyrir því að ég vil svo mikið gera fyrir ósýnileg fórnarlamb er líka svo ég geti fjarlægst þennan mann,“ segir Caroline. „Ég er gjörólík Dominique.“ Hún segist ekki viss hvort hægt sé að lýsa föður hennar sem skrímsli. „Hann vissi fullvel hvað hann gerði og hann er ekki veikur,“ segir hún. „Hann er hættulegur maður. Það er ekki sjéns að hann geti losnað úr fangelsi. Ekki sjéns.“
Mál Dominique Pelicot Frakkland Kynferðisofbeldi Erlend sakamál Tengdar fréttir Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Lögregluyfirvöld í Frakklandi hefur handtekið stofnanda vefsíðunnar sem Dominique Pelicot notaði til að finna aðra menn til að nauðga eiginkonu sinni. 9. janúar 2025 08:03 Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Að minnsta kosti fimmtán af þeim 51 manni sem dæmdur var fyrir að nauðga eða kynferðislega misnota Gisele Pelicot hafa áfrýjað dómum sínum. Dominique Pelicot, fyrrverandi eiginmaður hennar, er meðal þeirra. 28. desember 2024 22:54 Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Geðlæknirinn Laurent Layet segir að í þeim hundruðum viðtala sem hann hefur tekið við nauðgara og grunaða nauðgara fyrir lögregluna í Frakklandi hafi hann aldrei hitt neinn eins og Dominique Pelicot. Hann segir hug hans hafa verið klofinn í tvennt og eins og Pelicot hafi geymt glæpi sína á einskonar minnislykli í huga sínum. Hann sé ekki skrímsli heldur þjáist hann af andfélagslegri persónuleikaröskun. 20. desember 2024 10:38 Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Sjá meira
Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Lögregluyfirvöld í Frakklandi hefur handtekið stofnanda vefsíðunnar sem Dominique Pelicot notaði til að finna aðra menn til að nauðga eiginkonu sinni. 9. janúar 2025 08:03
Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Að minnsta kosti fimmtán af þeim 51 manni sem dæmdur var fyrir að nauðga eða kynferðislega misnota Gisele Pelicot hafa áfrýjað dómum sínum. Dominique Pelicot, fyrrverandi eiginmaður hennar, er meðal þeirra. 28. desember 2024 22:54
Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Geðlæknirinn Laurent Layet segir að í þeim hundruðum viðtala sem hann hefur tekið við nauðgara og grunaða nauðgara fyrir lögregluna í Frakklandi hafi hann aldrei hitt neinn eins og Dominique Pelicot. Hann segir hug hans hafa verið klofinn í tvennt og eins og Pelicot hafi geymt glæpi sína á einskonar minnislykli í huga sínum. Hann sé ekki skrímsli heldur þjáist hann af andfélagslegri persónuleikaröskun. 20. desember 2024 10:38