Biggi lögga gerir allt brjálað Kjartan Atli Kjartansson skrifar 1. desember 2014 15:51 Birgir er þarna efst í vinstrahorninu. Efst í hægra horninu er Jón Örn Loðmfjörð, þar fyrir neðan Ragnar Þór Pétursson. Neðsta röð frá vinstri: Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, Egill Helgason og Hildur Lilliendahl. Grein sem Birgir Örn Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga, birti á Vísi í síðustu viku hefur vægast sagt vakið hörð viðbrögð. Fyrirsögn greinarinnar var „Greinin sem ekki má skrifa“. Svo hörð voru viðbrögðin að Birgir fann sig knúinn til að skrifa afsökunarbeiðni. „Í gær steig ég út á hálli ís en ég hef nokkurn tímann gert í þessum skrifum mínum,“ skrifaði Birgir og hélt áfram: „Ég vissi að viðbrögðin myndu vera misjöfn. Ég hélt samt að ég myndi höndla þessi misjöfnu viðbrögð ágætlega. Ég fékk vissulega mörg jákvæð viðbrögð en líka þónokkuð neikvæð. Þessi neikvæðu hafa að sjálfsögðu haft meiri áhrif á mig. Ég höndla þau ekki vel. Neikvæðu viðbrögðin eru líka það mörg að ég hlýt að hafa komið þessu eitthvað vitlaust frá mér. Tilgangurinn var alls ekki að koma fram með neina fordóma eða neitt slíkt. Síður en svo.“ Grein Birgis vakti líklega meiri athygli er greinar margra annarra fyrir þær sakir að Birgir er orðinn landsþekktur fyrir myndbönd sem hann birtir reglulega á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar er hann iðulega kallaður Biggi lögga og tjáir sig af mikilli yfirvegun um hin ýmsu málefni er varða löggæslu, til dæmis að muna eftir að spenna beltin og vera með hjálm þegar hjólað er. Jákvæðni Birgis hefur vakið sérstaka athygli og kallar Egill Helgason sjónvarpsmaður hann til dæmis „brosandi löggu“. Gæti það verið vísun í titil sænsku sakamálahöfundanna Sjöwall og Wahlöö, sem gáfu út bókina Löggan sem hló. Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt grein Birgis er áðurnefndur Egill Helgason en auk þess hafa Kristinn Hrafnsson, Hildur Lilliendahl, skáldið Jón Örn Loðmfjörð, Einar Steingrímsson bloggari og heimspekineminn Bjartur Steingrímsson látið í sér heyra, svo einhverjir séu nefndir. Sá síðastnefndi skrifaði einmitt grein á Vísi sem var svar við grein Birgis og vakti mikla athygli. En eins og Birgir segir í afsökunarbeiðni sinni hafa ýmsir líka lýst yfir ánægju sinni með greinina. Meðal þeirra eru Viðar H. Guðjohnsen lyfjafræðingur, Rúna Hjaltested Guðmundsdóttir sagnfræðingur og Ragnar Pétursson, kennari sem heldur úti vinsælli bloggsíðu. Auk þess hefur Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir borgarfulltrúi lýst sig sammála inntaki greinar Birgis.Birgir, eða Biggi lögga eins og hann er gjarnan kallaður.Greinin sem Birgir skrifaði en sagðist ekki mega skrifa Í grein sinni fer Birgir um víðan völl og vitnar meðal annars í reynslu sína í starfi sínu sem lögreglumaður. Birgir dembir sér beint í djúpu laugina og tæklar það sem hann kallar pólitíska réttrúnarkirkju, strax í fyrstu málsgrein:„Sú kirkja sem er í hvað hraðasta vextinum hér á landi í dag er sennilega pólitíska rétttrúnaðarkirkjan. Ég held svei mér þá að það sé jafnvel kominn tími til að tilnefna hana bara sem þjóðkirkju. Þetta er svo afspyrnu flókið samfélag eitthvað. Samfélag þar sem allir eiga rétt á að vera eins og þeir eru og hafa rétt á sínum skoðunum. Sko, svo framarlega sem þeir séu réttu aðilarnir með réttu skoðanirnar.“Birgir segir að svo virðist sem allar trúarskoðanir eigi rétt á sér nema kristni, í pólitískri umræðu. Hann segir að í umræðunni birtist kristnir menn sem einhvers konar öfgamenn.„Kristnir eru víst upp til hópa þröngsýnir öfga hægri afturhaldssinnar. Ekki múslimar, ásatrúarfólk eða þeir sem trúa ekki yfir höfuð. Nei, þeir eru allir frábærir, friðelskandi og víðsýnir framfarasinnar. Og þá væntanlega vinstrimenn? Kommon, erum við ekki bara flest öll ljómandi fín? Mér finnst það.“Næst víkur Birgir orði sínu að innflytjendum: „Það er gjörsamlega dauða synd að ræða um þessi mál nema á ákveðinn hátt. Innflytjendur og hælisleitendur koma úr misjafnri menningu og hafa misjafnan bakgrunn en eru auðvitað að megninu til dásamlegt fólk, alveg eins og allir aðrir. Það kemur því ekkert við þó svo að einhverjir vilji velta upp öllum hliðum þessara mála. Stundum snýst það um fordóma og það er slæmt. Það er samt alger óþarfi og ósanngjarnt að skjóta hvern þann niður sem vogar sér að velta því upp hvort vandamál geti fylgt auknum fjölda innflytjenda eða því hvort við eigum eða getum tekið við öllum hælisleitendum sem hingað koma.“Birgir segir það einnig vera „litið hornauga að tala með stolti um land og þjóð“ hjá því sem hann kallar pólitíska rétttrúnaðarkirkju. Birgir telur að slíkt tal sé til þess fallið að ná sér niður á pólitískum andstæðingum. „Ég held til dæmis að það hafi ekkert afbrygðilegt legið að baki því að Sigmundir Davíð hafi sett upp íslenska fánann á skrifstofunni sinni. Ef forsætisráðherrann má ekki vera stoltur af landi og þjóð þá ekki hver?“Lögreglumaðurinn Birgir segir svo eina reynslusögu í lok greinar sinnar. Hún fjallar um mann af „erlendum uppruna“ sem Birgir segir að hafi ekki viljað leyfa íslenskri konu sinni að fara út og skemmta sér. Birgir var kallaður á vettvang og kom að konunni grátandi. Birgir ræddi við manninn og þá kom í ljós að svona kæmi reglulega upp á hjá þessum hjónum. „Þegar ég sagði honum að hann gæti ekki haldið henni inni þá horfði hann á mig og sagði hissa, „jú auðvitað, ég er maðurinn hennar.“ Það sló mig hversu hissa hann var á því að hann mætti þetta ekki. Honum fannst þetta fullkomlega eðlilegt. Við ræddum saman í nokkra stund og ég reyndi að útskýra hvernig þetta virkaði samkvæmt íslenskum lögum í íslensku samfélagi. Hann sagðist skilja það en ég veit ekki hversu djúpt það náði,“ skrifar Birgir og bætir síðar við:„Eftir svona mál þá er kannski ekkert óeðlilegt að maður velti því fyrir sér hvort menning þeirra sem hingað koma sé alltaf þeirra einkamál.“Egill Helgason gagnrýndi grein Birgis á bloggsíðu sinni.Pólitískur rétttrúnaður Þeir sem lýsa yfir ánægju með grein Birgis virðast flestir sammála um að viðbrögð þeirra sem hana gagnrýndu hafi einkennst af svokölluðum pólitískum rétttrúnaði.„Pólitísk rétthugsun er þversagnarkennd. Bæði felst í henni að allir eigi að hafa fullt frelsi en um leið er þess gætt af miklu kappi að rangar skoðanir fái á baukinn,“ skrifar Ragnar Pétursson á bloggsíðu sína. Guðfinna Jóhanna Guðfinnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og flugvallarvina tekur í svipaðan streng á Facebook síðu sinni. Vísar hún til greinar Birgis og segir:„Æ hvenær ætlar fólk að læra að það má ekki tjá sig, það er bara rétttrúnaðarelítan sem má það.“Svar Egils Helgasonar, sem hann birti á bloggsíðu sinni, hefur vakið gríðarlega athygli. Fyrirsgön greinarinnar er „Brosandi lögreglumaður tjáir sig“. Heitar umræður eru í athugasemdakerfinu við grein Egils. Þar reifar Egill hugmyndir sínar um minnkandi glæpatíðni og segir að hana megi jafnvel rekja til þess sem margir kalla pólitískan rétttrúnað; „þeirrar staðreyndar að fólk er einfaldlega orðið kurteisara“.„Vertu úti Viðar“ Egill svarar grein Birgis skipulega, fer yfir hverja efnisgrein fyrir sig. Kemur inn á innflytjendalöggjöf hér á landi, tiltekur yfirburðastöðu hinnar lútersk-evangelísku þjóðkirkju auk þess sem hann veltir fyrir sér tilganginn með dæmisögunni um erlenda manninn og íslensku konuna. „Sagan gerir ekki annað en að vekja enn meiri spurn um viðhorfin sem liggja að baki greininni,“ skrifar Egill. Athugasemdakerfin, bæði við grein Birgis á Vísi og skrif Egils Helgasonar á bloggsíðu hans, hafa logað síðan greinar þeirra birtust. Einn af þeim sem tjáir sig við grein Egils er Viðar H. Guðjohnsen. Hann er ánægður með skrif Birgis og segir um grein hans„Þessi grein átti algjörlega rétt á sér og umræðan sem skapaðist sannaði nauðsyn hennar enn frekar. Hafðu þakkir fyrir. Menn eiga að fá að segja sínar skoðanir. Hvert erum við að stefna ef skoðanafrelsið stoppar þar sem pólitíska rétttrúnaðarkirkjan setur línurnar.“Egill var fljótur til og svaraði Viðari um hæl:„Vertu úti Viðar, það var nóg áfall fyrir mig að sjá andlitið á þér á þjóðræknisþinginu um daginn. Olli því að ég neyddist til að breyta ræðunni minni.“Hildur Lilliendahl gagnrýndi Birgi í athugasemdakerfum.Skáldið blokkaðEins og Birgir segir sjálfur ber meira á neikvæðum viðbrögðum við grein hans. Einn af þeim sem gagnrýnir greinina er Jón Örn Loðmfjörð skáld. Hann skrifaði athugasemd við grein Birgis:„Svo ég umorði: „Ég má ekki segja það upphátt en ég vinn hjá lögreglunni og er íhaldssamur rasisti“Mig grunar að þetta komi ekki eins mörgum á óvart og þú hélst ef til vill sjálfur.“Hann bætti síðar við: „Úpps! Ég meinti: Kærleiksríkur þjóðernissinni. Sorrímeðmig.“ Birgir svaraði Jóni um hæl: „Rólegur. Ég er sko líka kristinn. Ég hlýt því að vera kristin öfga hægri íhaldssöm rasista lögga. Geri aðrir betur. Menace to society. Sorrímeðmig…“ Og bætti síðar við: „Þetta var að sjálfsögðu kaldhæðni. Það er víst best að taka slíkt fram ;) Þetta var bara til að undirstrika þessa litlu pælingu mína. Virðing.“ Jón Örn tilkynnti svo á Facebook-síðu sinni í morgun að svo virtist sem Birgir hafi „blokkað“ sig á Facebook: „Löggan brosmilda, Birgir eða Biggi, var að blocka mig. Kannski útaf kommentum mínum á visir.is. Líklegast er það þó eitthvað tengt því hvað ég er gyðingalegur í útliti.“ Kennarinn sammála löggunniKennarinn og bloggarinn Ragnar Þór Pétursson er að mörgu leyti sammála Birgi og fer skipulega yfir röksemdafærslu sína í grein sem hann birti á vefsíðu sinni í gærkvöldi. Ragnar byggir grein sína upp á svipaðan hátt og Egill Helgason; fjallar um hverja fullyrðingu Birgis fyrir sig. Hann kemst þó að allt annarri niðurstöðu en Egill. „Það má eflaust færa rök fyrir því að ákveðin stílbrögð í grein Bigga hafi strokið fólki illa um vangann. En í tilraun til að efla sanngjarna umræðu væri vel við hæfi að talsmenn andstæðra skoðana reyndu frekar að fást við röksemdir hans í sinni sterkustu mynd.“Ragnar kemst að þeirri niðurstöðu að Birgir hafi haft rétt fyrir sér í megindráttum. Hann telur að veist hafi verið ómálefnalega að Birgi í svörum og segir meðal annars: „Öll ofangreind mál eru flóknari en svo að hægt sé að ræða þau án þess að hlusta á þær hliðar sem ekki eiga upp á pallborðið í dag. Umræðan þarf auk þess að gera greinarmun á málstað og málshefjanda. Það væri gott ef við sýndum hverju öðru vinsemd og virðingu.“[innskot blaðamanns: Bent hefur verið á að Ragnar er ekki að öllu leyti sammála Birgi. Þær ábendingar eru réttar. Blaðamaður biðst velvirðingar á þessu og er þetta hér með leiðrétt.] Afsökunarbeiðnin og svariðDaginn eftir að greinin birtist á Vísi ákvað Birgir að skrifa afsökunarbeiðni sem hann birti á Facebook-síðu sinni og víða í athugasemdakerfum. Í heild sinni lítur hún svona út: „Á síðustu árum hef ég skrifað nokkuð margar hugleiðingar. Þær hafa verið mis gáfulegar og jafn misjafnar og þær hafa verið margar. Ég er alls ekkert gáfumenni eða viskubrunnur. Síður en svo. Mér finnst bara gaman að pæla og gaman að skrifa.Í gær steig ég út á hálli ís en ég hef nokkurntíman gert í þessum skrifum mínum. Ég vissi að viðbrögðin myndu vera misjöfn. Ég hélt samt að ég myndi höndla þessi misjöfnu viðbrögð ágætlega. Ég fékk vissulega mörg jákvæð viðbrögð en líka þónokkuð neikvæð. Þessi neikvæðu hafa að sjálfsögðu haft meiri áhrif á mig. Ég höndla þau ekki vel. Neikvæðu viðbrögðin eru líka það mörg að ég hlýt að hafa komið þessu eitthvað vitlaust frá mér. Tilgangurinn var alls ekki að koma fram með neina fordóma eða neitt slíkt. Síður en svo. Þeir sem mig þekkja vita vel að ég er ekki fordómafullur og alls enginn rasisti. Mitt lífsmottó er að koma fram við aðra eins og ég vil að komið sé fram við mig. Kannski er ég að uppskera eitthvað af því núna með þessum kommentum. Ég vil að við komum öll fram við hvort annað að virðingu og sem jafningja. Alltaf.Ég vil því biðja alla þá sem ég hef móðgað eða sært með þessum skrifum mínum innilegrar afsökunar. Batnandi mönnum er best að lifa. Ég skal gera mitt besta í þeirri vegferð. Með vinsemd og mikilli virðingu, Biggi.“ Hildur Lilliendahl svaraði Birgi í athugasemdakerfi við bloggsíðu Egils Helgasonar: „Sæll Biggi. Þetta er vont andsvar við viðbrögðunum sem greinin þín vakti. Það skiptir nákvæmlega engu máli hvernig týpa þú ert eða við hvaða viðbrögðum þú bjóst eða hvernig þér hefur gengið að höndla viðbrögðin. Segðu okkur frekar hvers vegna þú vissir að þú værir að stíga út á hálan ís, segðu okkur hvers vegna þú bjóst við hörðum viðbrögðum, ef ekki vegna þess að þú vissir upp á hár að viðhorfin sem þú lést kurteislega skína í væru rasísk. Segðu okkur, ef tilgangurinn með skrifunum var síður en svo að koma fram með fordóma, hvers vegna þú sagðir þá dæmisögu af útlenskum manni að kúga íslenska konu og hvað í fjandanum „pólitískur rétttrúnaður“ kemur þeirri sögu við. Ef þú ert á bömmer yfir því að hafa verið rasisti, segðu þá: ég var rasisti, ég skammast mín, ég ætla að reyna að hætta að vera það. Ekki væla og biðjast afsökunar í leiðinni. Með engri sérstakri vinsemd,Hildur“Hér að neðan má svo hlusta á viðtal sem tekið var við Viðar Guðjohnsen í þættinum Harmageddon fyrr í dag. Þar fer Viðar yfir málið. Tengdar fréttir Biggi lögga í einni hressustu strætóferð sögunnar Biggi lögga fer yfir málin fyrir Menningarnótt á gleðilegan máta. 22. ágúst 2014 16:22 Bárðarbunga Bigga löggu ratar í belgíska miðla Kennslumyndband Birgis Arnar Guðjónssonar, þar sem hann kennir útlendingum að bera fram nafn Bárðarbungu, var þýtt á flæmsku á dögunum. 20. ágúst 2014 15:59 Greinin sem má ekki skrifa Þetta sýnir kannski að þessi mál geta oft verið flókin og erfið en við megum ekki festa okkur á einhverjum stað þar sem ekki er leyfilegt að ræða þau frá fleiri hliðum en einni. 27. nóvember 2014 13:29 Flókið fyrir suma en ekki Bigga „Það er bara kjánalegt að þú sjáist í umferðinni og þú kunnir ekki að spenna beltin,“ segir Biggi lögga. 1. apríl 2014 10:44 Helga Braga og Biggi lögga gefa landanum góð ráð - myndband Sjáðu myndbandið. 1. ágúst 2014 10:15 Greinin sem er sífellt verið að skrifa Í fyrsta lagi gefur greinarhöfundur sér að allir trúar- eða lífsskoðunarhópar fái að njóta vafans nema kristið fólk. 28. nóvember 2014 15:17 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Fleiri fréttir „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Sjá meira
Grein sem Birgir Örn Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga, birti á Vísi í síðustu viku hefur vægast sagt vakið hörð viðbrögð. Fyrirsögn greinarinnar var „Greinin sem ekki má skrifa“. Svo hörð voru viðbrögðin að Birgir fann sig knúinn til að skrifa afsökunarbeiðni. „Í gær steig ég út á hálli ís en ég hef nokkurn tímann gert í þessum skrifum mínum,“ skrifaði Birgir og hélt áfram: „Ég vissi að viðbrögðin myndu vera misjöfn. Ég hélt samt að ég myndi höndla þessi misjöfnu viðbrögð ágætlega. Ég fékk vissulega mörg jákvæð viðbrögð en líka þónokkuð neikvæð. Þessi neikvæðu hafa að sjálfsögðu haft meiri áhrif á mig. Ég höndla þau ekki vel. Neikvæðu viðbrögðin eru líka það mörg að ég hlýt að hafa komið þessu eitthvað vitlaust frá mér. Tilgangurinn var alls ekki að koma fram með neina fordóma eða neitt slíkt. Síður en svo.“ Grein Birgis vakti líklega meiri athygli er greinar margra annarra fyrir þær sakir að Birgir er orðinn landsþekktur fyrir myndbönd sem hann birtir reglulega á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar er hann iðulega kallaður Biggi lögga og tjáir sig af mikilli yfirvegun um hin ýmsu málefni er varða löggæslu, til dæmis að muna eftir að spenna beltin og vera með hjálm þegar hjólað er. Jákvæðni Birgis hefur vakið sérstaka athygli og kallar Egill Helgason sjónvarpsmaður hann til dæmis „brosandi löggu“. Gæti það verið vísun í titil sænsku sakamálahöfundanna Sjöwall og Wahlöö, sem gáfu út bókina Löggan sem hló. Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt grein Birgis er áðurnefndur Egill Helgason en auk þess hafa Kristinn Hrafnsson, Hildur Lilliendahl, skáldið Jón Örn Loðmfjörð, Einar Steingrímsson bloggari og heimspekineminn Bjartur Steingrímsson látið í sér heyra, svo einhverjir séu nefndir. Sá síðastnefndi skrifaði einmitt grein á Vísi sem var svar við grein Birgis og vakti mikla athygli. En eins og Birgir segir í afsökunarbeiðni sinni hafa ýmsir líka lýst yfir ánægju sinni með greinina. Meðal þeirra eru Viðar H. Guðjohnsen lyfjafræðingur, Rúna Hjaltested Guðmundsdóttir sagnfræðingur og Ragnar Pétursson, kennari sem heldur úti vinsælli bloggsíðu. Auk þess hefur Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir borgarfulltrúi lýst sig sammála inntaki greinar Birgis.Birgir, eða Biggi lögga eins og hann er gjarnan kallaður.Greinin sem Birgir skrifaði en sagðist ekki mega skrifa Í grein sinni fer Birgir um víðan völl og vitnar meðal annars í reynslu sína í starfi sínu sem lögreglumaður. Birgir dembir sér beint í djúpu laugina og tæklar það sem hann kallar pólitíska réttrúnarkirkju, strax í fyrstu málsgrein:„Sú kirkja sem er í hvað hraðasta vextinum hér á landi í dag er sennilega pólitíska rétttrúnaðarkirkjan. Ég held svei mér þá að það sé jafnvel kominn tími til að tilnefna hana bara sem þjóðkirkju. Þetta er svo afspyrnu flókið samfélag eitthvað. Samfélag þar sem allir eiga rétt á að vera eins og þeir eru og hafa rétt á sínum skoðunum. Sko, svo framarlega sem þeir séu réttu aðilarnir með réttu skoðanirnar.“Birgir segir að svo virðist sem allar trúarskoðanir eigi rétt á sér nema kristni, í pólitískri umræðu. Hann segir að í umræðunni birtist kristnir menn sem einhvers konar öfgamenn.„Kristnir eru víst upp til hópa þröngsýnir öfga hægri afturhaldssinnar. Ekki múslimar, ásatrúarfólk eða þeir sem trúa ekki yfir höfuð. Nei, þeir eru allir frábærir, friðelskandi og víðsýnir framfarasinnar. Og þá væntanlega vinstrimenn? Kommon, erum við ekki bara flest öll ljómandi fín? Mér finnst það.“Næst víkur Birgir orði sínu að innflytjendum: „Það er gjörsamlega dauða synd að ræða um þessi mál nema á ákveðinn hátt. Innflytjendur og hælisleitendur koma úr misjafnri menningu og hafa misjafnan bakgrunn en eru auðvitað að megninu til dásamlegt fólk, alveg eins og allir aðrir. Það kemur því ekkert við þó svo að einhverjir vilji velta upp öllum hliðum þessara mála. Stundum snýst það um fordóma og það er slæmt. Það er samt alger óþarfi og ósanngjarnt að skjóta hvern þann niður sem vogar sér að velta því upp hvort vandamál geti fylgt auknum fjölda innflytjenda eða því hvort við eigum eða getum tekið við öllum hælisleitendum sem hingað koma.“Birgir segir það einnig vera „litið hornauga að tala með stolti um land og þjóð“ hjá því sem hann kallar pólitíska rétttrúnaðarkirkju. Birgir telur að slíkt tal sé til þess fallið að ná sér niður á pólitískum andstæðingum. „Ég held til dæmis að það hafi ekkert afbrygðilegt legið að baki því að Sigmundir Davíð hafi sett upp íslenska fánann á skrifstofunni sinni. Ef forsætisráðherrann má ekki vera stoltur af landi og þjóð þá ekki hver?“Lögreglumaðurinn Birgir segir svo eina reynslusögu í lok greinar sinnar. Hún fjallar um mann af „erlendum uppruna“ sem Birgir segir að hafi ekki viljað leyfa íslenskri konu sinni að fara út og skemmta sér. Birgir var kallaður á vettvang og kom að konunni grátandi. Birgir ræddi við manninn og þá kom í ljós að svona kæmi reglulega upp á hjá þessum hjónum. „Þegar ég sagði honum að hann gæti ekki haldið henni inni þá horfði hann á mig og sagði hissa, „jú auðvitað, ég er maðurinn hennar.“ Það sló mig hversu hissa hann var á því að hann mætti þetta ekki. Honum fannst þetta fullkomlega eðlilegt. Við ræddum saman í nokkra stund og ég reyndi að útskýra hvernig þetta virkaði samkvæmt íslenskum lögum í íslensku samfélagi. Hann sagðist skilja það en ég veit ekki hversu djúpt það náði,“ skrifar Birgir og bætir síðar við:„Eftir svona mál þá er kannski ekkert óeðlilegt að maður velti því fyrir sér hvort menning þeirra sem hingað koma sé alltaf þeirra einkamál.“Egill Helgason gagnrýndi grein Birgis á bloggsíðu sinni.Pólitískur rétttrúnaður Þeir sem lýsa yfir ánægju með grein Birgis virðast flestir sammála um að viðbrögð þeirra sem hana gagnrýndu hafi einkennst af svokölluðum pólitískum rétttrúnaði.„Pólitísk rétthugsun er þversagnarkennd. Bæði felst í henni að allir eigi að hafa fullt frelsi en um leið er þess gætt af miklu kappi að rangar skoðanir fái á baukinn,“ skrifar Ragnar Pétursson á bloggsíðu sína. Guðfinna Jóhanna Guðfinnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og flugvallarvina tekur í svipaðan streng á Facebook síðu sinni. Vísar hún til greinar Birgis og segir:„Æ hvenær ætlar fólk að læra að það má ekki tjá sig, það er bara rétttrúnaðarelítan sem má það.“Svar Egils Helgasonar, sem hann birti á bloggsíðu sinni, hefur vakið gríðarlega athygli. Fyrirsgön greinarinnar er „Brosandi lögreglumaður tjáir sig“. Heitar umræður eru í athugasemdakerfinu við grein Egils. Þar reifar Egill hugmyndir sínar um minnkandi glæpatíðni og segir að hana megi jafnvel rekja til þess sem margir kalla pólitískan rétttrúnað; „þeirrar staðreyndar að fólk er einfaldlega orðið kurteisara“.„Vertu úti Viðar“ Egill svarar grein Birgis skipulega, fer yfir hverja efnisgrein fyrir sig. Kemur inn á innflytjendalöggjöf hér á landi, tiltekur yfirburðastöðu hinnar lútersk-evangelísku þjóðkirkju auk þess sem hann veltir fyrir sér tilganginn með dæmisögunni um erlenda manninn og íslensku konuna. „Sagan gerir ekki annað en að vekja enn meiri spurn um viðhorfin sem liggja að baki greininni,“ skrifar Egill. Athugasemdakerfin, bæði við grein Birgis á Vísi og skrif Egils Helgasonar á bloggsíðu hans, hafa logað síðan greinar þeirra birtust. Einn af þeim sem tjáir sig við grein Egils er Viðar H. Guðjohnsen. Hann er ánægður með skrif Birgis og segir um grein hans„Þessi grein átti algjörlega rétt á sér og umræðan sem skapaðist sannaði nauðsyn hennar enn frekar. Hafðu þakkir fyrir. Menn eiga að fá að segja sínar skoðanir. Hvert erum við að stefna ef skoðanafrelsið stoppar þar sem pólitíska rétttrúnaðarkirkjan setur línurnar.“Egill var fljótur til og svaraði Viðari um hæl:„Vertu úti Viðar, það var nóg áfall fyrir mig að sjá andlitið á þér á þjóðræknisþinginu um daginn. Olli því að ég neyddist til að breyta ræðunni minni.“Hildur Lilliendahl gagnrýndi Birgi í athugasemdakerfum.Skáldið blokkaðEins og Birgir segir sjálfur ber meira á neikvæðum viðbrögðum við grein hans. Einn af þeim sem gagnrýnir greinina er Jón Örn Loðmfjörð skáld. Hann skrifaði athugasemd við grein Birgis:„Svo ég umorði: „Ég má ekki segja það upphátt en ég vinn hjá lögreglunni og er íhaldssamur rasisti“Mig grunar að þetta komi ekki eins mörgum á óvart og þú hélst ef til vill sjálfur.“Hann bætti síðar við: „Úpps! Ég meinti: Kærleiksríkur þjóðernissinni. Sorrímeðmig.“ Birgir svaraði Jóni um hæl: „Rólegur. Ég er sko líka kristinn. Ég hlýt því að vera kristin öfga hægri íhaldssöm rasista lögga. Geri aðrir betur. Menace to society. Sorrímeðmig…“ Og bætti síðar við: „Þetta var að sjálfsögðu kaldhæðni. Það er víst best að taka slíkt fram ;) Þetta var bara til að undirstrika þessa litlu pælingu mína. Virðing.“ Jón Örn tilkynnti svo á Facebook-síðu sinni í morgun að svo virtist sem Birgir hafi „blokkað“ sig á Facebook: „Löggan brosmilda, Birgir eða Biggi, var að blocka mig. Kannski útaf kommentum mínum á visir.is. Líklegast er það þó eitthvað tengt því hvað ég er gyðingalegur í útliti.“ Kennarinn sammála löggunniKennarinn og bloggarinn Ragnar Þór Pétursson er að mörgu leyti sammála Birgi og fer skipulega yfir röksemdafærslu sína í grein sem hann birti á vefsíðu sinni í gærkvöldi. Ragnar byggir grein sína upp á svipaðan hátt og Egill Helgason; fjallar um hverja fullyrðingu Birgis fyrir sig. Hann kemst þó að allt annarri niðurstöðu en Egill. „Það má eflaust færa rök fyrir því að ákveðin stílbrögð í grein Bigga hafi strokið fólki illa um vangann. En í tilraun til að efla sanngjarna umræðu væri vel við hæfi að talsmenn andstæðra skoðana reyndu frekar að fást við röksemdir hans í sinni sterkustu mynd.“Ragnar kemst að þeirri niðurstöðu að Birgir hafi haft rétt fyrir sér í megindráttum. Hann telur að veist hafi verið ómálefnalega að Birgi í svörum og segir meðal annars: „Öll ofangreind mál eru flóknari en svo að hægt sé að ræða þau án þess að hlusta á þær hliðar sem ekki eiga upp á pallborðið í dag. Umræðan þarf auk þess að gera greinarmun á málstað og málshefjanda. Það væri gott ef við sýndum hverju öðru vinsemd og virðingu.“[innskot blaðamanns: Bent hefur verið á að Ragnar er ekki að öllu leyti sammála Birgi. Þær ábendingar eru réttar. Blaðamaður biðst velvirðingar á þessu og er þetta hér með leiðrétt.] Afsökunarbeiðnin og svariðDaginn eftir að greinin birtist á Vísi ákvað Birgir að skrifa afsökunarbeiðni sem hann birti á Facebook-síðu sinni og víða í athugasemdakerfum. Í heild sinni lítur hún svona út: „Á síðustu árum hef ég skrifað nokkuð margar hugleiðingar. Þær hafa verið mis gáfulegar og jafn misjafnar og þær hafa verið margar. Ég er alls ekkert gáfumenni eða viskubrunnur. Síður en svo. Mér finnst bara gaman að pæla og gaman að skrifa.Í gær steig ég út á hálli ís en ég hef nokkurntíman gert í þessum skrifum mínum. Ég vissi að viðbrögðin myndu vera misjöfn. Ég hélt samt að ég myndi höndla þessi misjöfnu viðbrögð ágætlega. Ég fékk vissulega mörg jákvæð viðbrögð en líka þónokkuð neikvæð. Þessi neikvæðu hafa að sjálfsögðu haft meiri áhrif á mig. Ég höndla þau ekki vel. Neikvæðu viðbrögðin eru líka það mörg að ég hlýt að hafa komið þessu eitthvað vitlaust frá mér. Tilgangurinn var alls ekki að koma fram með neina fordóma eða neitt slíkt. Síður en svo. Þeir sem mig þekkja vita vel að ég er ekki fordómafullur og alls enginn rasisti. Mitt lífsmottó er að koma fram við aðra eins og ég vil að komið sé fram við mig. Kannski er ég að uppskera eitthvað af því núna með þessum kommentum. Ég vil að við komum öll fram við hvort annað að virðingu og sem jafningja. Alltaf.Ég vil því biðja alla þá sem ég hef móðgað eða sært með þessum skrifum mínum innilegrar afsökunar. Batnandi mönnum er best að lifa. Ég skal gera mitt besta í þeirri vegferð. Með vinsemd og mikilli virðingu, Biggi.“ Hildur Lilliendahl svaraði Birgi í athugasemdakerfi við bloggsíðu Egils Helgasonar: „Sæll Biggi. Þetta er vont andsvar við viðbrögðunum sem greinin þín vakti. Það skiptir nákvæmlega engu máli hvernig týpa þú ert eða við hvaða viðbrögðum þú bjóst eða hvernig þér hefur gengið að höndla viðbrögðin. Segðu okkur frekar hvers vegna þú vissir að þú værir að stíga út á hálan ís, segðu okkur hvers vegna þú bjóst við hörðum viðbrögðum, ef ekki vegna þess að þú vissir upp á hár að viðhorfin sem þú lést kurteislega skína í væru rasísk. Segðu okkur, ef tilgangurinn með skrifunum var síður en svo að koma fram með fordóma, hvers vegna þú sagðir þá dæmisögu af útlenskum manni að kúga íslenska konu og hvað í fjandanum „pólitískur rétttrúnaður“ kemur þeirri sögu við. Ef þú ert á bömmer yfir því að hafa verið rasisti, segðu þá: ég var rasisti, ég skammast mín, ég ætla að reyna að hætta að vera það. Ekki væla og biðjast afsökunar í leiðinni. Með engri sérstakri vinsemd,Hildur“Hér að neðan má svo hlusta á viðtal sem tekið var við Viðar Guðjohnsen í þættinum Harmageddon fyrr í dag. Þar fer Viðar yfir málið.
Tengdar fréttir Biggi lögga í einni hressustu strætóferð sögunnar Biggi lögga fer yfir málin fyrir Menningarnótt á gleðilegan máta. 22. ágúst 2014 16:22 Bárðarbunga Bigga löggu ratar í belgíska miðla Kennslumyndband Birgis Arnar Guðjónssonar, þar sem hann kennir útlendingum að bera fram nafn Bárðarbungu, var þýtt á flæmsku á dögunum. 20. ágúst 2014 15:59 Greinin sem má ekki skrifa Þetta sýnir kannski að þessi mál geta oft verið flókin og erfið en við megum ekki festa okkur á einhverjum stað þar sem ekki er leyfilegt að ræða þau frá fleiri hliðum en einni. 27. nóvember 2014 13:29 Flókið fyrir suma en ekki Bigga „Það er bara kjánalegt að þú sjáist í umferðinni og þú kunnir ekki að spenna beltin,“ segir Biggi lögga. 1. apríl 2014 10:44 Helga Braga og Biggi lögga gefa landanum góð ráð - myndband Sjáðu myndbandið. 1. ágúst 2014 10:15 Greinin sem er sífellt verið að skrifa Í fyrsta lagi gefur greinarhöfundur sér að allir trúar- eða lífsskoðunarhópar fái að njóta vafans nema kristið fólk. 28. nóvember 2014 15:17 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Fleiri fréttir „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Sjá meira
Biggi lögga í einni hressustu strætóferð sögunnar Biggi lögga fer yfir málin fyrir Menningarnótt á gleðilegan máta. 22. ágúst 2014 16:22
Bárðarbunga Bigga löggu ratar í belgíska miðla Kennslumyndband Birgis Arnar Guðjónssonar, þar sem hann kennir útlendingum að bera fram nafn Bárðarbungu, var þýtt á flæmsku á dögunum. 20. ágúst 2014 15:59
Greinin sem má ekki skrifa Þetta sýnir kannski að þessi mál geta oft verið flókin og erfið en við megum ekki festa okkur á einhverjum stað þar sem ekki er leyfilegt að ræða þau frá fleiri hliðum en einni. 27. nóvember 2014 13:29
Flókið fyrir suma en ekki Bigga „Það er bara kjánalegt að þú sjáist í umferðinni og þú kunnir ekki að spenna beltin,“ segir Biggi lögga. 1. apríl 2014 10:44
Greinin sem er sífellt verið að skrifa Í fyrsta lagi gefur greinarhöfundur sér að allir trúar- eða lífsskoðunarhópar fái að njóta vafans nema kristið fólk. 28. nóvember 2014 15:17