Miðaldra konur heimta nýtt ræktarmix í gegnum Facebook Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 1. desember 2014 13:40 Óla Geir finnst gaman að gefa eitthvað af sér. myndir/einkasafn „Ég setti þetta inn á miðnætti í gær og það eru strax tæplega þúsund manns búnir að ná í það,“ segir plötusnúðurinn Óli Geir. Hann setti nýtt ræktarmix á Soundcloud-síðu sína í gær en mixið er ókeypis. Mixið samanstendur af vinsælustu lögum samtímans og er um klukkutími að lengd. „18.400 manns hjóluðu í ræktarmixið sem ég gaf út síðasta sumar. Nú stefni ég á að gera þetta fjórum sinnum á ári – vetur, sumar, vor og haust,“ segir Óli Geir. Hann segir mixin hafa vakið talsverða lukku erlendis. „Þegar flestir Íslendingar voru búnir að ná í síðasta mix breytti ég nafninu í „workout“-mix og sendi á líkamsræktarstöðvar úti. Allt í einu var þetta komið út um allt á stærstu fitness-síðum í heimi. Þá fóru hlustanirnar uppúr öllu valdi,“ segir Óli Geir en mixin eru einnig spiluð opinberlega hér á landi. „Ég var í ræktinni sjálfur áðan og þá var verið að nota þetta í spinning-tíma. Þjálfarar nota þetta í alls konar tíma því mörgum finnst erfitt að nálgast svona taktfasta tónlist,“ bætir hann við. Hann segir marga bíða í ofvæni eftir nýju mixi. „Fólk á öllum aldri, til dæmis fimmtugar konur senda mér póst á Facebook og spyrja hvenær næsta ræktarmix kemur. Ég er ekkert að bulla með það. Ég hef einnig fengið óteljandi pósta frá líkamsræktarstöðvum úti sem spyrja hvenær nýtt mix kemur og vilja fá það sent. Það er fullt af gaurum að gera svona en ég veit ekki af hverju mín eru að slá svona í gegn.“ Þó mixin séu svona vinsæl ætlar Óli Geir samt sem áður að halda sig við að gera bara fjögur á ári. „Það kemur ekki gott lag út á hverjum degi sem slær í gegn. Það eru alltaf sömu, vinsælu lögin í spilun í tvo til þrjá mánuði en konseptið í ræktarmixunum er að taka vinsælustu lög nútímans og setja þau saman í mix. Það tekur tíma að gera þetta og maður þarf að finna réttu lögin í þetta. Ég legg mikið í mixin og vil frekar gera færri og gera þau betri,“ segir plötusnúðurinn. Tónlist Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
„Ég setti þetta inn á miðnætti í gær og það eru strax tæplega þúsund manns búnir að ná í það,“ segir plötusnúðurinn Óli Geir. Hann setti nýtt ræktarmix á Soundcloud-síðu sína í gær en mixið er ókeypis. Mixið samanstendur af vinsælustu lögum samtímans og er um klukkutími að lengd. „18.400 manns hjóluðu í ræktarmixið sem ég gaf út síðasta sumar. Nú stefni ég á að gera þetta fjórum sinnum á ári – vetur, sumar, vor og haust,“ segir Óli Geir. Hann segir mixin hafa vakið talsverða lukku erlendis. „Þegar flestir Íslendingar voru búnir að ná í síðasta mix breytti ég nafninu í „workout“-mix og sendi á líkamsræktarstöðvar úti. Allt í einu var þetta komið út um allt á stærstu fitness-síðum í heimi. Þá fóru hlustanirnar uppúr öllu valdi,“ segir Óli Geir en mixin eru einnig spiluð opinberlega hér á landi. „Ég var í ræktinni sjálfur áðan og þá var verið að nota þetta í spinning-tíma. Þjálfarar nota þetta í alls konar tíma því mörgum finnst erfitt að nálgast svona taktfasta tónlist,“ bætir hann við. Hann segir marga bíða í ofvæni eftir nýju mixi. „Fólk á öllum aldri, til dæmis fimmtugar konur senda mér póst á Facebook og spyrja hvenær næsta ræktarmix kemur. Ég er ekkert að bulla með það. Ég hef einnig fengið óteljandi pósta frá líkamsræktarstöðvum úti sem spyrja hvenær nýtt mix kemur og vilja fá það sent. Það er fullt af gaurum að gera svona en ég veit ekki af hverju mín eru að slá svona í gegn.“ Þó mixin séu svona vinsæl ætlar Óli Geir samt sem áður að halda sig við að gera bara fjögur á ári. „Það kemur ekki gott lag út á hverjum degi sem slær í gegn. Það eru alltaf sömu, vinsælu lögin í spilun í tvo til þrjá mánuði en konseptið í ræktarmixunum er að taka vinsælustu lög nútímans og setja þau saman í mix. Það tekur tíma að gera þetta og maður þarf að finna réttu lögin í þetta. Ég legg mikið í mixin og vil frekar gera færri og gera þau betri,“ segir plötusnúðurinn.
Tónlist Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira