100 milljóna húsið sem Gunnar Nelson vill kaupa 1. desember 2014 14:00 Húsið er 358 fermetrar og er metið á 95 milljónir. Vísir/GVA Bardagakappinn Gunnar Nelson og hans heittelskaða, listakonan Auður Ómarsdóttir, hafa gert tilboð í 358 fermetra hús sem stendur við Kleifarveg 6 ofan við Laugardalinn í Reykjavík. Húsið er metið á tæpar 95 milljónir króna og ætti að fara vel um skötuhjúin á þessum fallega stað í höfuðborginni. Ragnar Arnalds, sem gegndi embætti menntamála- og samgönguráðherra á árunum 1978 til 1979 og embætti fjármálaráðherra á árunum 1980 til 1983, býr í dag í húsinu. Ef allt gengur að óskum og Gunnar og Auður festa kaup á eigninni ætlar Ragnar að flytja í Kópavog ásamt eiginkonu sinni. „Maður er að minnka við sig eins og gengur,“ segir Ragnar í samtali við Vísi. Honum lýst vel á nýja íbúa hússins gangi allt eftir sem vonir standi til. Kleifarvegur er vinsæl gata og ef eignin á númer 6 verður Gunnars og Auðar munu nágrannar þeirra verða ekki ómerkari menn en Björn Zoëga, fyrrverandi forstjóri Landspítalans og nú forstjóri Nextcode, og Magnús Jóhannesson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri og framkvæmdastjóri Norðurskautsráðsins. Einbýlishúsið að Kleifarvegi 6 var byggt árið 1967 og stutt er í alla þjónustu í Laugardalnum, ekki síst Fjölskyldu- og húsdýragarðinn sem frumburður Gunnars og Auðar, Stígur Týr, gæti skemmt sér dægrin löng í en hann kom í heiminn síðasta sumar. Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Fleiri fréttir Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen Sjá meira
Bardagakappinn Gunnar Nelson og hans heittelskaða, listakonan Auður Ómarsdóttir, hafa gert tilboð í 358 fermetra hús sem stendur við Kleifarveg 6 ofan við Laugardalinn í Reykjavík. Húsið er metið á tæpar 95 milljónir króna og ætti að fara vel um skötuhjúin á þessum fallega stað í höfuðborginni. Ragnar Arnalds, sem gegndi embætti menntamála- og samgönguráðherra á árunum 1978 til 1979 og embætti fjármálaráðherra á árunum 1980 til 1983, býr í dag í húsinu. Ef allt gengur að óskum og Gunnar og Auður festa kaup á eigninni ætlar Ragnar að flytja í Kópavog ásamt eiginkonu sinni. „Maður er að minnka við sig eins og gengur,“ segir Ragnar í samtali við Vísi. Honum lýst vel á nýja íbúa hússins gangi allt eftir sem vonir standi til. Kleifarvegur er vinsæl gata og ef eignin á númer 6 verður Gunnars og Auðar munu nágrannar þeirra verða ekki ómerkari menn en Björn Zoëga, fyrrverandi forstjóri Landspítalans og nú forstjóri Nextcode, og Magnús Jóhannesson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri og framkvæmdastjóri Norðurskautsráðsins. Einbýlishúsið að Kleifarvegi 6 var byggt árið 1967 og stutt er í alla þjónustu í Laugardalnum, ekki síst Fjölskyldu- og húsdýragarðinn sem frumburður Gunnars og Auðar, Stígur Týr, gæti skemmt sér dægrin löng í en hann kom í heiminn síðasta sumar.
Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Fleiri fréttir Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen Sjá meira