Hagkerfið að staðnæmast: Af hverju er það áhyggjuefni? Aðalsteinn Kjartansson skrifar 19. desember 2014 10:41 Verðstöðnun eða hjöðnun getur þýtt aukið atvinnuleysi og fest hagkerfið í vítahring. Vísir/Daníel Bregðast þarf við óvenju lágri verðbólgu hér á landi, sem hefur mælst talsvert undir viðmiðunarmörkum Seðlabanka Íslands. Ef heldur áfram sem horfir getur það þýtt samdrátt í samfélaginu sem veldur auknu atvinnuleysi og setur óverðtryggð lán í talsvert uppnám.Þórólfur segir ekki auðvelt að koma verðbólgu af stað á nýjan leik.Vísir/KristinnÞórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir að almennt sé talið að verðbólga á bilinu tvö til þrjú prósent sé eðlileg. Síðastliðna tólf mánuði hefur verðbólgan hækkað um 0,8 prósent. Það er 1,7 prósentustigum fyrir neðan markmið seðlabankans, sem er 2,5 stig. „Ef að fólk hefur í hyggju að fjárfesta í varanlegum neysluvarningi, nýju sjónvarpi, nýjum bíl eða þessháttar, og það er verðhjöðnun í gangi þá hugsar það með sér: „Þessi bíll kostar tvær og hálfa milljón núna en þessi bíll, kannski tæknilega betur búinn, kostar 2,2 milljónir á næsta ári. Ég bíð með þetta.“ Þá verður of mikill sparnaður í hagkerfinu,“ útskýrir Þórólfur. „Ef að heimilin spara of mikið þá minnka umsvif í hagkerfinu og allir hafa það verra,“ segir hann og bendir á að þetta geti haft í för með sér aukið atvinnuleysi vegna minni umsvifa og eftirspurnar. Þórólfur segir að þetta sé vítahringur sem erfitt sé að losa sig úr. Már Guðmundsson seðlabankastjóri þarf að gefa stjórnvöldum skýrslu um hvernig bregðast eigi við lítilli verðbólgu síðustu mánuði.Vísir/StefánStaðan sem nú er upp komin er fremur óvenjuleg fyrir Ísland. Síðustu ár hefur of mikil verðbólga verið áhyggjuefni en ekki of lítil. Staðan er þannig nú að Seðlabanki Íslands þarf að skila ríkisstjórninni skýrslu um hvernig bregðast eigi við. Þórólfur bendir einnig á að þetta geti haft slæm áhrif á stöðu óverðtryggðra lána. Þegar verðbólga mælist ekki eða sé neikvæð taki verðtryggð lán mið af því, en ekki þau óverðtryggðu. „Ef þú ert með verðhjöðnun og venjulegan lánasamning, bara nafnvexti en ekki verðtryggingarákvæði, þá þýðir verðhjöðnunin það að greiðslubyrðin á láninu sífellt að þyngjast. Ef þú stilltir þig af í upphafi að þú sért akkúrat á mörkunum sem þú ræður við, þá gerist það að þú ferð yfir þessi mörk,“ segir hann. „Þá verður forsendubrestur með öfugum formerkjum.“ Alþingi Tengdar fréttir Verðbólga undir þolmörkum Tólf mánaða verðbólga er komin undir þolmörk Seðlabankans. Tólf mánaða verðbólga mælist 0,8 prósent í desember en var 1 prósent í nóvember. 19. desember 2014 09:07 Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Bregðast þarf við óvenju lágri verðbólgu hér á landi, sem hefur mælst talsvert undir viðmiðunarmörkum Seðlabanka Íslands. Ef heldur áfram sem horfir getur það þýtt samdrátt í samfélaginu sem veldur auknu atvinnuleysi og setur óverðtryggð lán í talsvert uppnám.Þórólfur segir ekki auðvelt að koma verðbólgu af stað á nýjan leik.Vísir/KristinnÞórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir að almennt sé talið að verðbólga á bilinu tvö til þrjú prósent sé eðlileg. Síðastliðna tólf mánuði hefur verðbólgan hækkað um 0,8 prósent. Það er 1,7 prósentustigum fyrir neðan markmið seðlabankans, sem er 2,5 stig. „Ef að fólk hefur í hyggju að fjárfesta í varanlegum neysluvarningi, nýju sjónvarpi, nýjum bíl eða þessháttar, og það er verðhjöðnun í gangi þá hugsar það með sér: „Þessi bíll kostar tvær og hálfa milljón núna en þessi bíll, kannski tæknilega betur búinn, kostar 2,2 milljónir á næsta ári. Ég bíð með þetta.“ Þá verður of mikill sparnaður í hagkerfinu,“ útskýrir Þórólfur. „Ef að heimilin spara of mikið þá minnka umsvif í hagkerfinu og allir hafa það verra,“ segir hann og bendir á að þetta geti haft í för með sér aukið atvinnuleysi vegna minni umsvifa og eftirspurnar. Þórólfur segir að þetta sé vítahringur sem erfitt sé að losa sig úr. Már Guðmundsson seðlabankastjóri þarf að gefa stjórnvöldum skýrslu um hvernig bregðast eigi við lítilli verðbólgu síðustu mánuði.Vísir/StefánStaðan sem nú er upp komin er fremur óvenjuleg fyrir Ísland. Síðustu ár hefur of mikil verðbólga verið áhyggjuefni en ekki of lítil. Staðan er þannig nú að Seðlabanki Íslands þarf að skila ríkisstjórninni skýrslu um hvernig bregðast eigi við. Þórólfur bendir einnig á að þetta geti haft slæm áhrif á stöðu óverðtryggðra lána. Þegar verðbólga mælist ekki eða sé neikvæð taki verðtryggð lán mið af því, en ekki þau óverðtryggðu. „Ef þú ert með verðhjöðnun og venjulegan lánasamning, bara nafnvexti en ekki verðtryggingarákvæði, þá þýðir verðhjöðnunin það að greiðslubyrðin á láninu sífellt að þyngjast. Ef þú stilltir þig af í upphafi að þú sért akkúrat á mörkunum sem þú ræður við, þá gerist það að þú ferð yfir þessi mörk,“ segir hann. „Þá verður forsendubrestur með öfugum formerkjum.“
Alþingi Tengdar fréttir Verðbólga undir þolmörkum Tólf mánaða verðbólga er komin undir þolmörk Seðlabankans. Tólf mánaða verðbólga mælist 0,8 prósent í desember en var 1 prósent í nóvember. 19. desember 2014 09:07 Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Verðbólga undir þolmörkum Tólf mánaða verðbólga er komin undir þolmörk Seðlabankans. Tólf mánaða verðbólga mælist 0,8 prósent í desember en var 1 prósent í nóvember. 19. desember 2014 09:07