Viðskipti innlent

Verðbólga undir þolmörkum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Tólf mánaða verðbólga er komin undir þolmörk Seðlabankans. Tólf mánaða verðbólga mælist 0,8 prósent í desember en var 1 prósent í nóvember.

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,31% frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 394,3 stig og hækkaði um 0,23% frá nóvember.

Flugfargjöld til útlanda hækkuðu um 14,3% (áhrif á vísitölu 0,17%), kostnaður vegna húsnæðis, hita og rafmagns hækkaði um 0,5% (0,13%) og verð á bensíni og olíum lækkaði um 2,4% (-0,10%).

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 0,8% og vísitala án húsnæðis hefur lækkað um 0,4%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs lækkað um 0,1% sem jafngildir 0,3% verðhjöðnun á ári (1,4% verðhjöðnun fyrir vísitölu án húsnæðis).






Fleiri fréttir

Sjá meira


×