Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Kjartan Kjartansson skrifar 23. janúar 2025 15:46 Til greina kæmi að reisa móttökustöð fyrir fljótandi koltvísýring við höfnina í Þorlákshöfn og dæla honum þaðan til niðurdælingarholna annars staðar. Áform Carbfix eru skammt á veg komin en bæjarstjórn Ölfuss tekur viljayfirlýsingu um verkefnið fyrir á fundi í næstu viku. Vísir/Egill Kolefnisbindingarfyrirtækið Carbfix hefur boðað til fundar með íbúum Ölfuss til þess að kynna áform þess um uppbyggingu og rekstur á kolefnisförgunarstöð í sveitarfélaginu. Talsmaður fyrirtækisins segir fundinn upphaf að samtali við íbúa um staðsetningu, áhrif og ávinning af stöðinni. Bæjarráð Ölfuss tók jákvætt í erindi um uppbyggingu kolefnisförgunarstöðvar Carbfix í sveitarfélaginu á fundi í síðustu viku. Taka á viljayfirlýsingu um verkefnið fyrir í bæjarstjórn 30. janúar. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, og Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix, eru á meðal þeirra sem halda erindi á fundinum sem Carbfix hefur boðað til í Versölum í Þorlákshöfn á mánudag, 27. janúar. Fara á yfir hvers vegna kolefnisförgunarstöðvar eru byggðar, hvernig þær geta litið út og hvaða samfélagslegu og efnahagslegu áhrif þær hafa, að því er kemur fram í fundarboðinu. Boðið verður upp á spurningar úr sal og af netinu. Förgun kolefnisins á að fara fram með aðferð sem Carbfix hefur þróað sem felst í því að koltvísýringi er dælt djúpt ofan í jörðina þar sem hann binst varanlega í steindir. Niðurdæling af þessu tagi hefur farið fram við Hellisheiðarvirkjun í Ölfusi frá 2012. Carbfix er langt komið með að binda bæði koltvísýrings- og brennisteinsvetnislosun frá jarðvarmavirkjuninni með aðferðinni. Frá 2014 hefur fyrirtækið dælt 75.000 tonnum af koltvísýringi niður í borholur við virkjunina. Nánast allt utan vatnsverndarsvæða komi til greina Ólafur Elínarson, samskiptastjóri Carbfix, segir stöðina sem fyrirtækið vill reisa í Ölfusi svipaða þeirri sem stefnt er á að reisa við Straumsvík í Hafnarfirði. Hún sé í samræmi við vilja og stefnu Carbfix um að nýta tækni sína á fleiri stöðum. Fundurinn á mánudaginn sé upphafið að samtali um staðsetningu, áhrif og ávinning af verkefninu. Líkt og í Straumvík væri ætlunin að flytja koltvísýring á fljótandi formi með flutningaskipum til Ölfuss. Hafnarstjórn Þorlákshafnar er á meðal aðila viljayfirlýsingarinnar sem bæjarstjórnin hefur til umfjöllunar. Til þess þyrfti að reisa móttökustöð með tönkum en þaðan yrði vökvinn fluttur í gegnum leiðslur til niðurdælingarborholna. Fyrirhuguð staðsetning borholnanna nálægt íbúabyggð hefur verið umdeild í Hafnarfirði þar sem hópur íbúar hefur krafist íbúakosningar um kolefnisförgunarmiðstöðina Coda Terminal. Í Ölfusi koma nánast allar staðsetningar utan vatnsverndarsvæða til greina fyrir borholurnar, að sögn Ólafs. Móttökustöð fyrir gasið þyrfti að vera annað hvort við höfnina í Þorlákshöfn eða lengra frá bænum. Carbfix vilji þróa verkefnið með íbúum frá byrjun, þar á meðal staðsetningu stöðvarinnar. „Við ætlum að láta íbúana hafa meira um það segja og þess vegna er allt opið eins og staðan er núna,“ segir Ólafur um áformin. Loftslagsmál Ölfus Mest lesið „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Sjá meira
Bæjarráð Ölfuss tók jákvætt í erindi um uppbyggingu kolefnisförgunarstöðvar Carbfix í sveitarfélaginu á fundi í síðustu viku. Taka á viljayfirlýsingu um verkefnið fyrir í bæjarstjórn 30. janúar. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, og Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix, eru á meðal þeirra sem halda erindi á fundinum sem Carbfix hefur boðað til í Versölum í Þorlákshöfn á mánudag, 27. janúar. Fara á yfir hvers vegna kolefnisförgunarstöðvar eru byggðar, hvernig þær geta litið út og hvaða samfélagslegu og efnahagslegu áhrif þær hafa, að því er kemur fram í fundarboðinu. Boðið verður upp á spurningar úr sal og af netinu. Förgun kolefnisins á að fara fram með aðferð sem Carbfix hefur þróað sem felst í því að koltvísýringi er dælt djúpt ofan í jörðina þar sem hann binst varanlega í steindir. Niðurdæling af þessu tagi hefur farið fram við Hellisheiðarvirkjun í Ölfusi frá 2012. Carbfix er langt komið með að binda bæði koltvísýrings- og brennisteinsvetnislosun frá jarðvarmavirkjuninni með aðferðinni. Frá 2014 hefur fyrirtækið dælt 75.000 tonnum af koltvísýringi niður í borholur við virkjunina. Nánast allt utan vatnsverndarsvæða komi til greina Ólafur Elínarson, samskiptastjóri Carbfix, segir stöðina sem fyrirtækið vill reisa í Ölfusi svipaða þeirri sem stefnt er á að reisa við Straumsvík í Hafnarfirði. Hún sé í samræmi við vilja og stefnu Carbfix um að nýta tækni sína á fleiri stöðum. Fundurinn á mánudaginn sé upphafið að samtali um staðsetningu, áhrif og ávinning af verkefninu. Líkt og í Straumvík væri ætlunin að flytja koltvísýring á fljótandi formi með flutningaskipum til Ölfuss. Hafnarstjórn Þorlákshafnar er á meðal aðila viljayfirlýsingarinnar sem bæjarstjórnin hefur til umfjöllunar. Til þess þyrfti að reisa móttökustöð með tönkum en þaðan yrði vökvinn fluttur í gegnum leiðslur til niðurdælingarborholna. Fyrirhuguð staðsetning borholnanna nálægt íbúabyggð hefur verið umdeild í Hafnarfirði þar sem hópur íbúar hefur krafist íbúakosningar um kolefnisförgunarmiðstöðina Coda Terminal. Í Ölfusi koma nánast allar staðsetningar utan vatnsverndarsvæða til greina fyrir borholurnar, að sögn Ólafs. Móttökustöð fyrir gasið þyrfti að vera annað hvort við höfnina í Þorlákshöfn eða lengra frá bænum. Carbfix vilji þróa verkefnið með íbúum frá byrjun, þar á meðal staðsetningu stöðvarinnar. „Við ætlum að láta íbúana hafa meira um það segja og þess vegna er allt opið eins og staðan er núna,“ segir Ólafur um áformin.
Loftslagsmál Ölfus Mest lesið „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Sjá meira