700 kr fyrir að nota hraðbanka: "Viðkomandi ætti að sjálfsögðu að nota debetkort“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 17. desember 2014 10:31 "Fyrst og fremst skapast þessi kostnaður af því að þetta er í raun lán sem bankinn er að veita og þessi kostnaður er til að mæta vaxtakostnaði og áhættu sem lánveitingu fylgir,“ segir Kristján. „Viðkomandi ætti að sjálfsögðu að nota debetkort. Það er miklu ódýrara og betra fyrir hana og það gera langflestir,“ segir Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans.Vísir greindi frá því í gær að það hefði kostað íþróttakonuna Rögnu Ingólfsdóttur tæpar 700 krónur að taka fé út úr hraðbanka. Hún notaði kreditkort frá Landsbankanum til að taka út 20 þúsund krónur, en þóknunargjald bankans er 2,2 prósent. Þá leggst ofan á það 120 króna fastagjald. Alls voru þetta því tæpar 700 krónur, en þetta gjald er þó ekki nýtt af nálinni og hefur haldist óbreytt lengi að sögn Kristjáns.Kostnaðurinn mæti vaxtakostnaði og áhættu „Fyrst og fremst skapast þessi kostnaður af því að þetta er í raun lán sem bankinn er að veita og þessi kostnaður er til að mæta vaxtakostnaði og áhættu sem lánveitingu fylgir. Ef tekið er út af debetkorti þá er enginn vaxtakostnaður tengdur úttektinni, enda fer féð beint út af reikningi viðkomandi. Við ráðleggjum viðkomandi hiklaust að fara ódýrari leiðina og nota debetkortið,“ segir Kristján. Ragna hefur reglulega tekið fé út úr hraðbanka undanfarið ár og kom það henni verulega á óvart að sjá hversu kostnaðarsamt það hafi verið. Hún viðurkenndi þó að hafa ekki litið á verðskrá Landsbankans þar sem sjá má sundurliðað hversu mikill kostnaður það sé sem fylgi því að taka reiðufé út úr hraðbönkum. Henni finnst kostnaðurinn þó of hár og íhugar að skipta um viðskiptabanka.Ósátt við kostnaðinn „Mér finnst þetta alltof hár kostnaður. Ég er búin að gera þetta nokkuð oft og búið að kosta mig mikið síðasta árið, en framvegis reyni ég að taka út af debet eða jafnvel færi viðskipti mín til Íslandsbanka þar sem hann er mér nær,“ sagði Ragna í samtali við Vísi í gær. Líkt og Kristján segir er umtalsvert ódýrara að taka pening út af debetkorti. Viðskiptavinir Landsbankans geta tekið út af debetkorti þeim að kostnaðarlausu, sé það gert í hraðbanka Landsbankans. Sé það gert í hraðbönkum annarra banka kostar það um 150 krónur. Fram til ársins 2012 voru engin úttektargjöld af debetkortum í hraðbönkum landsins. Gjaldtaka hófst umrætt ár en bankarnir segja gjaldið renna í rekstur hraðbankakerfisins. Tengdar fréttir Rukkuð um 700 krónur fyrir að taka út úr hraðbanka Er 700 krónum fátækari eftir að hafa tekið úr öðrum en sínum viðskiptabanka. 16. desember 2014 15:47 Mest lesið Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Indó ríður á vaðið Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira
„Viðkomandi ætti að sjálfsögðu að nota debetkort. Það er miklu ódýrara og betra fyrir hana og það gera langflestir,“ segir Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans.Vísir greindi frá því í gær að það hefði kostað íþróttakonuna Rögnu Ingólfsdóttur tæpar 700 krónur að taka fé út úr hraðbanka. Hún notaði kreditkort frá Landsbankanum til að taka út 20 þúsund krónur, en þóknunargjald bankans er 2,2 prósent. Þá leggst ofan á það 120 króna fastagjald. Alls voru þetta því tæpar 700 krónur, en þetta gjald er þó ekki nýtt af nálinni og hefur haldist óbreytt lengi að sögn Kristjáns.Kostnaðurinn mæti vaxtakostnaði og áhættu „Fyrst og fremst skapast þessi kostnaður af því að þetta er í raun lán sem bankinn er að veita og þessi kostnaður er til að mæta vaxtakostnaði og áhættu sem lánveitingu fylgir. Ef tekið er út af debetkorti þá er enginn vaxtakostnaður tengdur úttektinni, enda fer féð beint út af reikningi viðkomandi. Við ráðleggjum viðkomandi hiklaust að fara ódýrari leiðina og nota debetkortið,“ segir Kristján. Ragna hefur reglulega tekið fé út úr hraðbanka undanfarið ár og kom það henni verulega á óvart að sjá hversu kostnaðarsamt það hafi verið. Hún viðurkenndi þó að hafa ekki litið á verðskrá Landsbankans þar sem sjá má sundurliðað hversu mikill kostnaður það sé sem fylgi því að taka reiðufé út úr hraðbönkum. Henni finnst kostnaðurinn þó of hár og íhugar að skipta um viðskiptabanka.Ósátt við kostnaðinn „Mér finnst þetta alltof hár kostnaður. Ég er búin að gera þetta nokkuð oft og búið að kosta mig mikið síðasta árið, en framvegis reyni ég að taka út af debet eða jafnvel færi viðskipti mín til Íslandsbanka þar sem hann er mér nær,“ sagði Ragna í samtali við Vísi í gær. Líkt og Kristján segir er umtalsvert ódýrara að taka pening út af debetkorti. Viðskiptavinir Landsbankans geta tekið út af debetkorti þeim að kostnaðarlausu, sé það gert í hraðbanka Landsbankans. Sé það gert í hraðbönkum annarra banka kostar það um 150 krónur. Fram til ársins 2012 voru engin úttektargjöld af debetkortum í hraðbönkum landsins. Gjaldtaka hófst umrætt ár en bankarnir segja gjaldið renna í rekstur hraðbankakerfisins.
Tengdar fréttir Rukkuð um 700 krónur fyrir að taka út úr hraðbanka Er 700 krónum fátækari eftir að hafa tekið úr öðrum en sínum viðskiptabanka. 16. desember 2014 15:47 Mest lesið Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Indó ríður á vaðið Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira
Rukkuð um 700 krónur fyrir að taka út úr hraðbanka Er 700 krónum fátækari eftir að hafa tekið úr öðrum en sínum viðskiptabanka. 16. desember 2014 15:47