500 manns í sprotafyrirtækjum jarðhitavinnslu á Suðurnesjum Kristján Már Unnarsson skrifar 16. desember 2014 19:00 Um fimmhundruð manns starfa nú í ólíkum fyrirtækjum sem orðið hafa til vegna nýsköpunar í kringum jarðhitavinnslu á Suðurnesjum. Dæmi um þetta voru rakin í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Í gróðurhúsi við Grindavík hefur ORF líftækni vakið athygli heimsfjölmiðla fyrir að nýta erfðabreytt bygg í gerð frumuvaka til framleiðslu snyrtivara. Kristinn Grétarsson, forstjóri ORF líftækni, nefndi sem dæmi um árangur sölustarfs að vara frá fyrirtækinu væri nú sú mest selda um borð í flugvélum British Airways og sú fyrsta sem seldist meira en áfengi og tóbak. Bláa lónið, affall úr Svartsengi, sem sennilega yrði ekki leyft í dag, er orðinn vinsælasti ferðamannastaður Íslands og grunnur nýsköpunar í húðvöruiðnaði. Ása Brynjólfsdóttir, rannsóknar- og þróunarstjóri Bláa lónsins, segir að það sé orðið eitt af þekktustu vörumerkjum landsins og snyrtivörur Bláa lónsins sennilega mest seldu íslensku snyrtivörurnar. Í fréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá dýrasta matfiski Íslands, Senegal-flúrunni, sem vex upp í affallssjó frá Reykjanesvirkjun í eldisstöð Stolt Sea Farm. Þar við hliðina reka útgerðarfyrirtæki Grindvíkinga, Þorbjörn og Vísir, fiskþurrkunina Haustak, sem nýtir jarðvarma. Þar fer ekki aðeins fram þurrkun þorskhausa heldur jafnframt margvísleg nýsköpun í gufuþurrkun matvæla. Víkingur Víkingsson, framkvæmdastjóri Haustaks á Reykjanesi, sýndi hvernig nota mætti jarðvarmatæknina til að þurrka ávexti. Þá hafa á síðustu dögum birst fréttir af hátæknifyrirtækinu Carbon Recycling, sem þróar aðferðir til að nýta koltvísýring frá HS Orku til metanólframleiðslu í Svartsengi. Albert Albertsson verkfræðingur, einn af elstu starfsmönnum HS Orku og áður Hitaveitu Suðurnesja, segir að við rekstur og viðhald orkuveranna í Svartsengi og á Reykjanesi starfi nú um 30 manns. „En það eru um og yfir 500 manns sem starfa í þessum hliðarfyrirtækjum.“ „Þrátt fyrir að hér sé framleitt rafmagn þá er líka spa-svæði hér og hér eru framleiddar snyrtivörur á heimsmælikavarða,“ segir Kristín Vala Matthíasdóttir, framkvæmdastjóri Auðlindagarðs HS Orku.Kristín Vala Matthíasdóttir, framkvæmdastjóri Auðlindagarðs HS Orku.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.„Við erum með matvælaiðnað við hliðina á einu af stærstu jarðvarmaorkuverum landsins, - gríðarlega mikla matvælaframleiðslu. Þetta er náttúrlega mjög sérstakt, bæði á Íslandi og á heimsvísu,“ segir Kristín Vala. Í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld er nánar fjallað um atvinnustarfsemi sem skapast hefur vegna nýsköpunar- og þróunarstarfs út frá orkuverunum á Suðurnesjum. Grindavík Orkumál Um land allt Tengdar fréttir Dýrasti fiskur á Íslandi dafnar í affalli virkjunar Einn verðmætasti matfiskur heims, Senegal-flúra, er að ná sláturstærð í eldisstöð Stolt Sea Farm á Reykjanesi. 15. desember 2014 20:15 Vilja tífalda framleiðslu metanóls í Svartsengi Nýsköpunarfyrirtækið Carbon Recycling, sem hyggst reisa metanólverksmiðju fyrir kolaorkuver í Þýskalandi, er á sama tíma að ljúka stækkun eigin verksmiðju í Svartsengi. 13. desember 2014 20:30 Tækni úr Svartsengi nýtt í kolaorkuveri í Þýskalandi Íslensk tækni, sem Carbon Recycling hefur þróað í Svartsengi, verður nýtt í kolaorkuveri í Ruhr-héraðinu í Þýskalandi til að breyta menguðum útblæstri í vistvænt eldsneyti. 11. desember 2014 20:45 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Um fimmhundruð manns starfa nú í ólíkum fyrirtækjum sem orðið hafa til vegna nýsköpunar í kringum jarðhitavinnslu á Suðurnesjum. Dæmi um þetta voru rakin í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Í gróðurhúsi við Grindavík hefur ORF líftækni vakið athygli heimsfjölmiðla fyrir að nýta erfðabreytt bygg í gerð frumuvaka til framleiðslu snyrtivara. Kristinn Grétarsson, forstjóri ORF líftækni, nefndi sem dæmi um árangur sölustarfs að vara frá fyrirtækinu væri nú sú mest selda um borð í flugvélum British Airways og sú fyrsta sem seldist meira en áfengi og tóbak. Bláa lónið, affall úr Svartsengi, sem sennilega yrði ekki leyft í dag, er orðinn vinsælasti ferðamannastaður Íslands og grunnur nýsköpunar í húðvöruiðnaði. Ása Brynjólfsdóttir, rannsóknar- og þróunarstjóri Bláa lónsins, segir að það sé orðið eitt af þekktustu vörumerkjum landsins og snyrtivörur Bláa lónsins sennilega mest seldu íslensku snyrtivörurnar. Í fréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá dýrasta matfiski Íslands, Senegal-flúrunni, sem vex upp í affallssjó frá Reykjanesvirkjun í eldisstöð Stolt Sea Farm. Þar við hliðina reka útgerðarfyrirtæki Grindvíkinga, Þorbjörn og Vísir, fiskþurrkunina Haustak, sem nýtir jarðvarma. Þar fer ekki aðeins fram þurrkun þorskhausa heldur jafnframt margvísleg nýsköpun í gufuþurrkun matvæla. Víkingur Víkingsson, framkvæmdastjóri Haustaks á Reykjanesi, sýndi hvernig nota mætti jarðvarmatæknina til að þurrka ávexti. Þá hafa á síðustu dögum birst fréttir af hátæknifyrirtækinu Carbon Recycling, sem þróar aðferðir til að nýta koltvísýring frá HS Orku til metanólframleiðslu í Svartsengi. Albert Albertsson verkfræðingur, einn af elstu starfsmönnum HS Orku og áður Hitaveitu Suðurnesja, segir að við rekstur og viðhald orkuveranna í Svartsengi og á Reykjanesi starfi nú um 30 manns. „En það eru um og yfir 500 manns sem starfa í þessum hliðarfyrirtækjum.“ „Þrátt fyrir að hér sé framleitt rafmagn þá er líka spa-svæði hér og hér eru framleiddar snyrtivörur á heimsmælikavarða,“ segir Kristín Vala Matthíasdóttir, framkvæmdastjóri Auðlindagarðs HS Orku.Kristín Vala Matthíasdóttir, framkvæmdastjóri Auðlindagarðs HS Orku.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.„Við erum með matvælaiðnað við hliðina á einu af stærstu jarðvarmaorkuverum landsins, - gríðarlega mikla matvælaframleiðslu. Þetta er náttúrlega mjög sérstakt, bæði á Íslandi og á heimsvísu,“ segir Kristín Vala. Í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld er nánar fjallað um atvinnustarfsemi sem skapast hefur vegna nýsköpunar- og þróunarstarfs út frá orkuverunum á Suðurnesjum.
Grindavík Orkumál Um land allt Tengdar fréttir Dýrasti fiskur á Íslandi dafnar í affalli virkjunar Einn verðmætasti matfiskur heims, Senegal-flúra, er að ná sláturstærð í eldisstöð Stolt Sea Farm á Reykjanesi. 15. desember 2014 20:15 Vilja tífalda framleiðslu metanóls í Svartsengi Nýsköpunarfyrirtækið Carbon Recycling, sem hyggst reisa metanólverksmiðju fyrir kolaorkuver í Þýskalandi, er á sama tíma að ljúka stækkun eigin verksmiðju í Svartsengi. 13. desember 2014 20:30 Tækni úr Svartsengi nýtt í kolaorkuveri í Þýskalandi Íslensk tækni, sem Carbon Recycling hefur þróað í Svartsengi, verður nýtt í kolaorkuveri í Ruhr-héraðinu í Þýskalandi til að breyta menguðum útblæstri í vistvænt eldsneyti. 11. desember 2014 20:45 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Dýrasti fiskur á Íslandi dafnar í affalli virkjunar Einn verðmætasti matfiskur heims, Senegal-flúra, er að ná sláturstærð í eldisstöð Stolt Sea Farm á Reykjanesi. 15. desember 2014 20:15
Vilja tífalda framleiðslu metanóls í Svartsengi Nýsköpunarfyrirtækið Carbon Recycling, sem hyggst reisa metanólverksmiðju fyrir kolaorkuver í Þýskalandi, er á sama tíma að ljúka stækkun eigin verksmiðju í Svartsengi. 13. desember 2014 20:30
Tækni úr Svartsengi nýtt í kolaorkuveri í Þýskalandi Íslensk tækni, sem Carbon Recycling hefur þróað í Svartsengi, verður nýtt í kolaorkuveri í Ruhr-héraðinu í Þýskalandi til að breyta menguðum útblæstri í vistvænt eldsneyti. 11. desember 2014 20:45