Orkumál

Fréttamynd

Banninu verður ekki flýtt

Ráðherra orkumála segir að banni við nýskráningum á bílum sem ganga á jarðefnaeldsneyti verði ekki flýtt. Það sé þó mikilvægt fyrir Íslendinga að átta sig á því að hagkvæmast sé að keyra um á rafbílum. 

Bílar
Fréttamynd

Enn ein at­lagan að auð­lindum og náttúru landsins

Ekki er að sjá annað en að markmið fyrrgreindrar stefnu sé að ryðja upp vindorkuverum sem hraðast og sem víðast á landinu. Boðskapur Orkumálaráðherra sem bylur í eyrum um „grænu orkuna“ óháð því hvort hún sé raunverulega græn hefur dunið á landsmönnum og þannig skal ná markmiðum stjórnvalda um orkuskipti og kolefnishlutleysi án þess þó að sýnt sé fram á það í reynd með tölulegum staðreyndum.

Skoðun
Fréttamynd

Metaf­koma ál­veranna snýst í tap með lækkandi ál­verði

Eftir að skilað metafkomu á tímum heimsfaraldursins, þegar hrávöruverð var í hæstu hæðum, þá urðu nokkur umskipti í rekstri íslensku álveranna á liðnu ári og tekjur drógust nokkuð skarpt saman vegna lækkandi álverðs. Tvö af stærstu álverum landsins skiluðu því tapi eftir tugmilljarða hagnað árið áður.

Innherji
Fréttamynd

Orku­stofn­un seg­ir mik­il­vægt að skoð­a fyr­ir­kom­u­lag við kaup Lands­nets á orku

Deildarstjóri Raforkueftirlits Orkustofnunar segir mikilvægt að skoða fyrirkomulag á kaupum á flutningstöpum og leggja mat á hagkvæmni þeirra. Sérstaklega í ljósi þess að gagnsæi raforkuviðskipta hafi stóraukist á undanförnum mánuðum með tilkomu markaðstorga. Aukið aðgengi að markaðsupplýsingum sé tilefni þess að nú vinni Raforkueftirlitið að leiðbeiningum um innkaup flutningstapa.

Innherji
Fréttamynd

Vinna eins og hakkarar en eftir skýrum reglum

Landsbankinn og netöryggisfyrirtækið Defend Iceland hafa gert samning um aðgang að hugbúnaði villuveiðigáttar fyrirtækisins til að auka og styrkja varnir gegn árásum á net- og tölvukerfi Landsbankans. Fjölmörg íslensk fjármálafyrirtæki hafa leitað til Defend Iceland.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

RA­RIK tryggð­i raf­ork­u til mun lengr­i tíma en Lands­net til að drag­a úr á­hætt­u

Aðstoðarforstjóri RARIK segir að dreifiveitan hafi í gegnum tíðina tryggt sér raforku vegna tapa í raforkukerfinu til mun lengri tíma en Landsnet til að draga úr áhættu í rekstri. Óeðlilegt sé að flutningsfyrirtækið geti fleytt á þriggja mánaða fresti breyttum orkukostnaði til viðskiptavina en RARIK sé á meðal þeirra. „Það vantar í regluverkið hvata fyrir flutningsfyrirtækið til að sýna fyrirhyggju í raforkukaupum. Fyrirtækið getur tekið áhættu við orkukaup en ber ekki kostnaðinn.“

Innherji
Fréttamynd

Sex vatns­afls­virkjanir á leið í nýtingarflokk

Sex nýjar vatnsaflsvirkjanir eru á grænu ljósi og á leiðinni í nýtingarflokk, samkvæmt tillögum verkefnisstjórnar rammaáætlunar. Hún leggur hins vegar til að þrjár virkjanir verði ekki leyfðar og fari í verndarflokk.

Innlent
Fréttamynd

Án raf­magns í tuttugu mínútur

Rafmagnslaust varð á Egilsstöðum, Seyðisfirði, Borgarfirði eystri og nærsveitum korter yfir tíu í morgun vegna útleysingar frá tengivirki við Eyvindará.

Innlent
Fréttamynd

Níu manns sagt upp hjá Veitum

Níu starfsmönnum Veitna var sagt upp um mánaðamótin. Rún Ingvarsdóttir samskiptastýra Veitna segir uppsagnirnar vera vegna skipulagsbreyinga sem tilkynnt var um 29. maí síðastliðinn.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Þannig gæti Al­þingi sam­einast um orku­mál

Hér á landi hafa tveir ósammála hópar átt samtal um orkumál. Hvor hópur hefur eitt og annað til síns máls en þar sem samtalið er oftast í skeytasendingum á samfélagsmiðlum þá verður lítið ágengt í umræðunni. Oft er það lausn á málum að tala saman, hlusta á hinn. Þá er hægt að finna braut sem sameinar sjónarmið beggja.

Skoðun
Fréttamynd

Fyrirsjáanleiki til fram­tíðar

Uppbygging raforkuvinnslu hér á landi hefur lengi tengst uppbyggingu stórra, orkusækinna fyrirtækja sem hafa með langtíma orkusamningum tryggt að fjárfesting í raforkuvinnslu sé réttlætanleg. Lengi vel hvöttu íslensk stjórnvöld til fjárfestinga sem leiddu saman öruggt fjármagn og nægt framboð á íslenskri orku og greiddu götu þeirra fyrirtækja sem sýndu því áhuga að starfa hér á landi.

Skoðun
Fréttamynd

Raf­ork­u­verð hækk­að­i mik­ið í út­boð­i Lands­nets og SI vill að grip­ið verð­i inn í

Verð á rafmagni hækkaði um 34 prósent milli ára í útboði Landsnets til að mæta svokölluðum grunntöpum. Samtök iðnaðarins sendu Raforkueftirliti Orkustofnunar bréf þar sem viðraðar eru áhyggjur af því að Landsnet varpi ábyrgð fyrirtækisins um skilvirkan rekstur alfarið yfir á raforkunotendur. Framkvæmdastjóri Samáls segir að álfyrirtæki greiði hátt verð fyrir flutning á raforku í samanburði við aðra sambærilega framleiðendur í Evrópu.

Innherji
Fréttamynd

Hvað kostaði Krýsu­vík?

Á bæjarstjórnarfundi í Hafnarfirði í liðinni viku var samþykkt að selja HS orku nýtingarétt af auðlindum í Krýsuvík. Fyrirtækið hyggst reisa virkjun á svæðinu, virkja jarðvarma til raforkuframleiðsl, til sölu á heitu vatni til heimila og fyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu og vinna grunnvatn eins og segir í samningi aðilanna.

Skoðun
Fréttamynd

Hafnarfjarðarbær semur við HS orku um rann­sóknar- og nýtingarrétt í Krýsu­vík

Hafnarfjarðarbær og HS Orka hafa undirritað samkomulag um rannsóknir og nýtingu auðlindaréttinda í Krýsuvík til vinnslu á heitu vatni, ferskvatni og til raforkuframleiðslu. Markmiðið er að auka afhendingaröryggi á heitu vatni í Hafnarfirði og annars staðar á höfuðborgarsvæðinu ásamt því að mæta vaxandi raforkuþörf í landinu. Áætlað er að nýtt jarðvarmaver í Krýsuvík gæti hitað upp allt að 50.000 manna byggð.

Innlent
Fréttamynd

Vill skýringar á seinum svörum Orkustofnunar

Umboðsmaður Alþingis hefur sent Orkustofnun ábendingar og óskað eftir upplýsingum vegna málshraða og afgreiðslutíma hjá stofnuninni. Er þetta tilkomið vegna kvörtunar sem tók Orkustofnun meira en tvö ár að afgreiða.

Innlent
Fréttamynd

Lands­net skuldar Lands­virkjun 2,4 milljarða

Landsnet skuldar Landsvirkjun 2,4 milljarða króna sem greiddar voru í svokallað aflgjald af framleiðendum raforku. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í dag að innheimta Landsnets á téðu gjaldi væri ólögmæt.

Neytendur
Fréttamynd

Lands­virkjun vann og neyt­endur borga brúsann

Hæstiréttur hefur dæmt innheimtu Landsnets á svokölluðu aflgjaldi af framleiðendum raforku ólögmæta. Sama niðurstaða á neðri dómstigum gerði það að verkum að Landsnet færði aflgjaldið yfir á notendur raforku, neytendur.

Neytendur
Fréttamynd

Vitundar­vakning um auð­lindir þjóðar

Náttúruauðlindir eru undirstaða velferðar Íslendinga og komandi kynslóða. Verði ég forseti Íslands mun ég stuðla að vitundarvakningu um verðmæti þeirra og mikilvægi sjálfbærrar nýtingar í víðu samhengi.

Skoðun
Fréttamynd

Þess vegna er Halla Hrund efst

Þegar Halla Hrund tilkynnti framboð sitt, skaust hún upp í skoðanakönnunum og situr enn hæst. Hún er því besti kostur okkar til að fá forseta sem kemur úr röðum almennings. Hún er góður kostur fyrir margar sakir og framboð hennar á sér svipaða upprunarsögu og framboð tveggja frábærra forseta, Vigdísar og Guðna.

Skoðun
Fréttamynd

Forsetakosning, auð­lindir í þágu al­mennings

Í baráttu um forsetakjör hefur Halla Hrund Logadóttir lagt sérstaka áherslu á mikilvægi auðlinda. Út frá sinni sérþekkingu á því sviði segir hún auðlindir skipta hvað mestu máli fyrir afkomu þjóðar og framtíð landsins. Góðu heilli hefur umræða nú tendrast um þau mikilvægu málefni.

Skoðun
Fréttamynd

Gæti haft gríðar­lega þýðingu fyrir Ísa­fjörð

Nærri sextíu stiga heitt vatn er fundið á Ísafirði. Á næstu vikum skýrist hvort magnið dugar til að kynda öll hús í höfuðstað Vestfjarða. Fyrir vestan er heitavatnsfundinum líkt við gullfund en Orkubú Vestfjarða neyddist í vetur til að brenna olíu fyrir yfir hálfan milljarð króna.

Innlent
Fréttamynd

Þetta snýst um orkuna

Flestir halda að forsetaembættið sé puntembætti sem snýst mest um að taka í hendina á ráðamönnum og mæta prúðbúinn í teboð. Raunin er hins vegar sú að í þessu embætti felst mikið meira og mikilvægara hlutverk og því má ekki gleyma þegar krossinn er settur við þann frambjóðanda er við teljum að muni sinna embættinu best.

Skoðun