Innlent

Þagnargerningur Jóns Þórs í ræðustól Alþingis

Jakob Bjarnar skrifar
Jón Þór hélt dramatíska þagnarstund á þingi, því hann trúir að verið sé að jarða 1. flokks læknaþjónustu á Íslandi.
Jón Þór hélt dramatíska þagnarstund á þingi, því hann trúir að verið sé að jarða 1. flokks læknaþjónustu á Íslandi.
Píratinn Jón Þór Ólafsson kvaddi sér hljóðs í orðsins fyllstu merkingu, hann fór í ræðustól Alþingis í gær, sagði „Herra forseti!“ og svo þagði hann í tvær mínútur. Þetta var í dagskrárliðnum „Ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2015“.

Ekki er hægt að segja annað en Jón Þór hafi fengið ágætt hljóð meðan hann stóð við ræðupúltið og þagði. Þegar um það bil tvær mínútur voru liðnar, rauf hann hina dramatísku þögn:

„Ég trúi því að ef ekkert verður að gert þá er fyrsta flokks læknaþjónusta á Íslandi – þá muni hún deyja. Og mér fannst því viðeigandi að halda smá þagnarstund vegna þess.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×