Handbolti

Ragnheiður framlengdi við Fram

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Helga Björk Eiríkisdóttir, formaður handknattleiksdeildar Fram, ásamt Ragnheiði eftir undirskriftina.
Helga Björk Eiríkisdóttir, formaður handknattleiksdeildar Fram, ásamt Ragnheiði eftir undirskriftina. mynd/fram
Ragnheiður Júlíusdóttir, hin unga og bráðefnilega stórskytta Fram í Olís-deild kvenna í handbolta, hefur skrifað undir nýjan samning við Safamýrarfélagið.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Frömurum, en Ragnheiður framlengir samninginn sinn um tvö og hálft ár eða til vorsins 2017.

Ragnheiður var valin í A-landslið Íslands í haust, en hún skoraði 123 mörk í 22 leikjum á síðustu leiktíð og er búin að skora 51 mark í átta leikjum á yfirstandandi tímabili.

Ragnheiður er nú á batavegi eftir veikindi sem hafa hrjáð hana, en hún er klárlega ein af lykil leikmönnum Fram á næstu árum, segir í fréttatilkynningu Framara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×