Í texta lagsins syngur Páll með annars að jólin séu fyrir aumingja, smábörn, heimskingja og fólk sem getur ekki hugsað.
„Nafnið á laginu er komið frá Ástríði Halldórsdóttur vinkonu minni,“ segir Páll og vísar í svar Ástríðar við spurningunni Ertu farin/n að huga að jólunum í dagblaðinu DV. Svaraði hún einfaldlega: „Nei, jól eru fyrir aumingja.“
„Ég sá þennan frasa, Jól eru fyrir aumingja, hjá henni Ástríði og svo var ég andvaka vegna þess að ég hélt að ég væri að fá ælupest í nótt. Þá kom lagið til mín í heild sinni á meðan ég hafði áhyggjur af yfirvofandi uppköstum. False alarm,“ segir Páll. Í laginu hvetur hann fólk einnig til að drepa dýr.
„Það er svo sem ekkert meira um lagið að segja annað en að ég hvet fólk endilega til að fórna einu dýri svo sólin komi pottþétt aftur,“ segir listamaðurinn. „Munið bara að drepa ekki eitthvað sem þið elskið. En sólin fílar það samt betur.“
Hér fyrir neðan má lesa texta jólalagsins:
Jólin eru fyrir aumingja
Jólin eru fyrir aumingja
aumingja og smábörn
Jólin eru fyrir heimskingja
og fólk sem ekki getur hugsað
En jólin þurfa ekkjað vera leim
það er alveg hægt að gera betur
Ekki vera asni og einn af þeim
sem fíla eilíft skammdegi og vetur
Nei kauptu þér hníf
og taktu eitt líf
og tryggðu að sólin komi aftur
Nei kauptu þér hníf
og taktu eitt líf
og tryggðu að sólin komi aftur