Vilja tífalda framleiðslu metanóls í Svartsengi Kristján Már Unnarsson skrifar 13. desember 2014 20:30 Nýsköpunarfyrirtækið Carbon Recycling, sem hyggst reisa metanólverksmiðju fyrir kolaorkuver í Þýskalandi, er á sama tíma að ljúka stækkun eigin verksmiðju í Svartsengi fyrir 700 milljónir króna. Jafnframt er hafinn undirbúningur að enn stærri verksmiðju þar, sem myndi tífalda framleiðslugetuna. Metanólverksmiðjan tók til starfa í Svartsengi árið 2012 en þar er koltvísýringur úr útblæstri orkuvers HS Orku notaður til að framleiða vistvænt eldsneyti í tilraunaskyni. En jafnframt því að selja tækniþekkinguna til nota í þýsku kolaorkuveri í Ruhr-héraðinu stendur Carbon Recycling nú í umfangsmiklum framkvæmdum við Grindavík. Benedikt Stefánsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar CRI, segir í viðtali í fréttum Stöðvar 2 að fjárfesting við stækkun verksmiðjunnar nemi um 6 milljónum dollara, eða á bilinu 600-700 milljónum íslenskra króna. Hópur verktaka undir stjórn Íslenskra aðalverktaka hafi unnið að stækkuninni undanfarna mánuði. Stækkunin núna er hins vegar bara eitt skref. Forsvarsmenn Carbon Recycling sjá fram á þau verði mun stærri í framtíðinni.Benedikt Stefánsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar CRI.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Benedikt segir að fyrirtækið hafa lagt línurnar að enn stærri verksmiðju, sem hugsanlega rísi við hlið þeirrar sem fyrir er í Svartsengi. Sú myndi framleiða tíu sinnum meira magn, og yrði að flatarmáli um þrefalt stærri en sú sem þar er fyrir. Þar yrði hægt að framleiða um 40 þúsund tonn af metanóli á ári, sem yrði fyrst og fremst hugsað til útflutnings, til að byrja með, en gæti hugsanlega í framtíðinni orðið undirstaða að íslensku eldsneyti fyrir bíla. Einnig séu á teikniborðinu möguleikar á tveimur verksmiðjum til viðbótar innanlands, sem myndu þá tengjast öðrum jarðvarmavirkjunum á Íslandi. Verkefni sem þessi kalla á flókna hönnun íslenskra sérfræðinga, að sögn Benedikts. „Þetta er mjög flókið í framkvæmd. Við erum einstakt fyrirtæki á íslenskan mælikvarða, í rauninni eina efnaverksmiðjan sem hefur verið sett upp á Íslandi af þessari stærð, og þessvegna mikið af þessari þekkingu sem við erum að skapa, - hún verður til um leið og við erum að vinna í þessu verkefni.“ Tengdar fréttir Tækni úr Svartsengi nýtt í kolaorkuveri í Þýskalandi Íslensk tækni, sem Carbon Recycling hefur þróað í Svartsengi, verður nýtt í kolaorkuveri í Ruhr-héraðinu í Þýskalandi til að breyta menguðum útblæstri í vistvænt eldsneyti. 11. desember 2014 20:45 Afköst verksmiðju Carbon Recycling þrefaldast fyrir lok árs Unnið er að stækkun metanólverksmiðju Carbon Recycling International í Svartsengi við Grindavík. 20. ágúst 2014 09:30 Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira
Nýsköpunarfyrirtækið Carbon Recycling, sem hyggst reisa metanólverksmiðju fyrir kolaorkuver í Þýskalandi, er á sama tíma að ljúka stækkun eigin verksmiðju í Svartsengi fyrir 700 milljónir króna. Jafnframt er hafinn undirbúningur að enn stærri verksmiðju þar, sem myndi tífalda framleiðslugetuna. Metanólverksmiðjan tók til starfa í Svartsengi árið 2012 en þar er koltvísýringur úr útblæstri orkuvers HS Orku notaður til að framleiða vistvænt eldsneyti í tilraunaskyni. En jafnframt því að selja tækniþekkinguna til nota í þýsku kolaorkuveri í Ruhr-héraðinu stendur Carbon Recycling nú í umfangsmiklum framkvæmdum við Grindavík. Benedikt Stefánsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar CRI, segir í viðtali í fréttum Stöðvar 2 að fjárfesting við stækkun verksmiðjunnar nemi um 6 milljónum dollara, eða á bilinu 600-700 milljónum íslenskra króna. Hópur verktaka undir stjórn Íslenskra aðalverktaka hafi unnið að stækkuninni undanfarna mánuði. Stækkunin núna er hins vegar bara eitt skref. Forsvarsmenn Carbon Recycling sjá fram á þau verði mun stærri í framtíðinni.Benedikt Stefánsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar CRI.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Benedikt segir að fyrirtækið hafa lagt línurnar að enn stærri verksmiðju, sem hugsanlega rísi við hlið þeirrar sem fyrir er í Svartsengi. Sú myndi framleiða tíu sinnum meira magn, og yrði að flatarmáli um þrefalt stærri en sú sem þar er fyrir. Þar yrði hægt að framleiða um 40 þúsund tonn af metanóli á ári, sem yrði fyrst og fremst hugsað til útflutnings, til að byrja með, en gæti hugsanlega í framtíðinni orðið undirstaða að íslensku eldsneyti fyrir bíla. Einnig séu á teikniborðinu möguleikar á tveimur verksmiðjum til viðbótar innanlands, sem myndu þá tengjast öðrum jarðvarmavirkjunum á Íslandi. Verkefni sem þessi kalla á flókna hönnun íslenskra sérfræðinga, að sögn Benedikts. „Þetta er mjög flókið í framkvæmd. Við erum einstakt fyrirtæki á íslenskan mælikvarða, í rauninni eina efnaverksmiðjan sem hefur verið sett upp á Íslandi af þessari stærð, og þessvegna mikið af þessari þekkingu sem við erum að skapa, - hún verður til um leið og við erum að vinna í þessu verkefni.“
Tengdar fréttir Tækni úr Svartsengi nýtt í kolaorkuveri í Þýskalandi Íslensk tækni, sem Carbon Recycling hefur þróað í Svartsengi, verður nýtt í kolaorkuveri í Ruhr-héraðinu í Þýskalandi til að breyta menguðum útblæstri í vistvænt eldsneyti. 11. desember 2014 20:45 Afköst verksmiðju Carbon Recycling þrefaldast fyrir lok árs Unnið er að stækkun metanólverksmiðju Carbon Recycling International í Svartsengi við Grindavík. 20. ágúst 2014 09:30 Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira
Tækni úr Svartsengi nýtt í kolaorkuveri í Þýskalandi Íslensk tækni, sem Carbon Recycling hefur þróað í Svartsengi, verður nýtt í kolaorkuveri í Ruhr-héraðinu í Þýskalandi til að breyta menguðum útblæstri í vistvænt eldsneyti. 11. desember 2014 20:45
Afköst verksmiðju Carbon Recycling þrefaldast fyrir lok árs Unnið er að stækkun metanólverksmiðju Carbon Recycling International í Svartsengi við Grindavík. 20. ágúst 2014 09:30