Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Tindastóll 104-81 | Haukar fóru á kostum Ingvi Þór Sæmundsson í DB Schenker-höllinni skrifar 12. desember 2014 10:27 Emil Barja er í stóru hlutverki hjá Haukum. vísir/stefán Haukar unnu góðan og öruggan sigur, 104-81, á nýliðum Tindastóls í 10. umferð Domino's deildar karla í DB Schenker-höllinni í kvöld. Leikur Hauka var afbragðs góður í kvöld, sérstaklega í ljósi þeirra villuvandræða sem þeir lentu í. Leikstjórnandi Hauka, Emil Barja, fékk sína þriðju villu um miðjan fyrsta leikhluta. Nokkrum mínútum síðar fékk Haukur Óskarsson einnig villu númer þrjú. Þeir félagar komu ekkert meira við sögu í fyrri hálfleik, en aðrir leikmenn stigu upp og fylltu í skörð þeirra. Alex Francis var öflugur með 17 stig og níu fráköst í fyrri hálfleik og þá átti Hjálmar Stefánsson sennilega sinn besta leik í vetur, en hann skoraði 14 stig í hálfleiknum og var heitur fyrir utan þriggja stiga línuna líkt og aðrir Haukar. Heimamenn settu niður sex þrista úr tíu tilraunum í fyrri hálfleik sem vóg þungt sem og barátta Hauka undir körfunni. Tindastóll er samkvæmt tölfræðinni með besta frákastalið deildarinnar, en það voru Haukarnir sem höfðu yfirburði á því sviði allan leikinn. Hafnfirðingar tóku 53 fráköst gegn aðeins 30 hjá Norðanmönnum. Haukar skoruðu sjö síðustu stig fyrsta leikhluta og leiddu með átta stigum eftir hann, 29-21. Sóknarleikur Tindastóls var ekki góður fyrir utan Myron Dempsey sem skoraði 17 stig í fyrsta leikhluta og 22 alls í fyrri hálfleik. Aðrir voru ekki með í byrjun leiks. Haukarnir gáfu enn meira í í öðrum leikhluta og náðu mest 15 stiga forystu, 55-40. Munurinn í hálfleik var hins vegar tólf stig, 57-45, og ljóst var að Stólarnir þyrftu að gera mun betur, sérstaklega í varnarleiknum, til forðast sitt annað tap í vetur. Vörnin var litlu skárri í byrjun seinni hálfleiks og Francis lék áfram lausum hala undir körfunni. Haukar náðu fljótlega 20 stiga forystu, 69-49, og þegar mínúta var eftir af þriðja leikhluta var munurinn orðinn 25 stig, 82-57. Staðan fyrir lokaleikhlutann var 84-60 og þeirri forystu ógnuðu Stólarnir aldrei að ráði. Sóknarleikur Hauka var slakur í fjórða leikhluta, en það kom ekki að sök. Munurinn var einfaldlega of mikill. Haukar unnu að lokum 23 stiga sigur, 104-81, og eru nú aðeins tveimur stigum frá Tindastóli sem tapaði aðeins sínum öðrum leik á tímabilinu í kvöld. Francis var magnaður í liði Hauka með 35 stig og 20 fráköst, auk þess sem hann varði fjögur skot. Kári Jónsson kom næstur með 17 stig en hann tók við leikstjórnandahlutverkinu á meðan Emil var utan vallar í fyrri hálfleik. Kristinn Marinósson átti einnig flottan leik, með 13 stig og sjö fráköst, og þá hefur framlag Hjálmars verið nefnt. Dempsey var yfirburðamaður í liði Tindastóls sem spilaði sinn versta leik í vetur í kvöld. Hann lauk leik með 37 stig og tólf fráköst. Lewis kom næstur með 18 stig.Haukar-Tindastóll 104-81 (29-21, 28-24, 27-15, 20-21)Haukar: Alex Francis 35/20 fráköst/4 varin skot, Kári Jónsson 17/6 fráköst, Hjálmar Stefánsson 14, Kristinn Marinósson 13/7 fráköst, Emil Barja 8/5 fráköst/7 stoðsendingar, Sigurður Þór Einarsson 7, Haukur Óskarsson 4, Steinar Aronsson 2, Ívar Barja 2, Kristján Leifur Sverrisson 2/6 fráköst.Tindastóll: Myron Dempsey 37/12 fráköst/6 varin skot, Darrel Keith Lewis 18/5 fráköst/4 varin skot, Helgi Freyr Margeirsson 10, Pétur Rúnar Birgisson 5/5 stoðsendingar, Helgi Rafn Viggósson 5/4 fráköst, Svavar Atli Birgisson 4, Sigurður Páll Stefánsson 2, Ingvi Rafn Ingvarsson.Ívar: Okkar besti leikur í vetur Ívar Ásgrímsson sagði Hauka hafa spilað sinn besta leik á tímabilinu þegar þeir unnu öruggan sigur, 104-81, á Tindastóli í kvöld. "Þetta var okkar besti leikur í vetur. Vörnin var alveg frábær og við lokuðum á þeirra styrkleika. Kaninn þeirra fékk að vísu að skora talsvert, hann komst bak við vörnina hjá okkur þegar við vorum að hjálpa, en það skipti ekki máli þar sem við stoppuðum alla hina. "Allir sem komu inn á voru frábærir og bekkurinn okkar var stórkostlegur. Við lentum í miklum villuvandræðum, misstum Hauk og Emil út af með þrjár villur snemma leiks. En allir sem komu inn stóðu sig frábærlega og þetta sýnir breiddina sem við erum með. "Ef við spilum svona vörn og leggjum okkar svona mikið fram, þá getum við farið langt," sagði Ívar. Haukar unnu frákastabaráttuna í leiknum 53-30, en Ívar segir að það hafi skipt höfuðmáli. "Við töluðum um það fyrir leikinn að Tindastólsliðið væri búið að vinna frákastabaráttuna í öllum sínum leikjum og við lögðum upp með að vinna frákastabaráttuna. "Við þurftum að leggja okkur fram eins og þeir hafa verið að gera í sínum leikjum. Þetta eru nýliðar, ungir strákar margir hverjir og við vissum að þeir yrðu í vandræðum ef við spiluðum hörkuvörn á þá," sagði Ívar, en hvaða þýðingu hefur þessi sterki sigur? "Við erum núna komnir langt með að tryggja okkur þriðja sætið í deildinni fyrir jólafríið og við erum að setja pressu á annað sætið. Við ætlum okkur að vera eitt af fjorum bestu liðunum og við erum alveg á áætlun," sagði Ívar að lokum.Helgi Rafn: Spiluðum ekki kerfin okkarHelgi Rafn Viggósson, fyrirliði Tindastóls, var að vonum ósáttur með niðurstöðuna gegn Haukum, en Stólarnir spiluðu eflaust sinn slakasta leik á tímabilinu í kvöld. "Þetta var ekki það sem við ætluðum að gera, alls ekki. Við spiluðum ekki kerfin okkar og menn höfðu ekki alveg trú á þessu," sagði Helgi sem sagði fráköstin hafa skipt sköpum í leiknum. "Við töluðum um það fyrir leik að við þyrftum að taka löng fráköst og það þyrftu allir að stíga út. Boltinn fer alltaf langt út í þriggja stiga skotunum og Haukarnir taka mikið af þristum. "Þeir bara jörðuðu okkur í fráköstunum," sagði Helgi en tapið í kvöld var aðeins annað tap Tindastóls á tímabilinu. "Þetta tap er ekkert eðlilegt þótt við séum nýliðar. En við tökum því bara og við verðum að sýna úr hverju við erum gerðir í næsta leik. Við ætlum að fara inn í jólin með sigur," sagði Helgi að lokum.Leiklýsing: Haukar - Tindastóll40. mín | 104-81 | Öruggur Haukasigur staðreynd.39. mín | 94-76 | Haukar eru aðeins búnir að skora tíu stig í fjórða leikhluta. Það kemur þó ekki að sök. Munurinn er það mikill.37. mín | 88-75 | Og-einn-sókn hjá Dempsey. Munurinn er kominn niður í 13 stig.35. mín | 88-68 | Dempsey fær tæknivillu fyrir tuð. Skömmu áður jók Francis forystu Hauka í 20 stig.34. mín | 86-68 | Ívar Ásgrímsson tekur leikhlé. Hans menn hafa aðeins skorað tvö stig í leikhlutanum. Það er spurning hvort Stólarnir geti nýtt sér þessa tregðu í sóknarleik heimamanna?32.mín | 84-64 | Dempsey skorar fjögur fyrstu stig leikhlutans. Francis fær tæknivillu.Þriðja leikhluta lokið | 84-60 | Haukar bættu forystu sína um tólf stig frá því í fyrri hálfleik. Stólarnir eru í vandræðum alls staðar á vellinum. Lewis skoraði aðeins eitt stig í leikhlutanum. Dempsey er sá eini sem er með rænu hjá Norðanmönnum, en hann er kominn með 30 stig og átta fráköst. Francis er stigahæstur Hauka með 31 stig, auk þess sem hann er búinn að taka 13 fráköst.29. mín | 82-57 | Það er fátt sem bendir til þess að Tindastóll muni ógna forystu Hauka. Lewis er t.a.m. ekki enn kominn á blað í seinni hálfleik og sömu sögu er að segja af Pétri.27. mín | 74-53 | Francis setur niður tvö víti. Það er allt í hassi hjá Tindastóli. Kári setti áðan niður sína fyrstu þriggja stiga körfu.25. mín | 69-49 | 20 stiga munur! Israel Martin tekur leikhlé. Haukarnir hafa byrjað seinni hálfleikinn á 12-4 spretti.23. mín | 67-49 | Francis eykur muninn í 18 stig. Gestirnir verða að spila betri vörn ef þeir ætla sér að komast inn í leikinn. Francis er kominn með sex stig í seinni hálfleik.Seinni hálfleikur hafinn | 59-47 | Helgi Rafn skorar, en Francis svarar að bragði. Emil og Haukur byrja báðir inn á í seinni hálfleik.Fyrri hálfleik lokið | 597-45 | Pétur lýkur fyrri hálfleik með þvi að setja niður þrist. Hann er aðeins kominn með fjögur stig og þrjár stoðsendingar. Francis er stigahæstur í góðu Haukaliði með 17 stig, en Hjálmar kemur næstur með 14 stig. Dempsey er langstigahæstur hjá Tindastóli með 22 stig.20. mín | 55-42 | Kristinn kemur Haukum 15 stigum yfir með sinni þriðju þriggja stiga körfu, en Lewis minnkar muninn jafnharðan með því að setja tvö vítaskot niður. Bæði lið eru búin að tapa boltanum 11 sinnum það sem af er leiks.19. mín | 50-39 | Dempsey brýtur á Kára og fær sína þriðju villu. Kári setur annað vítaskotið niður.18. mín | 46-35 | Kári með flotta brellu í hraðaupphlaupi og skorar. Dempsey setur niður þrist í kjölfarið, Hjálmar svarar með sínum þriðja þristi. Haukar eru að spila virkilega vel, sérstaklega í ljósi þess að Emil og Haukur hafa ekkert spilað síðan í fyrsta leikhluta.16. mín | 37-28 | Steinar Aronsson kemur Haukum níu stigum yfir. Lewis er utan vallar þessa stundina og Stólarnir eiga í miklum erfiðleikum í sókninni. Dempsey er ekki enn kominn á blað í 2. leikhluta.13. mín | 33-28 | Helgi Freyr setur niður skot inni í teignum. Hann hefur komið sterkur inn hjá gestunum. Haukar eru með mikla yfirburði í frákastabaráttunni sem þeir eru að vinna 16-7.12. mín | 31-26 | Helgi Freyr Margeirsson setur niður þrist og minnkar muninn í fimm stig.Fyrsta leikhluta lokið | 29-21 | Kári stelur boltanum og skorar sín fyrstu stig. Frábær endir á fyrsta leikhluta hjá heimamönnum sem skoruðu sjö síðustu stig leikhlutans. Francis er þeirra stigahæstur með 13 stig, en Hjálmar og Kristinn eru komnir með sex hvor. Dempsey er með 17 af 21 stigi Stólanna. Lewis er með hin fjögur.10. mín | 22-19 | Og-einn sókn hjá Dempsey. Haukur sest á bekkinn hjá Haukum, enda kominn með þrjár villur.8. mín | 19-14 | Lewis skorar en Francis svarar. Hann er kominn með 11 stig hér í fyrsta leikhluta og skorar að vild. Lewis og Dempsey eru báðir komnir með tvær villur.7. mín | 15-12 | Dempsey hefur séð um stigaskorun hjá Tindastóli það sem af er leiks. Lewis hefur aðeins tekið eitt skot til þessa. Stólarnir eru þegar komnir í bónus.5. mín | 10-6 | Hjálmar Stefánsson setur niður þrist eftir sex stig í röð hjá Dempsey. Aðalmálið er hins vegar að Emil er strax kominn með þrjár villur! Svo vondar fréttir fyrir Hauka.3. mín | 7-0 | Haukarnir skora að vild hér í byrjun. Lewis og Emil dekka hvorn annan hér í byrjun leiksLeikurinn hafinn | 2-0 | Francis skorar fyrstu stig leiksins.Fyrir leik: Eins og áður sagði liggur styrkur Tindastóls inni í teig. Liðið tekur flest fráköst allra í deildinni, eða 46,0 að meðaltali í leik. Þá taka Stólarnir "aðeins" 22,4 þriggja stiga skot í leik, en til samanburðar taka Haukar 29,3 slík að meðaltali í leik. Hittni liðanna fyrir utan er þó svipuð; 33% hjá Haukum gegn 31,7% hjá Tindastóli.Fyrir leik: Hinn 38 ára gamli Darrel Lewis er stigahæstur í liði Tindastóls á tímabilinu með 22,1 stig að meðaltali í leik. Hann skilar auk þess 7,6 fráköstum og 5,0 stoðsendingum.Fyrir leik: Tindastóll er heitasta lið landsins, að KR undanskildu, en Vesturbæingar eru eina liðið sem hefur unnið Stólana í vetur. Tindastólsmenn unnu nokkuð þægilegan sigur, 110-92, á Grindavík í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins. Stólarnir skoruðu 74 stig inni í teig þar sem Myron Dempsey fór mikinn, en hann setti 30 stig og tók 13 fráköst.Fyrir leik: Haukarnir hafa unnið tvo leiki í röð, báða með eins stigs mun. Fyrir tveimur vikum unnu þeir Njarðvíkinga hér í Schenker-höllinni, 67-66, og á fimmtudaginn í síðustu viku gerðu þeir góða ferð í Breiðholtið og unnu ÍR, 82-83. Bandaríkjamaðurinn Alex Francis var í stuði í Seljaskóla og skoraði 28 stig og tók 13 fráköst. Kári Jónsson var einnig góður með 25 stig, en hann finnur sig hvergi betur en í Seljaskóla eins og fram kom í úttekt Óskars Ófeigs Jónssonar.Fyrir leik: Tveir aðrir leikir fara fram í Domino's deildinni í kvöld. KR sækir Þór heim í Þorlákshöfn og Fjölnismenn taka á móti Grindvíkingum í Dalhúsum.Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður leik Hauka og Tindastóls lýst. Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Sjá meira
Haukar unnu góðan og öruggan sigur, 104-81, á nýliðum Tindastóls í 10. umferð Domino's deildar karla í DB Schenker-höllinni í kvöld. Leikur Hauka var afbragðs góður í kvöld, sérstaklega í ljósi þeirra villuvandræða sem þeir lentu í. Leikstjórnandi Hauka, Emil Barja, fékk sína þriðju villu um miðjan fyrsta leikhluta. Nokkrum mínútum síðar fékk Haukur Óskarsson einnig villu númer þrjú. Þeir félagar komu ekkert meira við sögu í fyrri hálfleik, en aðrir leikmenn stigu upp og fylltu í skörð þeirra. Alex Francis var öflugur með 17 stig og níu fráköst í fyrri hálfleik og þá átti Hjálmar Stefánsson sennilega sinn besta leik í vetur, en hann skoraði 14 stig í hálfleiknum og var heitur fyrir utan þriggja stiga línuna líkt og aðrir Haukar. Heimamenn settu niður sex þrista úr tíu tilraunum í fyrri hálfleik sem vóg þungt sem og barátta Hauka undir körfunni. Tindastóll er samkvæmt tölfræðinni með besta frákastalið deildarinnar, en það voru Haukarnir sem höfðu yfirburði á því sviði allan leikinn. Hafnfirðingar tóku 53 fráköst gegn aðeins 30 hjá Norðanmönnum. Haukar skoruðu sjö síðustu stig fyrsta leikhluta og leiddu með átta stigum eftir hann, 29-21. Sóknarleikur Tindastóls var ekki góður fyrir utan Myron Dempsey sem skoraði 17 stig í fyrsta leikhluta og 22 alls í fyrri hálfleik. Aðrir voru ekki með í byrjun leiks. Haukarnir gáfu enn meira í í öðrum leikhluta og náðu mest 15 stiga forystu, 55-40. Munurinn í hálfleik var hins vegar tólf stig, 57-45, og ljóst var að Stólarnir þyrftu að gera mun betur, sérstaklega í varnarleiknum, til forðast sitt annað tap í vetur. Vörnin var litlu skárri í byrjun seinni hálfleiks og Francis lék áfram lausum hala undir körfunni. Haukar náðu fljótlega 20 stiga forystu, 69-49, og þegar mínúta var eftir af þriðja leikhluta var munurinn orðinn 25 stig, 82-57. Staðan fyrir lokaleikhlutann var 84-60 og þeirri forystu ógnuðu Stólarnir aldrei að ráði. Sóknarleikur Hauka var slakur í fjórða leikhluta, en það kom ekki að sök. Munurinn var einfaldlega of mikill. Haukar unnu að lokum 23 stiga sigur, 104-81, og eru nú aðeins tveimur stigum frá Tindastóli sem tapaði aðeins sínum öðrum leik á tímabilinu í kvöld. Francis var magnaður í liði Hauka með 35 stig og 20 fráköst, auk þess sem hann varði fjögur skot. Kári Jónsson kom næstur með 17 stig en hann tók við leikstjórnandahlutverkinu á meðan Emil var utan vallar í fyrri hálfleik. Kristinn Marinósson átti einnig flottan leik, með 13 stig og sjö fráköst, og þá hefur framlag Hjálmars verið nefnt. Dempsey var yfirburðamaður í liði Tindastóls sem spilaði sinn versta leik í vetur í kvöld. Hann lauk leik með 37 stig og tólf fráköst. Lewis kom næstur með 18 stig.Haukar-Tindastóll 104-81 (29-21, 28-24, 27-15, 20-21)Haukar: Alex Francis 35/20 fráköst/4 varin skot, Kári Jónsson 17/6 fráköst, Hjálmar Stefánsson 14, Kristinn Marinósson 13/7 fráköst, Emil Barja 8/5 fráköst/7 stoðsendingar, Sigurður Þór Einarsson 7, Haukur Óskarsson 4, Steinar Aronsson 2, Ívar Barja 2, Kristján Leifur Sverrisson 2/6 fráköst.Tindastóll: Myron Dempsey 37/12 fráköst/6 varin skot, Darrel Keith Lewis 18/5 fráköst/4 varin skot, Helgi Freyr Margeirsson 10, Pétur Rúnar Birgisson 5/5 stoðsendingar, Helgi Rafn Viggósson 5/4 fráköst, Svavar Atli Birgisson 4, Sigurður Páll Stefánsson 2, Ingvi Rafn Ingvarsson.Ívar: Okkar besti leikur í vetur Ívar Ásgrímsson sagði Hauka hafa spilað sinn besta leik á tímabilinu þegar þeir unnu öruggan sigur, 104-81, á Tindastóli í kvöld. "Þetta var okkar besti leikur í vetur. Vörnin var alveg frábær og við lokuðum á þeirra styrkleika. Kaninn þeirra fékk að vísu að skora talsvert, hann komst bak við vörnina hjá okkur þegar við vorum að hjálpa, en það skipti ekki máli þar sem við stoppuðum alla hina. "Allir sem komu inn á voru frábærir og bekkurinn okkar var stórkostlegur. Við lentum í miklum villuvandræðum, misstum Hauk og Emil út af með þrjár villur snemma leiks. En allir sem komu inn stóðu sig frábærlega og þetta sýnir breiddina sem við erum með. "Ef við spilum svona vörn og leggjum okkar svona mikið fram, þá getum við farið langt," sagði Ívar. Haukar unnu frákastabaráttuna í leiknum 53-30, en Ívar segir að það hafi skipt höfuðmáli. "Við töluðum um það fyrir leikinn að Tindastólsliðið væri búið að vinna frákastabaráttuna í öllum sínum leikjum og við lögðum upp með að vinna frákastabaráttuna. "Við þurftum að leggja okkur fram eins og þeir hafa verið að gera í sínum leikjum. Þetta eru nýliðar, ungir strákar margir hverjir og við vissum að þeir yrðu í vandræðum ef við spiluðum hörkuvörn á þá," sagði Ívar, en hvaða þýðingu hefur þessi sterki sigur? "Við erum núna komnir langt með að tryggja okkur þriðja sætið í deildinni fyrir jólafríið og við erum að setja pressu á annað sætið. Við ætlum okkur að vera eitt af fjorum bestu liðunum og við erum alveg á áætlun," sagði Ívar að lokum.Helgi Rafn: Spiluðum ekki kerfin okkarHelgi Rafn Viggósson, fyrirliði Tindastóls, var að vonum ósáttur með niðurstöðuna gegn Haukum, en Stólarnir spiluðu eflaust sinn slakasta leik á tímabilinu í kvöld. "Þetta var ekki það sem við ætluðum að gera, alls ekki. Við spiluðum ekki kerfin okkar og menn höfðu ekki alveg trú á þessu," sagði Helgi sem sagði fráköstin hafa skipt sköpum í leiknum. "Við töluðum um það fyrir leik að við þyrftum að taka löng fráköst og það þyrftu allir að stíga út. Boltinn fer alltaf langt út í þriggja stiga skotunum og Haukarnir taka mikið af þristum. "Þeir bara jörðuðu okkur í fráköstunum," sagði Helgi en tapið í kvöld var aðeins annað tap Tindastóls á tímabilinu. "Þetta tap er ekkert eðlilegt þótt við séum nýliðar. En við tökum því bara og við verðum að sýna úr hverju við erum gerðir í næsta leik. Við ætlum að fara inn í jólin með sigur," sagði Helgi að lokum.Leiklýsing: Haukar - Tindastóll40. mín | 104-81 | Öruggur Haukasigur staðreynd.39. mín | 94-76 | Haukar eru aðeins búnir að skora tíu stig í fjórða leikhluta. Það kemur þó ekki að sök. Munurinn er það mikill.37. mín | 88-75 | Og-einn-sókn hjá Dempsey. Munurinn er kominn niður í 13 stig.35. mín | 88-68 | Dempsey fær tæknivillu fyrir tuð. Skömmu áður jók Francis forystu Hauka í 20 stig.34. mín | 86-68 | Ívar Ásgrímsson tekur leikhlé. Hans menn hafa aðeins skorað tvö stig í leikhlutanum. Það er spurning hvort Stólarnir geti nýtt sér þessa tregðu í sóknarleik heimamanna?32.mín | 84-64 | Dempsey skorar fjögur fyrstu stig leikhlutans. Francis fær tæknivillu.Þriðja leikhluta lokið | 84-60 | Haukar bættu forystu sína um tólf stig frá því í fyrri hálfleik. Stólarnir eru í vandræðum alls staðar á vellinum. Lewis skoraði aðeins eitt stig í leikhlutanum. Dempsey er sá eini sem er með rænu hjá Norðanmönnum, en hann er kominn með 30 stig og átta fráköst. Francis er stigahæstur Hauka með 31 stig, auk þess sem hann er búinn að taka 13 fráköst.29. mín | 82-57 | Það er fátt sem bendir til þess að Tindastóll muni ógna forystu Hauka. Lewis er t.a.m. ekki enn kominn á blað í seinni hálfleik og sömu sögu er að segja af Pétri.27. mín | 74-53 | Francis setur niður tvö víti. Það er allt í hassi hjá Tindastóli. Kári setti áðan niður sína fyrstu þriggja stiga körfu.25. mín | 69-49 | 20 stiga munur! Israel Martin tekur leikhlé. Haukarnir hafa byrjað seinni hálfleikinn á 12-4 spretti.23. mín | 67-49 | Francis eykur muninn í 18 stig. Gestirnir verða að spila betri vörn ef þeir ætla sér að komast inn í leikinn. Francis er kominn með sex stig í seinni hálfleik.Seinni hálfleikur hafinn | 59-47 | Helgi Rafn skorar, en Francis svarar að bragði. Emil og Haukur byrja báðir inn á í seinni hálfleik.Fyrri hálfleik lokið | 597-45 | Pétur lýkur fyrri hálfleik með þvi að setja niður þrist. Hann er aðeins kominn með fjögur stig og þrjár stoðsendingar. Francis er stigahæstur í góðu Haukaliði með 17 stig, en Hjálmar kemur næstur með 14 stig. Dempsey er langstigahæstur hjá Tindastóli með 22 stig.20. mín | 55-42 | Kristinn kemur Haukum 15 stigum yfir með sinni þriðju þriggja stiga körfu, en Lewis minnkar muninn jafnharðan með því að setja tvö vítaskot niður. Bæði lið eru búin að tapa boltanum 11 sinnum það sem af er leiks.19. mín | 50-39 | Dempsey brýtur á Kára og fær sína þriðju villu. Kári setur annað vítaskotið niður.18. mín | 46-35 | Kári með flotta brellu í hraðaupphlaupi og skorar. Dempsey setur niður þrist í kjölfarið, Hjálmar svarar með sínum þriðja þristi. Haukar eru að spila virkilega vel, sérstaklega í ljósi þess að Emil og Haukur hafa ekkert spilað síðan í fyrsta leikhluta.16. mín | 37-28 | Steinar Aronsson kemur Haukum níu stigum yfir. Lewis er utan vallar þessa stundina og Stólarnir eiga í miklum erfiðleikum í sókninni. Dempsey er ekki enn kominn á blað í 2. leikhluta.13. mín | 33-28 | Helgi Freyr setur niður skot inni í teignum. Hann hefur komið sterkur inn hjá gestunum. Haukar eru með mikla yfirburði í frákastabaráttunni sem þeir eru að vinna 16-7.12. mín | 31-26 | Helgi Freyr Margeirsson setur niður þrist og minnkar muninn í fimm stig.Fyrsta leikhluta lokið | 29-21 | Kári stelur boltanum og skorar sín fyrstu stig. Frábær endir á fyrsta leikhluta hjá heimamönnum sem skoruðu sjö síðustu stig leikhlutans. Francis er þeirra stigahæstur með 13 stig, en Hjálmar og Kristinn eru komnir með sex hvor. Dempsey er með 17 af 21 stigi Stólanna. Lewis er með hin fjögur.10. mín | 22-19 | Og-einn sókn hjá Dempsey. Haukur sest á bekkinn hjá Haukum, enda kominn með þrjár villur.8. mín | 19-14 | Lewis skorar en Francis svarar. Hann er kominn með 11 stig hér í fyrsta leikhluta og skorar að vild. Lewis og Dempsey eru báðir komnir með tvær villur.7. mín | 15-12 | Dempsey hefur séð um stigaskorun hjá Tindastóli það sem af er leiks. Lewis hefur aðeins tekið eitt skot til þessa. Stólarnir eru þegar komnir í bónus.5. mín | 10-6 | Hjálmar Stefánsson setur niður þrist eftir sex stig í röð hjá Dempsey. Aðalmálið er hins vegar að Emil er strax kominn með þrjár villur! Svo vondar fréttir fyrir Hauka.3. mín | 7-0 | Haukarnir skora að vild hér í byrjun. Lewis og Emil dekka hvorn annan hér í byrjun leiksLeikurinn hafinn | 2-0 | Francis skorar fyrstu stig leiksins.Fyrir leik: Eins og áður sagði liggur styrkur Tindastóls inni í teig. Liðið tekur flest fráköst allra í deildinni, eða 46,0 að meðaltali í leik. Þá taka Stólarnir "aðeins" 22,4 þriggja stiga skot í leik, en til samanburðar taka Haukar 29,3 slík að meðaltali í leik. Hittni liðanna fyrir utan er þó svipuð; 33% hjá Haukum gegn 31,7% hjá Tindastóli.Fyrir leik: Hinn 38 ára gamli Darrel Lewis er stigahæstur í liði Tindastóls á tímabilinu með 22,1 stig að meðaltali í leik. Hann skilar auk þess 7,6 fráköstum og 5,0 stoðsendingum.Fyrir leik: Tindastóll er heitasta lið landsins, að KR undanskildu, en Vesturbæingar eru eina liðið sem hefur unnið Stólana í vetur. Tindastólsmenn unnu nokkuð þægilegan sigur, 110-92, á Grindavík í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins. Stólarnir skoruðu 74 stig inni í teig þar sem Myron Dempsey fór mikinn, en hann setti 30 stig og tók 13 fráköst.Fyrir leik: Haukarnir hafa unnið tvo leiki í röð, báða með eins stigs mun. Fyrir tveimur vikum unnu þeir Njarðvíkinga hér í Schenker-höllinni, 67-66, og á fimmtudaginn í síðustu viku gerðu þeir góða ferð í Breiðholtið og unnu ÍR, 82-83. Bandaríkjamaðurinn Alex Francis var í stuði í Seljaskóla og skoraði 28 stig og tók 13 fráköst. Kári Jónsson var einnig góður með 25 stig, en hann finnur sig hvergi betur en í Seljaskóla eins og fram kom í úttekt Óskars Ófeigs Jónssonar.Fyrir leik: Tveir aðrir leikir fara fram í Domino's deildinni í kvöld. KR sækir Þór heim í Þorlákshöfn og Fjölnismenn taka á móti Grindvíkingum í Dalhúsum.Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður leik Hauka og Tindastóls lýst.
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Sjá meira