Tækni úr Svartsengi nýtt í kolaorkuveri í Þýskalandi Kristján Már Unnarsson skrifar 11. desember 2014 20:45 Íslensk tækni, sem Carbon Recycling hefur þróað í Svartsengi, verður nýtt í kolaorkuveri í Ruhr-héraðinu í Þýskalandi til að breyta menguðum útblæstri í vistvænt eldsneyti. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld og rætt við Benedikt Stefánsson, framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar CRI. Um tvö ár eru frá því tilraunaverksmiðja félagsins í Svartsengi við Grindavík tók til starfa. Fyrirtækið hefur nú gerst aðili að verkefni um að reisa samskonar verksmiðju í Þýskalandi, við kolaorkuver utan við Dortmund. Verksmiðjan mun framleiða metanól úr rafmagni og koltvísýringi úr útblæstri kolaorkuversins. Áætlað er að verkefnið kosti 11 milljónir evra, eða um 1.700 milljónir króna, og hefur það hlotið styrk úr Horizon 2020 rannsóknaráætlun Evrópusambandsins. Í viðtali við Stöð 2 sagði Benedikt að með verkefninu væri ætlunin að sýna fram á að tæknin virkaði með sama hætti í kolaorkuveri. -En er þetta kannski bara byrjunin á einhverju miklu stærra úti í heimi? „Það ætla ég rétt að vona. Okkar áætlanir ganga út á það að vera að byggja verksmiðjur, bæði hér á landi og erlendis,“ segir Benedikt Stefánsson.Metanól-verksmiðja Carbon Recycling í Svartsengi. Verið er að leggja lokahönd á stækkun hennar.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Í fréttatilkynningu félagsins í dag kemur fram að með tækni CRI sé dregið úr losun og koltvísýringi umbreytt í vistvænt fljótandi eldsneyti fyrir bensín- og dísilbíla. Meðal samstarfsaðila CRI í verkefninu séu Mitsubishi-fyrirtækið, evrópskir háskólar og rannsóknarstofnanir. Verkefnið er til þriggja eða fjögurra ára. Þáttur CRI í verkefninu lýtur að hönnun og uppsetningu á tilraunaverksmiðjunni sem byggir á þeirri tækni sem fyrirtækið hefur þróað á rannsóknarstofu sinni í Reykjavík og við smíði og rekstur eldsneytisverksmiðjunnar í Svartsengi. CRI framleiðir endurnýjanlegt og sjálfbært metanól í verksmiðju sinni í Svartsengi undir heitinu Vulcanol, sem er skrásett vörumerki. Hráefni til framleiðslunnar í Svartsengi eru vetni, sem framleitt er úr vatni með rafgreiningu, og koltvísýringur, sem unnin er úr útblæstri jarðvarmavirkjunar HS Orku. Eldsneytið er notað til lífdísilframleiðslu hér á landi og erlendis og til íblöndunar í bensín. CRI hóf starfsemi með rannsóknum og þróun aðferða til framleiðslu á endurnýjanlegu eldsneyti árið 2006. Fyrirtækið er einkahlutafélag í eigu um 60 íslenskra og erlendra hluthafa. Verið er að leggja lokahönd á stækkun metanólverksmiðjunnar í Svartsengi. Höfuðstöðvar CRI eru við Borgartún í Reykjavík. Hjá fyrirtækinu starfa á fjórða tug starfsmanna og ráðgjafa. Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Íslensk tækni, sem Carbon Recycling hefur þróað í Svartsengi, verður nýtt í kolaorkuveri í Ruhr-héraðinu í Þýskalandi til að breyta menguðum útblæstri í vistvænt eldsneyti. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld og rætt við Benedikt Stefánsson, framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar CRI. Um tvö ár eru frá því tilraunaverksmiðja félagsins í Svartsengi við Grindavík tók til starfa. Fyrirtækið hefur nú gerst aðili að verkefni um að reisa samskonar verksmiðju í Þýskalandi, við kolaorkuver utan við Dortmund. Verksmiðjan mun framleiða metanól úr rafmagni og koltvísýringi úr útblæstri kolaorkuversins. Áætlað er að verkefnið kosti 11 milljónir evra, eða um 1.700 milljónir króna, og hefur það hlotið styrk úr Horizon 2020 rannsóknaráætlun Evrópusambandsins. Í viðtali við Stöð 2 sagði Benedikt að með verkefninu væri ætlunin að sýna fram á að tæknin virkaði með sama hætti í kolaorkuveri. -En er þetta kannski bara byrjunin á einhverju miklu stærra úti í heimi? „Það ætla ég rétt að vona. Okkar áætlanir ganga út á það að vera að byggja verksmiðjur, bæði hér á landi og erlendis,“ segir Benedikt Stefánsson.Metanól-verksmiðja Carbon Recycling í Svartsengi. Verið er að leggja lokahönd á stækkun hennar.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Í fréttatilkynningu félagsins í dag kemur fram að með tækni CRI sé dregið úr losun og koltvísýringi umbreytt í vistvænt fljótandi eldsneyti fyrir bensín- og dísilbíla. Meðal samstarfsaðila CRI í verkefninu séu Mitsubishi-fyrirtækið, evrópskir háskólar og rannsóknarstofnanir. Verkefnið er til þriggja eða fjögurra ára. Þáttur CRI í verkefninu lýtur að hönnun og uppsetningu á tilraunaverksmiðjunni sem byggir á þeirri tækni sem fyrirtækið hefur þróað á rannsóknarstofu sinni í Reykjavík og við smíði og rekstur eldsneytisverksmiðjunnar í Svartsengi. CRI framleiðir endurnýjanlegt og sjálfbært metanól í verksmiðju sinni í Svartsengi undir heitinu Vulcanol, sem er skrásett vörumerki. Hráefni til framleiðslunnar í Svartsengi eru vetni, sem framleitt er úr vatni með rafgreiningu, og koltvísýringur, sem unnin er úr útblæstri jarðvarmavirkjunar HS Orku. Eldsneytið er notað til lífdísilframleiðslu hér á landi og erlendis og til íblöndunar í bensín. CRI hóf starfsemi með rannsóknum og þróun aðferða til framleiðslu á endurnýjanlegu eldsneyti árið 2006. Fyrirtækið er einkahlutafélag í eigu um 60 íslenskra og erlendra hluthafa. Verið er að leggja lokahönd á stækkun metanólverksmiðjunnar í Svartsengi. Höfuðstöðvar CRI eru við Borgartún í Reykjavík. Hjá fyrirtækinu starfa á fjórða tug starfsmanna og ráðgjafa.
Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira