Þessi 24 lið komust áfram í Evrópudeildinni Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. desember 2014 11:46 Napoli-menn fagna. vísir/getty Fyrri hluta leikja kvöldsins í lokaumferð riðlakeppni Evrópudeildar UEFA í knattspyrnu er lokið og hafa tólf lið unnið sér inn farseðil í 32 liða úrslitin. Í A-riðli tryggði Borussia Mönchengladbach sér sigur í riðlinum með því að leggja FC Zürich, 3-0, á heimavelli í kvöld. Villareal þurfti að treysta á að Borussia myndi misstíga sig, en það gerðist ekki. Spænska liðið vann sinn leik gegn Apollon, 2-0, og hafnar í öðru sæti. Rúrik Gíslason var ekki í leikmannahópi FCK sem fékk skell á heimavelli gegn Tórínó, 1-5. FCK endaði í neðsta sæti riðilsins en Club Brugge vinnur hann. Belgarnir lögðu HJK frá Finnlandi, 2-1, í kvöld. Tórínó fer einnig í 16 liða úrslitin sem liðið í öðru sæti B-riðils. Tottenham varð af fyrsta sæti C-riðils þegar það tapaði fyrir Besiktas, 1-0, á útivelli í kvöld. Sá leikur endaði seinna en hinir vegna bilunnar í flóðljósakerfi vallarins. Besiktas tryggði sér sigur í riðlinum með sigrinum í kvöld. Red Bull Salzburg vann 5-1 sigur á Astra í kvöld og rúllaði yfir D-riðilinn. Austuríska liðið innbyrti 16 stig af 18 mögulegum, en skoska liðið Celtic náði öðru sætinu. Celtic tapaði í kvöld en það kom ekki að sök. Rússneska liðið Dinamo Mosvka vinnur E-riðilinn, en það hafði betur gegn PSV á útivelli í kvöld. Rússarnir fengu fullt hús eða 18 stig þrátt fyrir að skora aðeins níu mörk. PSV var öruggt um annað sætið fyrir leikinn. Inter er svo sigurvegari F-riðils eins og var ljóst fyrir kvöldið, en liðið gerði markalaust jafntefli við Karabakh í kvöld á útivell. Dnipropetrovsk vann 1-0 heimasigur á St. Étienne í úrslitaleik um annað sætið og fer í 16 liða úrslitin. Hægt er að smella á leikina hér fyrir neðan til að sjá markaskorara.Liðin sem komust áfram úr leikjunum sem hófust klukkan 18:00 Borussia Mönchengladbach, Villareal, Tórínó, Club Brugge, Tottenham, Besiktas, Red Bull Salzburg, Celtic, Dinamo Mosvka, PSV Eindhoven, Inter, og Dnipropetrovsk. Feyenoord og Sevilla fara upp úr G-riðlinum, en hollenska liðið vann riðilinn með því að leggja Rikjeka, 1-0, að velli í kvöld. Feyenoord vann Standard Liege á útivelli og hafnar í öðru sætinu. Everton var búið að tryggja sér sigur í H-riðli fyrir kvöldið og tapaði fyrir Krasnodar, 1-0. Wolfsburg vann Lille, 3-0, á útivelli í úrslitaleik um annað sætið. Í I-riðli fagnaði Napoli sigri með því að leggja Slovan Bratislava, 3-0, á heimavelli og Young Boys frá Sviss fylgja Ítölunum í 32 liða úrslitin, en það vann Spörtu frá Prag, 2-0. Allt var klárt í J-riðli fyrir kvöldið þar sem Dynamo Kiev fer áfram sem sigurvegari riðilsins en það innbyrti 15 stig af 18. Danmerkurmeistarar Álaborgar komust áfram á níu stigum þrátt fyrir 2-0 tap í Portúgal í kvöld. Fiorentina vinnur K-riðilinn þrátt fyrir tap gegn Dinamo Minsk, 1-2, í kvöld og Guingamp fylgir því í 32 liða úrslitin, en franska liðið vann PAOK, 2-1, á útivelli í úrslitaleik. Legía Varsjá vann svo Trabzonspor frá Tyrklandi, 2-0, í kvöld og fagnar sigri í L-riðli. Tyrkirnir voru öruggir með annað sætið þannig Lokeren og Metalist sitja eftir.Liðin sem eru komin áfram eftir riðlakeppnina: Borussia Mönchengladbach, Villareal, Tórínó, Club Brugge, Tottenham, Besiktas, Red Bull Salzburg, Celtic, Dinamo Mosvka, PSV Eindhoven, Inter, Dnipropetrovsk, Feyenoord, Sevilla, Everton, Wolfsburg, Napoli, Young Boys, Dynamo Kiev, Álaborg, Fiorentina, Guingamp, Legía Varsjá og Trabzonspor.Liðin átta sem koma úr Meistaradeildinni: Olympiacos, Liverpool, Zenit, Anderlecht, Roma, Ajax, Sporting og Athletic Bilbao. Evrópudeild UEFA Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Körfubolti Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Handbolti Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Fleiri fréttir Klopp vildi fá Antony í stað Salah Þórdís Elva semur við Þróttara Af hverju er San Marínó framar í röðinni en Ísland? Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Hareide ætlar að stöðva taplausa hrinu Wales Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Aron á leið til Katar og verður ekki á leik kvöldsins Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fyrirliðinn trúir: „Ansi mörg vopn sem við höfum upp á að bjóða“ Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Sjá meira
Fyrri hluta leikja kvöldsins í lokaumferð riðlakeppni Evrópudeildar UEFA í knattspyrnu er lokið og hafa tólf lið unnið sér inn farseðil í 32 liða úrslitin. Í A-riðli tryggði Borussia Mönchengladbach sér sigur í riðlinum með því að leggja FC Zürich, 3-0, á heimavelli í kvöld. Villareal þurfti að treysta á að Borussia myndi misstíga sig, en það gerðist ekki. Spænska liðið vann sinn leik gegn Apollon, 2-0, og hafnar í öðru sæti. Rúrik Gíslason var ekki í leikmannahópi FCK sem fékk skell á heimavelli gegn Tórínó, 1-5. FCK endaði í neðsta sæti riðilsins en Club Brugge vinnur hann. Belgarnir lögðu HJK frá Finnlandi, 2-1, í kvöld. Tórínó fer einnig í 16 liða úrslitin sem liðið í öðru sæti B-riðils. Tottenham varð af fyrsta sæti C-riðils þegar það tapaði fyrir Besiktas, 1-0, á útivelli í kvöld. Sá leikur endaði seinna en hinir vegna bilunnar í flóðljósakerfi vallarins. Besiktas tryggði sér sigur í riðlinum með sigrinum í kvöld. Red Bull Salzburg vann 5-1 sigur á Astra í kvöld og rúllaði yfir D-riðilinn. Austuríska liðið innbyrti 16 stig af 18 mögulegum, en skoska liðið Celtic náði öðru sætinu. Celtic tapaði í kvöld en það kom ekki að sök. Rússneska liðið Dinamo Mosvka vinnur E-riðilinn, en það hafði betur gegn PSV á útivelli í kvöld. Rússarnir fengu fullt hús eða 18 stig þrátt fyrir að skora aðeins níu mörk. PSV var öruggt um annað sætið fyrir leikinn. Inter er svo sigurvegari F-riðils eins og var ljóst fyrir kvöldið, en liðið gerði markalaust jafntefli við Karabakh í kvöld á útivell. Dnipropetrovsk vann 1-0 heimasigur á St. Étienne í úrslitaleik um annað sætið og fer í 16 liða úrslitin. Hægt er að smella á leikina hér fyrir neðan til að sjá markaskorara.Liðin sem komust áfram úr leikjunum sem hófust klukkan 18:00 Borussia Mönchengladbach, Villareal, Tórínó, Club Brugge, Tottenham, Besiktas, Red Bull Salzburg, Celtic, Dinamo Mosvka, PSV Eindhoven, Inter, og Dnipropetrovsk. Feyenoord og Sevilla fara upp úr G-riðlinum, en hollenska liðið vann riðilinn með því að leggja Rikjeka, 1-0, að velli í kvöld. Feyenoord vann Standard Liege á útivelli og hafnar í öðru sætinu. Everton var búið að tryggja sér sigur í H-riðli fyrir kvöldið og tapaði fyrir Krasnodar, 1-0. Wolfsburg vann Lille, 3-0, á útivelli í úrslitaleik um annað sætið. Í I-riðli fagnaði Napoli sigri með því að leggja Slovan Bratislava, 3-0, á heimavelli og Young Boys frá Sviss fylgja Ítölunum í 32 liða úrslitin, en það vann Spörtu frá Prag, 2-0. Allt var klárt í J-riðli fyrir kvöldið þar sem Dynamo Kiev fer áfram sem sigurvegari riðilsins en það innbyrti 15 stig af 18. Danmerkurmeistarar Álaborgar komust áfram á níu stigum þrátt fyrir 2-0 tap í Portúgal í kvöld. Fiorentina vinnur K-riðilinn þrátt fyrir tap gegn Dinamo Minsk, 1-2, í kvöld og Guingamp fylgir því í 32 liða úrslitin, en franska liðið vann PAOK, 2-1, á útivelli í úrslitaleik. Legía Varsjá vann svo Trabzonspor frá Tyrklandi, 2-0, í kvöld og fagnar sigri í L-riðli. Tyrkirnir voru öruggir með annað sætið þannig Lokeren og Metalist sitja eftir.Liðin sem eru komin áfram eftir riðlakeppnina: Borussia Mönchengladbach, Villareal, Tórínó, Club Brugge, Tottenham, Besiktas, Red Bull Salzburg, Celtic, Dinamo Mosvka, PSV Eindhoven, Inter, Dnipropetrovsk, Feyenoord, Sevilla, Everton, Wolfsburg, Napoli, Young Boys, Dynamo Kiev, Álaborg, Fiorentina, Guingamp, Legía Varsjá og Trabzonspor.Liðin átta sem koma úr Meistaradeildinni: Olympiacos, Liverpool, Zenit, Anderlecht, Roma, Ajax, Sporting og Athletic Bilbao.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Körfubolti Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Handbolti Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Fleiri fréttir Klopp vildi fá Antony í stað Salah Þórdís Elva semur við Þróttara Af hverju er San Marínó framar í röðinni en Ísland? Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Hareide ætlar að stöðva taplausa hrinu Wales Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Aron á leið til Katar og verður ekki á leik kvöldsins Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fyrirliðinn trúir: „Ansi mörg vopn sem við höfum upp á að bjóða“ Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Sjá meira