Þessi 24 lið komust áfram í Evrópudeildinni Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. desember 2014 11:46 Napoli-menn fagna. vísir/getty Fyrri hluta leikja kvöldsins í lokaumferð riðlakeppni Evrópudeildar UEFA í knattspyrnu er lokið og hafa tólf lið unnið sér inn farseðil í 32 liða úrslitin. Í A-riðli tryggði Borussia Mönchengladbach sér sigur í riðlinum með því að leggja FC Zürich, 3-0, á heimavelli í kvöld. Villareal þurfti að treysta á að Borussia myndi misstíga sig, en það gerðist ekki. Spænska liðið vann sinn leik gegn Apollon, 2-0, og hafnar í öðru sæti. Rúrik Gíslason var ekki í leikmannahópi FCK sem fékk skell á heimavelli gegn Tórínó, 1-5. FCK endaði í neðsta sæti riðilsins en Club Brugge vinnur hann. Belgarnir lögðu HJK frá Finnlandi, 2-1, í kvöld. Tórínó fer einnig í 16 liða úrslitin sem liðið í öðru sæti B-riðils. Tottenham varð af fyrsta sæti C-riðils þegar það tapaði fyrir Besiktas, 1-0, á útivelli í kvöld. Sá leikur endaði seinna en hinir vegna bilunnar í flóðljósakerfi vallarins. Besiktas tryggði sér sigur í riðlinum með sigrinum í kvöld. Red Bull Salzburg vann 5-1 sigur á Astra í kvöld og rúllaði yfir D-riðilinn. Austuríska liðið innbyrti 16 stig af 18 mögulegum, en skoska liðið Celtic náði öðru sætinu. Celtic tapaði í kvöld en það kom ekki að sök. Rússneska liðið Dinamo Mosvka vinnur E-riðilinn, en það hafði betur gegn PSV á útivelli í kvöld. Rússarnir fengu fullt hús eða 18 stig þrátt fyrir að skora aðeins níu mörk. PSV var öruggt um annað sætið fyrir leikinn. Inter er svo sigurvegari F-riðils eins og var ljóst fyrir kvöldið, en liðið gerði markalaust jafntefli við Karabakh í kvöld á útivell. Dnipropetrovsk vann 1-0 heimasigur á St. Étienne í úrslitaleik um annað sætið og fer í 16 liða úrslitin. Hægt er að smella á leikina hér fyrir neðan til að sjá markaskorara.Liðin sem komust áfram úr leikjunum sem hófust klukkan 18:00 Borussia Mönchengladbach, Villareal, Tórínó, Club Brugge, Tottenham, Besiktas, Red Bull Salzburg, Celtic, Dinamo Mosvka, PSV Eindhoven, Inter, og Dnipropetrovsk. Feyenoord og Sevilla fara upp úr G-riðlinum, en hollenska liðið vann riðilinn með því að leggja Rikjeka, 1-0, að velli í kvöld. Feyenoord vann Standard Liege á útivelli og hafnar í öðru sætinu. Everton var búið að tryggja sér sigur í H-riðli fyrir kvöldið og tapaði fyrir Krasnodar, 1-0. Wolfsburg vann Lille, 3-0, á útivelli í úrslitaleik um annað sætið. Í I-riðli fagnaði Napoli sigri með því að leggja Slovan Bratislava, 3-0, á heimavelli og Young Boys frá Sviss fylgja Ítölunum í 32 liða úrslitin, en það vann Spörtu frá Prag, 2-0. Allt var klárt í J-riðli fyrir kvöldið þar sem Dynamo Kiev fer áfram sem sigurvegari riðilsins en það innbyrti 15 stig af 18. Danmerkurmeistarar Álaborgar komust áfram á níu stigum þrátt fyrir 2-0 tap í Portúgal í kvöld. Fiorentina vinnur K-riðilinn þrátt fyrir tap gegn Dinamo Minsk, 1-2, í kvöld og Guingamp fylgir því í 32 liða úrslitin, en franska liðið vann PAOK, 2-1, á útivelli í úrslitaleik. Legía Varsjá vann svo Trabzonspor frá Tyrklandi, 2-0, í kvöld og fagnar sigri í L-riðli. Tyrkirnir voru öruggir með annað sætið þannig Lokeren og Metalist sitja eftir.Liðin sem eru komin áfram eftir riðlakeppnina: Borussia Mönchengladbach, Villareal, Tórínó, Club Brugge, Tottenham, Besiktas, Red Bull Salzburg, Celtic, Dinamo Mosvka, PSV Eindhoven, Inter, Dnipropetrovsk, Feyenoord, Sevilla, Everton, Wolfsburg, Napoli, Young Boys, Dynamo Kiev, Álaborg, Fiorentina, Guingamp, Legía Varsjá og Trabzonspor.Liðin átta sem koma úr Meistaradeildinni: Olympiacos, Liverpool, Zenit, Anderlecht, Roma, Ajax, Sporting og Athletic Bilbao. Evrópudeild UEFA Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og verða því ekki einir slakastir í sögunni Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Stórleikur á Villa Park City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Sjá meira
Fyrri hluta leikja kvöldsins í lokaumferð riðlakeppni Evrópudeildar UEFA í knattspyrnu er lokið og hafa tólf lið unnið sér inn farseðil í 32 liða úrslitin. Í A-riðli tryggði Borussia Mönchengladbach sér sigur í riðlinum með því að leggja FC Zürich, 3-0, á heimavelli í kvöld. Villareal þurfti að treysta á að Borussia myndi misstíga sig, en það gerðist ekki. Spænska liðið vann sinn leik gegn Apollon, 2-0, og hafnar í öðru sæti. Rúrik Gíslason var ekki í leikmannahópi FCK sem fékk skell á heimavelli gegn Tórínó, 1-5. FCK endaði í neðsta sæti riðilsins en Club Brugge vinnur hann. Belgarnir lögðu HJK frá Finnlandi, 2-1, í kvöld. Tórínó fer einnig í 16 liða úrslitin sem liðið í öðru sæti B-riðils. Tottenham varð af fyrsta sæti C-riðils þegar það tapaði fyrir Besiktas, 1-0, á útivelli í kvöld. Sá leikur endaði seinna en hinir vegna bilunnar í flóðljósakerfi vallarins. Besiktas tryggði sér sigur í riðlinum með sigrinum í kvöld. Red Bull Salzburg vann 5-1 sigur á Astra í kvöld og rúllaði yfir D-riðilinn. Austuríska liðið innbyrti 16 stig af 18 mögulegum, en skoska liðið Celtic náði öðru sætinu. Celtic tapaði í kvöld en það kom ekki að sök. Rússneska liðið Dinamo Mosvka vinnur E-riðilinn, en það hafði betur gegn PSV á útivelli í kvöld. Rússarnir fengu fullt hús eða 18 stig þrátt fyrir að skora aðeins níu mörk. PSV var öruggt um annað sætið fyrir leikinn. Inter er svo sigurvegari F-riðils eins og var ljóst fyrir kvöldið, en liðið gerði markalaust jafntefli við Karabakh í kvöld á útivell. Dnipropetrovsk vann 1-0 heimasigur á St. Étienne í úrslitaleik um annað sætið og fer í 16 liða úrslitin. Hægt er að smella á leikina hér fyrir neðan til að sjá markaskorara.Liðin sem komust áfram úr leikjunum sem hófust klukkan 18:00 Borussia Mönchengladbach, Villareal, Tórínó, Club Brugge, Tottenham, Besiktas, Red Bull Salzburg, Celtic, Dinamo Mosvka, PSV Eindhoven, Inter, og Dnipropetrovsk. Feyenoord og Sevilla fara upp úr G-riðlinum, en hollenska liðið vann riðilinn með því að leggja Rikjeka, 1-0, að velli í kvöld. Feyenoord vann Standard Liege á útivelli og hafnar í öðru sætinu. Everton var búið að tryggja sér sigur í H-riðli fyrir kvöldið og tapaði fyrir Krasnodar, 1-0. Wolfsburg vann Lille, 3-0, á útivelli í úrslitaleik um annað sætið. Í I-riðli fagnaði Napoli sigri með því að leggja Slovan Bratislava, 3-0, á heimavelli og Young Boys frá Sviss fylgja Ítölunum í 32 liða úrslitin, en það vann Spörtu frá Prag, 2-0. Allt var klárt í J-riðli fyrir kvöldið þar sem Dynamo Kiev fer áfram sem sigurvegari riðilsins en það innbyrti 15 stig af 18. Danmerkurmeistarar Álaborgar komust áfram á níu stigum þrátt fyrir 2-0 tap í Portúgal í kvöld. Fiorentina vinnur K-riðilinn þrátt fyrir tap gegn Dinamo Minsk, 1-2, í kvöld og Guingamp fylgir því í 32 liða úrslitin, en franska liðið vann PAOK, 2-1, á útivelli í úrslitaleik. Legía Varsjá vann svo Trabzonspor frá Tyrklandi, 2-0, í kvöld og fagnar sigri í L-riðli. Tyrkirnir voru öruggir með annað sætið þannig Lokeren og Metalist sitja eftir.Liðin sem eru komin áfram eftir riðlakeppnina: Borussia Mönchengladbach, Villareal, Tórínó, Club Brugge, Tottenham, Besiktas, Red Bull Salzburg, Celtic, Dinamo Mosvka, PSV Eindhoven, Inter, Dnipropetrovsk, Feyenoord, Sevilla, Everton, Wolfsburg, Napoli, Young Boys, Dynamo Kiev, Álaborg, Fiorentina, Guingamp, Legía Varsjá og Trabzonspor.Liðin átta sem koma úr Meistaradeildinni: Olympiacos, Liverpool, Zenit, Anderlecht, Roma, Ajax, Sporting og Athletic Bilbao.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og verða því ekki einir slakastir í sögunni Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Stórleikur á Villa Park City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Sjá meira