Fólk fauk eins og fjaðrir í rokinu Heimir Már Pétursson skrifar 10. desember 2014 21:02 Hættustig og óvissustig er vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum þar sem leiðindaveður hefur verið í dag eins og í gær. Engin hætta er þó talin vera í byggð vegna hugsanlegra snjóflóða. Allt innanlandsflug lá að mestu niðri í dag eftir töluverða röskun á flugi í gær. Flugfélagið Ernir flaug til Vestmannaeyja og Hafnar í Hornafirði í dag. Kolvitlaust veður var fyrir vestan í gærdag og nótt með tilheyrandi truflunum á samgöngum í lofti, á láði og legi. Það var reyndar leiðindaveður á höfuðborgarsvæðinu í morgun um það bil sem fólk var á leið í vinnu. Miklar vindhviður og snjófjúk þannig að varla sást út úr augunum. Landslagið í Reykjavík hefur breyst talsvert á undanförnum árum með byggingu háhýsa sem geta skapað mikla vindsveipi. Þannig fauk fólk beinlínis eins til og frá hér við Höfðatorg í morgun en engin slys urðu þó á fólki svo vitað sé. Reykjanesbrautin var illfær eða ófær um tíma þar sem bílar fuku út af veginum og ófært var um Hellisheiði og þrengsli. Súðavíkurhlíðmilli Ísafjarðar og Súðavíkur hefur verið lokuð frá því klukkan fimm í gær og sjúkrabíll sem fór inn í Seyðisfjörð í Ísafjarðardjúpi til að ná í lítinn slasaðan mann eftir bílveltu seinnipartinn í gær er veðurtepptur í Súðavík ásamt hinum lítt slasaða. Í Bolungarvík var skólahaldi hætt fyrr en venjulega í gær og ekkert skólahald var þar í dag. Og þótt það væri öllum augljóst í Víkinni að fárviðri geisaði þar þurfti Margrét Jómundsdóttir veðurathugunarkona þó nánast að skríða í tæpan klukkutíma í óveðrinu til að fá það staðfest á mælum og senda upplýsingarnar til Veðurstofu Íslands. En vindhviðurnar fóru upp í 70 til 80 metra á sekúndu í Bolungarvík í gær. Flest skip og bátar eru í landi og kúldra í höfninni í Bolungarvík og á Ísafirði sem og annars staðar á Vestfjörðum og reyndar víðast hvar um landið, því óveðrið hefur gert vart við sig víða á Vestur- , Norður-, og Suðurlandi. Fjögur fiskiskip hafa þó leitað vars undir Grænuhlíð, í Dýrafirði, Patreksfirði og úti fyrir Látrabjargi. Íbúar á Suðurlandi hafa hvorki komist lönd né strönd út af svæðinu vegna óveðurs því Hellisheiðin, Þrengslin og Mosfellsheiðin hafa verið lokuð. Veður Tengdar fréttir Lagði sig í hættu við að lesa á veðurmæla „Ég hef aldrei vitað annað eins,“ segir afmælibarnið Margrét Jómundsdóttir veðurathugunarkona fyrir Veðurstofu Íslands í Bolungarvík. 10. desember 2014 12:27 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Hættustig og óvissustig er vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum þar sem leiðindaveður hefur verið í dag eins og í gær. Engin hætta er þó talin vera í byggð vegna hugsanlegra snjóflóða. Allt innanlandsflug lá að mestu niðri í dag eftir töluverða röskun á flugi í gær. Flugfélagið Ernir flaug til Vestmannaeyja og Hafnar í Hornafirði í dag. Kolvitlaust veður var fyrir vestan í gærdag og nótt með tilheyrandi truflunum á samgöngum í lofti, á láði og legi. Það var reyndar leiðindaveður á höfuðborgarsvæðinu í morgun um það bil sem fólk var á leið í vinnu. Miklar vindhviður og snjófjúk þannig að varla sást út úr augunum. Landslagið í Reykjavík hefur breyst talsvert á undanförnum árum með byggingu háhýsa sem geta skapað mikla vindsveipi. Þannig fauk fólk beinlínis eins til og frá hér við Höfðatorg í morgun en engin slys urðu þó á fólki svo vitað sé. Reykjanesbrautin var illfær eða ófær um tíma þar sem bílar fuku út af veginum og ófært var um Hellisheiði og þrengsli. Súðavíkurhlíðmilli Ísafjarðar og Súðavíkur hefur verið lokuð frá því klukkan fimm í gær og sjúkrabíll sem fór inn í Seyðisfjörð í Ísafjarðardjúpi til að ná í lítinn slasaðan mann eftir bílveltu seinnipartinn í gær er veðurtepptur í Súðavík ásamt hinum lítt slasaða. Í Bolungarvík var skólahaldi hætt fyrr en venjulega í gær og ekkert skólahald var þar í dag. Og þótt það væri öllum augljóst í Víkinni að fárviðri geisaði þar þurfti Margrét Jómundsdóttir veðurathugunarkona þó nánast að skríða í tæpan klukkutíma í óveðrinu til að fá það staðfest á mælum og senda upplýsingarnar til Veðurstofu Íslands. En vindhviðurnar fóru upp í 70 til 80 metra á sekúndu í Bolungarvík í gær. Flest skip og bátar eru í landi og kúldra í höfninni í Bolungarvík og á Ísafirði sem og annars staðar á Vestfjörðum og reyndar víðast hvar um landið, því óveðrið hefur gert vart við sig víða á Vestur- , Norður-, og Suðurlandi. Fjögur fiskiskip hafa þó leitað vars undir Grænuhlíð, í Dýrafirði, Patreksfirði og úti fyrir Látrabjargi. Íbúar á Suðurlandi hafa hvorki komist lönd né strönd út af svæðinu vegna óveðurs því Hellisheiðin, Þrengslin og Mosfellsheiðin hafa verið lokuð.
Veður Tengdar fréttir Lagði sig í hættu við að lesa á veðurmæla „Ég hef aldrei vitað annað eins,“ segir afmælibarnið Margrét Jómundsdóttir veðurathugunarkona fyrir Veðurstofu Íslands í Bolungarvík. 10. desember 2014 12:27 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Lagði sig í hættu við að lesa á veðurmæla „Ég hef aldrei vitað annað eins,“ segir afmælibarnið Margrét Jómundsdóttir veðurathugunarkona fyrir Veðurstofu Íslands í Bolungarvík. 10. desember 2014 12:27