Ferðamenn við Höfðatorg voru skelfingu lostnir yfir vindinum Aðalsteinn Kjartansson skrifar 10. desember 2014 16:35 „Hún kom bara fjúkandi frá Höfða undan vindinum og náði tangarhaldi á skiltinu og síðan kom eiginmaður hennar með bakpoka á bakinu og fauk til hennar. Þau héldu sér lífhaldi á skiltinu,“ segir Ari Sigurðsson sem kom ferðamönnum til aðstoðar fyrir utan Höfðatorg í dag. Parið sem hann hjálpaði fauk í miklum vindi og var í sjálfheldu á umferðareyju fyrir utan turninn. Vísir birti fyrr í dag myndband sem tekið var af tilraun Ara og kunningja hans til að bjarga ferðamönnunum en á því sést hvernig þau fjúka niður í bílakjallara Höfðatorgs. Ari, sem vinnur í Höfðatorgsturninum, fylgist með parinu í nokkrar mínútur áður en hann sá að ekki var annað í stöðunni en að fara út að hjálpa. Á sama tíma og hann var kominn út kom annar maður, sem er gamall skólabróðir hans, einnig að parinu. „Það var ekki annað að gera en að fara út að hjálpa,“ segir hann. „Svo létum við bara gossa. Við vorum alveg að ná inn á malbikið þegar vindurinn kom bara og tók okkur,“ segir hann. „Svo var húsvörðurinn kominn skömmu síðar með bíl til að stoppa fólk af að ganga þarna á milli.“ Enginn slasaðist í þessum átökum fyrir utan minniháttar skrámur að sögn Ara. Ferðamönnunum var þó brugðið. „Þau höfðu aldrei upplifað annað eins og þau voru bara skelfingu lostin, það verður að segjast alveg eins og er,“ segir Ari. Veður Tengdar fréttir Myndband: Fótgangandi í basli við Höfðatorg Gangandi vegfarendur eiga í miklum erfiðleikum vegna mikilla vindstrengja við háhýsin við Höfðatorg og í Borgartúni í dag. 10. desember 2014 11:41 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Sjá meira
„Hún kom bara fjúkandi frá Höfða undan vindinum og náði tangarhaldi á skiltinu og síðan kom eiginmaður hennar með bakpoka á bakinu og fauk til hennar. Þau héldu sér lífhaldi á skiltinu,“ segir Ari Sigurðsson sem kom ferðamönnum til aðstoðar fyrir utan Höfðatorg í dag. Parið sem hann hjálpaði fauk í miklum vindi og var í sjálfheldu á umferðareyju fyrir utan turninn. Vísir birti fyrr í dag myndband sem tekið var af tilraun Ara og kunningja hans til að bjarga ferðamönnunum en á því sést hvernig þau fjúka niður í bílakjallara Höfðatorgs. Ari, sem vinnur í Höfðatorgsturninum, fylgist með parinu í nokkrar mínútur áður en hann sá að ekki var annað í stöðunni en að fara út að hjálpa. Á sama tíma og hann var kominn út kom annar maður, sem er gamall skólabróðir hans, einnig að parinu. „Það var ekki annað að gera en að fara út að hjálpa,“ segir hann. „Svo létum við bara gossa. Við vorum alveg að ná inn á malbikið þegar vindurinn kom bara og tók okkur,“ segir hann. „Svo var húsvörðurinn kominn skömmu síðar með bíl til að stoppa fólk af að ganga þarna á milli.“ Enginn slasaðist í þessum átökum fyrir utan minniháttar skrámur að sögn Ara. Ferðamönnunum var þó brugðið. „Þau höfðu aldrei upplifað annað eins og þau voru bara skelfingu lostin, það verður að segjast alveg eins og er,“ segir Ari.
Veður Tengdar fréttir Myndband: Fótgangandi í basli við Höfðatorg Gangandi vegfarendur eiga í miklum erfiðleikum vegna mikilla vindstrengja við háhýsin við Höfðatorg og í Borgartúni í dag. 10. desember 2014 11:41 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Sjá meira
Myndband: Fótgangandi í basli við Höfðatorg Gangandi vegfarendur eiga í miklum erfiðleikum vegna mikilla vindstrengja við háhýsin við Höfðatorg og í Borgartúni í dag. 10. desember 2014 11:41