Viðskipti innlent

Vísa frá ákæru í verðsamráðsmálinu

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Mennirnir þrettán eru á öllum aldri og gegndu ólíkum stöðum innan fyrirtækjanna, allt frá framkvæmdastjórum niður í menn í söluveri.
Mennirnir þrettán eru á öllum aldri og gegndu ólíkum stöðum innan fyrirtækjanna, allt frá framkvæmdastjórum niður í menn í söluveri.
Ákæru sérstaks saksóknara á hendur einum sakborninga í verðsamráðsmálinu svokallaða var vísað frá dómi í Héraðsdómi Reykjaness í dag.

Málið snýr að þrettán starfsmönnum Byko, Húsasmiðjunnar og Úlfsins en þeim er gefið að sök að hafa átt í verðsamráði til að koma í veg fyrir að verslanirnar ættu í samkeppni. Málið er eitt það umfangsmesta sem komið hefur á borð sérstaks saksóknara. Sakborningarnir hafa allir neitað sök í málinu.

Frávísunarkrafa mannsins var lögð fram í Héraðsdómi Reykjaness í nóvember. Hann var um tvítugt þegar meint brot hans áttu sér stað og starfaði sem sölumaður í einni af verslununum. Hann var ákærður fyrir að hafa athugað verð samkeppnisaðila í símtali við einn af starfsmönnum þeirrar verslunar. Upplýsti maðurinn svo yfirmann sinn um verðin í tölvupósti.

Ákæruvaldið hefur þrjá sólarhringa til að taka ákvörðun um hvort úrskurðurinn verði kærður, og liggur því ekki fyrir að svo stöddu hvort svo verði. Aðalmeðferð í málinu fer fram í febrúar í Héraðsdómi Reykjavíkur.


Tengdar fréttir

Þrettán manns í ákæru fyrir samkeppnislagabrot BYKO, Húsasmiðjunnar og Úlfsins

rettán eiga aðild að samkeppnislagabrotum BYKO, Húsasmiðjunnar og Úlfsins samkvæmt ákæru sem gefin hefur verið út. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari. Hann segir embættið ekki búa yfir upplýsingum um hversu margir af þeim sem málinu tengjast eru enn starfandi hjá fyrirtækjunum.

Einn starfsmaður Byko sendur í leyfi vegna ákæru um verðsamráð

"Fyrirtækið hefur ávallt haft samkeppnislög eins og aðra lagaumgjörð rekstursins í heiðri og það er einlæg von stjórnenda BYKO að dómstólar muni komast að þeirri niðurstöðu að ákæra saksóknara eigi ekki við rök að styðjast.“

Verðsamráð er gróft lögbrot gegn almenningi

Brotin sem starfsmenn Byko og Húsasmiðjunnar eru ákærðir fyrir eru alvarlegustu samkeppnislagabrot sem þekkjast og eru oftast nær almenningi til tjóns. Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir að þetta sé með umfangsmestu samráðsmálum sem komið hafi upp hér á landi.

Segir landsmenn hafa tapað á verðsamráði

Landsmenn töpuðu á samkeppnislagabrotum Húsasmiðjunnar og Byko og borga nú sektina fyrir það sem aðaleigendur Landsbankans, segir í fréttatilkynningu frá Múrbúðinni.

Verðsamráðsmálið tekið fyrir í febrúar

Aðeins einu sinni áður hefur verið höfðað refsimál á hendur einstaklingum hér á landi. Þá voru forstjórar Olís, Skeljungs og Esso sakaðir um verðsamráð.

Telur samráðið eiga sér lengri sögu

Samkeppnishamlandi verðþrýstingur byggingarvörufyrirtækjanna Byko og Húsasmiðjunnar neyddi Baldur Björnsson til að loka grófvörudeild Múrbúðarinnar. „Við vorum bara tæklaðir,“ segir Baldur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×