Innlent

Engar breytingar á millilandaflugi

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/gva
Engar breytingar hafa orðið á millilandaflugi á Keflavíkurflugvelli þrátt fyrir veðurofsann sem gengur nú yfir landið. Þó eru einhverjar líkur á seinkun að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa ISAVIA.

„Flugið gengur bara þokkalega. En miðað við reynsluna þá ímyndar maður sér að það muni ganga hægar, en eins og staðan er núna er ekki útlit fyrir að flug falli niður,“ segir Guðjón í samtali við Vísi og bætir við að send verði út tilkynning verði einhverjar breytingar á flugferðum.

Innanlandsflug liggur niðri og ekki er útlit fyrir að það breytist á næstu klukkutímum, samkvæmt upplýsingum frá Flugfélagi Íslands. Búið er að aflýsa flugi til og frá Ísafirði en ekki er búið að útiloka að flogið verði á Egilsstaði og Akureyri síðar í dag. Það verður næst skoðað klukkan 11.15.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×