Innlent

Biðin eftir leigubíl varð ekki lengri en hálftími

Atli Ísleifsson skrifar
Sérstaklega mikið var að gera hjá leigubílastöðvum milli átta og níu í morgun.
Sérstaklega mikið var að gera hjá leigubílastöðvum milli átta og níu í morgun. Vísir/GVA
„Þetta er orðið allt í lagi núna, en milli átta og níu var mjög mikið að gera. Biðin fór þó ekki yfir hálftímann,“ segir Erlín Bjarnadóttir, vaktstjóri hjá Hreyfli. Mikið óveður gengur nú yfir landið sem hefur víða valdið umferðartöfum.

Fjölmargir tóku þá ákvörðun að skilja bílinn eftir heima í morgun og og komu sér í vinnuna með því að taka leigubíl. Erlín segir að 158 bílar séu úti núna og að morguninn hafi gengið vel. Hún hafi ekki frétt af neinum óhöppum.

„Ég held að þetta verði fínt núna þegar flestir eru komnir í vinnuna. Við vitum ekkert hvernig þetta verður seinni partinn, hvernig  fólk kemur sér heim, hvort það verði sótt eða taki leigubíl. Við verðum alla vega alltaf til þjónustu reiðubúin,“ segir Erlín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×