Jón Daði Böðvarsson var til viðtals í útvarpsþætti Fótbolta.net á X-inu í hádeginu þar sem hann sagðist vita af áhuga liða í Belgíu og Hollandi á sér en hann á ár eftir af samningi sínum við Viking Stavanger í Noregi.
Jón Daði sló nokkuð óvænt í gegn með íslenska landsliðinu á haustmánuðum og skoraði meðal annars gegn Tyrklandi á Laugardalsvellinum.
Jón Daði sagðist vita af áhuga liða í stærri deildum en Viking hefur boðið honum nýjan samning. Honum liggi þó ekkert á að semja því hann vill skoða hvað annað býðst.
„Ég hef heyrt af áhuga frá Belgíu og Hollandi en ég veit ekkert hvaða lið það eru. Ég held að það komi bara í ljós í janúar. Ég fer samt ekki í hvaða lið sem er. Það verður að vera lið sem hentar mínum leiksstíl,“ sagði Jón Daði í útvarpinu.
„Eins og staðan er í dag er ég leikmaður Viking og á ár eftir af samningi mínum þar. Mér var boðinn nýr samningur en ég sagðist vilja taka mér tíma og bíða með að svara því. Þeir virða það.“
Lið í Belgíu og Hollandi fylgjast með Jóni Daða
Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar

Mest lesið


Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum
Enski boltinn


FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana
Íslenski boltinn



Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna
Enski boltinn

Valur tímabundið á toppinn
Handbolti

Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist
Íslenski boltinn
