Leyfum ekki frekjum að ræna jólunum Vésteinn Valgarðsson skrifar 23. desember 2014 15:18 Hin árvissa síbylja um mannréttindasinnuðu vinstrimennina, sem vilja ræna börnin jólunum, er orðin fastur liður í jólaundirbúningi landsmanna. Á sama tíma og háværar raddir heyrast um að það eigi að boða börnum kristni, keppast prestarnir við að afneita vígsluheiti sínu um að boða trúna, segjandi að það fari engin innræting fram. Hjalti Hugason mælti t.d. gegn innrætingu í útvarpsþætti um daginn og sagði hana ekki vera það sama og trúboð. En hvað er það annað en innræting að tala þannig við börn um guð og Jesú, að gengið sé út frá því að þeir séu til? Kirkjuheimsóknir skóla skaða Ef við ætlum að hafa trúfrelsi þýðir það að skólar mismuni ekki börnum eftir trúarskoðunum og haldi ekki trúarskoðunum að þeim. Það afsakar ekkert að það hafi lengi verið gert, þess meiri ástæða er þá til að hætta því. En það er pínlegt þegar fullorðið fólk skilur ekki muninn á trúboði og fræðslu um trú. Jafnvel prestar eða kristnir kennarar, sem láta eigin sannfæringu þvælast fyrir sér og þykjast eiga erfitt með að greina á milli. Hvernig mundi kristið fólk kenna börnum um búddisma? Það er sú nálgun sem heitir „fræðsla“. Oft er spurt hvort einhver hafi skaðast. Látum boðskap og sakaskrá kirkjunnar liggja milli hluta að sinni, en höldum okkur við kirkjuferðir. Börn sem eru tekin út úr hópnum verða útsett fyrir stríðni. Fréttir greindu frá því um daginn að strákur einn vildi ekki fara í kirkju, því hann trúði ekki á guð. Eftir kirkjuferðina hæddust önnur börn að honum. „Trúirðu kannski heldur ekki á pabba þinn? Þetta er eins!“ hlógu þau, nýbúin að meðtaka fagnaðarerindið. Kirkjuheimsóknir skaða ekki bara með því að ýta undir stríðni. Þær stuðla líka að vanþekkingu. Hvaðan fær fólk annars þá hugmynd að jólin séu „fæðingarhátíð frelsarans“? Kristinfræðikennsla er léleg! Það er áfellisdómur yfir kirkjunni og yfir skólayfirvöldum, að stór hluti þjóðarinnar virðist halda að jólin séu eign kristinna. Það eru þau ekki. Jól hafa verið haldin um vetrarsólstöður frá því í grárri forneskju, um allan norðurhluta jarðar, til að fagna því að daginn taki að lengja. Fólk sem heldur að jólin séu aðallega afmæli jesúbarnsins, er vitni um alvarlegan brest í fræðslustarfi langt aftur í tímann. Vitni um að það sé ekki heiðarleg fræðsla sem fer fram í kirkjunum, heldur endurtekning á lygasögu — sem presturinn veit að er ekki sönn. Orðið „jól“ er heiðið. Jólagjafir eru heiðinn siður. Það er jólasteikin líka. Jólatréð líka. Grýla og jólasveinarnir eru heiðin. Tímasetningin er heiðin. Þessi rammheiðna hátíð verður ekki kristin við að einhverju jesúbarni sé skellt ofan á allt saman. Þessi vanþekking, sem fullorðið fólk opinberar árlega, undirstrikar þörfina fyrir að byrja að kenna almennilega um kristna trú og önnur trúarbrögð. Hætta að boða með skröki og byrja að kenna sannleikann. Hvað óttast menn? Hefur staðgóð þekking á trúarbrögðum einhvern tímann skaðað einhvern? Froðan á þessum öldufaldi er ekki einsleit, þar kemur saman fólk sem í einlægni sér ekki ástæðu til að leyfa hér önnur trúarbrögð en kristni, fólk sem heldur að menningu þjóðarinnar sé ógnað eða það eigi að ræna börnin jólunum, og engisprettufaraldur lukkuriddara sem vilja ná sér í auðvelt fylgi fyrir næstu kosningar eða tryggja eigin afkomu. Háværi minnihlutinn og kristna þjóðin Ásmundur Friðriksson þingmaður er stuðningsmaður kristniboðs í grunnskólum. Í útvarpi nýlega margsagðist hann tilheyra „hógværum, algjörum meirihluta“ en kallaði andstæðinga kristniboðs „háværan minnihluta“. Það má fyrirgefa karlinum fyrir að halda að hann sé í meirihluta, en það setur að manni stugg yfir hvernig honum finnst eðlilegt að fara með minnihlutahópa: þeir megi náðarsamlegast vera til, bara ef þeir læðast með veggjum og sætta sig við að vera annars flokks. Þetta er trúfrelsi Ásmundar, að meirihlutinn kúgi minnihlutan. En hver er í minnihluta? Meirihluti þjóðarinnar er vissulega fæddur inn í ríkiskirkjuna og hefur játað kennisetningar hennar með munninum í fermingu. Þegar er búið að landa fermingargjöfunum hætta flestir að hirða um „leiðtoga lífs síns“. Meirihlutinn trúir ekki því sem er í trúarjátningunni. Meirihluti þjóðarinnar er hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju. Þetta er hvort tveggja skv. skoðanakönnunum. Þá eru ótaldir allir þeir sem hafa allskonar hjátrú sem samrýmist ekki kristni. Eins og á jólasveina. Þetta mundi Ásmundur vita og skilja ef hann kærði sig um það. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, sagði nýlega að kirkjuferðir hefðu „ekki verið neitt vandamál“ — fyrr en vinstriflokkarnir komust til valda í borginni! Það var ekkert vandamál í hans augum fyrr en byrjað var að stugga við forréttindum kirkjunnar! Ef þið viljið ekki að vinstrimenn ræni börnin jólunum, kjósið þá Sjálfstæðisflokkinn og Kjartan Magnússon, vörð kristinna gilda! Sigurvin og Sunna Dóra æskulýðsprestar skrifuðu um daginn að trúfrelsi væri grundvöllur fjölmenningarsamfélags og að það þyrfti að leyfa innflytjendum að iðka sína trú í friði. Það er rétt svo langt sem það nær, að innflytjendur eiga að hafa fullt trúfrelsi, en ekki þarf mikið ímyndunarafl til að segja næst að innflytjendur trufli „kristniboðið okkar“. Jón Sigurðsson framsóknarmaður bloggaði líka um málið um daginn, þóttist vita allt um hvað færi fram í þessum kirkjuferðum, og náði nýjum botni í umræðunni. Hjá honum er það orðið þjóðernið sem er verið að blóta. Þetta er tilbrigði við „fjölmenningu til að sýna innflytjendum umburðarlyndi“. Stöldrum hér við: Þeir alíslensku Íslendingar (les: hreinir aríar) sem standa utan kristinna trúfélaga eru miklu fleiri en innflytjendur sem standa utan kristinna trúfélaga. Það erum við, sem höfum flykkst út úr kirkjunni af sívaxandi þunga undanfarna áratugi. Það erum við, sem erum þyngsta lóðið í baráttunni fyrir trúfrelsi. Það erum við, þjóðin. Það er ímyndun að kalla þjóðina kristna. Ekki af því að það séu fluttir múhameðstrúarmenn eða búddistar til landsins — heldur af því að við sem fyrir vorum, erum flest blendin í trúnni og ekkert sérstaklega kristin. Þótt það væri ekki einn einasti innflytjandi í landinu, þá ættum við samt að hafa trúfrelsi. (Ef fólk vill afnema trúfrelsi í landinu, þá getum við svosem rætt það. En sú atlaga beinist gegn réttindum allra landsmanna, líka þeim kristnu. Munið það næst þegar á að spyrða kristniboð saman við útlendingaandúð.) Hafið bara ykkar trúboð — fyrir ykkur sjálf Það virðist oft fara fyrir ofan garð og neðan að kristnir menn hafa bæði sama rétt og aðrir til að iðka trú sína á Íslandi, og líka mun betri aðstöðu til þess: nokkur hundruð hús um allt land, fjölda manns í vinnu og margfaldan þann fjölda af sjálfboðaliðum. Hvernig dettur nokkrum í hug að kristni eigi undir högg að sækja á Íslandi? Í alvöru talað! Það hefur aldrei neinn stungið upp á því að banna foreldrum að kenna börnum sínum kristna trú, heima eða með því að fara með þau í sunnudagaskóla (ef þeir eru ennþá haldnir eftir að sjónvarpið byrjaði að sýna teiknimyndir á sunnudögum). Þangað geta þeir þá farið með börnin sín, allir þessir foreldrar sem eru svona spenntir fyrir kristinni innrætingu, eins oft og þeir vilja. Og nenna. Og enginn mun blanda sér í það. En ef þið krefjist þess að mín börn fari þangað, þá er mér að mæta. Ég hef heldur aldrei heyrt neinn tala um að banna jólahald eða orðið „jól“, nema þá tækifæriskristna hægrimenn, sem segja að fólk eigi að kjósa þá því þetta vilji vinstrimenn og bannsettir mannréttindasinnarnir. Útúrsnúningurinn, endurtekningarnar og blinda á mótrök sýna glöggt að þessari umræðu stjórna þjóðfélagsöfl sem hafa meiri áhuga á hagsmunum heldur en sannleikanum. Alvöru hagsmunum eins og launum fyrir presta eða atkvæðum fyrir kristilega íhaldið, og ímynduðum hagsmunum eins og að standa vörð um ímynduð gildi sem ímyndaðar ógnir steðja að. Tækifærissinnarnir velja málstað eftir því hvernig fylgið blæs og því mun sami söngur endurtakast næsta vetur, fylla blöðin og kommentakerfin. Krossförunum er alveg sama um leiðréttingar eða gild mótrök; lygar, hræsni og viljandi skilningsleysi eru ekki fyrir neðan virðingu þeirra því fyrir þeim er málstaðurinn svo heilagur að flest meðöl eru í lagi. Þegar öllu er á botninn hvolft eru þeir sjálfir nefnilega málstaðurinn. Við eigum jólin öll Hefur einhver heyrt heiðna eða ókristna menn amast við því að kristnir menn haldi upp á jesúbarnið á jólunum? Nei, enda er það meinlaust og gjörið þið bara svo vel. Jólin eru sameign þjóðarinnar, hverju sem fólk trúir, og enginn á að vera skilinn útundan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hin árvissa síbylja um mannréttindasinnuðu vinstrimennina, sem vilja ræna börnin jólunum, er orðin fastur liður í jólaundirbúningi landsmanna. Á sama tíma og háværar raddir heyrast um að það eigi að boða börnum kristni, keppast prestarnir við að afneita vígsluheiti sínu um að boða trúna, segjandi að það fari engin innræting fram. Hjalti Hugason mælti t.d. gegn innrætingu í útvarpsþætti um daginn og sagði hana ekki vera það sama og trúboð. En hvað er það annað en innræting að tala þannig við börn um guð og Jesú, að gengið sé út frá því að þeir séu til? Kirkjuheimsóknir skóla skaða Ef við ætlum að hafa trúfrelsi þýðir það að skólar mismuni ekki börnum eftir trúarskoðunum og haldi ekki trúarskoðunum að þeim. Það afsakar ekkert að það hafi lengi verið gert, þess meiri ástæða er þá til að hætta því. En það er pínlegt þegar fullorðið fólk skilur ekki muninn á trúboði og fræðslu um trú. Jafnvel prestar eða kristnir kennarar, sem láta eigin sannfæringu þvælast fyrir sér og þykjast eiga erfitt með að greina á milli. Hvernig mundi kristið fólk kenna börnum um búddisma? Það er sú nálgun sem heitir „fræðsla“. Oft er spurt hvort einhver hafi skaðast. Látum boðskap og sakaskrá kirkjunnar liggja milli hluta að sinni, en höldum okkur við kirkjuferðir. Börn sem eru tekin út úr hópnum verða útsett fyrir stríðni. Fréttir greindu frá því um daginn að strákur einn vildi ekki fara í kirkju, því hann trúði ekki á guð. Eftir kirkjuferðina hæddust önnur börn að honum. „Trúirðu kannski heldur ekki á pabba þinn? Þetta er eins!“ hlógu þau, nýbúin að meðtaka fagnaðarerindið. Kirkjuheimsóknir skaða ekki bara með því að ýta undir stríðni. Þær stuðla líka að vanþekkingu. Hvaðan fær fólk annars þá hugmynd að jólin séu „fæðingarhátíð frelsarans“? Kristinfræðikennsla er léleg! Það er áfellisdómur yfir kirkjunni og yfir skólayfirvöldum, að stór hluti þjóðarinnar virðist halda að jólin séu eign kristinna. Það eru þau ekki. Jól hafa verið haldin um vetrarsólstöður frá því í grárri forneskju, um allan norðurhluta jarðar, til að fagna því að daginn taki að lengja. Fólk sem heldur að jólin séu aðallega afmæli jesúbarnsins, er vitni um alvarlegan brest í fræðslustarfi langt aftur í tímann. Vitni um að það sé ekki heiðarleg fræðsla sem fer fram í kirkjunum, heldur endurtekning á lygasögu — sem presturinn veit að er ekki sönn. Orðið „jól“ er heiðið. Jólagjafir eru heiðinn siður. Það er jólasteikin líka. Jólatréð líka. Grýla og jólasveinarnir eru heiðin. Tímasetningin er heiðin. Þessi rammheiðna hátíð verður ekki kristin við að einhverju jesúbarni sé skellt ofan á allt saman. Þessi vanþekking, sem fullorðið fólk opinberar árlega, undirstrikar þörfina fyrir að byrja að kenna almennilega um kristna trú og önnur trúarbrögð. Hætta að boða með skröki og byrja að kenna sannleikann. Hvað óttast menn? Hefur staðgóð þekking á trúarbrögðum einhvern tímann skaðað einhvern? Froðan á þessum öldufaldi er ekki einsleit, þar kemur saman fólk sem í einlægni sér ekki ástæðu til að leyfa hér önnur trúarbrögð en kristni, fólk sem heldur að menningu þjóðarinnar sé ógnað eða það eigi að ræna börnin jólunum, og engisprettufaraldur lukkuriddara sem vilja ná sér í auðvelt fylgi fyrir næstu kosningar eða tryggja eigin afkomu. Háværi minnihlutinn og kristna þjóðin Ásmundur Friðriksson þingmaður er stuðningsmaður kristniboðs í grunnskólum. Í útvarpi nýlega margsagðist hann tilheyra „hógværum, algjörum meirihluta“ en kallaði andstæðinga kristniboðs „háværan minnihluta“. Það má fyrirgefa karlinum fyrir að halda að hann sé í meirihluta, en það setur að manni stugg yfir hvernig honum finnst eðlilegt að fara með minnihlutahópa: þeir megi náðarsamlegast vera til, bara ef þeir læðast með veggjum og sætta sig við að vera annars flokks. Þetta er trúfrelsi Ásmundar, að meirihlutinn kúgi minnihlutan. En hver er í minnihluta? Meirihluti þjóðarinnar er vissulega fæddur inn í ríkiskirkjuna og hefur játað kennisetningar hennar með munninum í fermingu. Þegar er búið að landa fermingargjöfunum hætta flestir að hirða um „leiðtoga lífs síns“. Meirihlutinn trúir ekki því sem er í trúarjátningunni. Meirihluti þjóðarinnar er hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju. Þetta er hvort tveggja skv. skoðanakönnunum. Þá eru ótaldir allir þeir sem hafa allskonar hjátrú sem samrýmist ekki kristni. Eins og á jólasveina. Þetta mundi Ásmundur vita og skilja ef hann kærði sig um það. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, sagði nýlega að kirkjuferðir hefðu „ekki verið neitt vandamál“ — fyrr en vinstriflokkarnir komust til valda í borginni! Það var ekkert vandamál í hans augum fyrr en byrjað var að stugga við forréttindum kirkjunnar! Ef þið viljið ekki að vinstrimenn ræni börnin jólunum, kjósið þá Sjálfstæðisflokkinn og Kjartan Magnússon, vörð kristinna gilda! Sigurvin og Sunna Dóra æskulýðsprestar skrifuðu um daginn að trúfrelsi væri grundvöllur fjölmenningarsamfélags og að það þyrfti að leyfa innflytjendum að iðka sína trú í friði. Það er rétt svo langt sem það nær, að innflytjendur eiga að hafa fullt trúfrelsi, en ekki þarf mikið ímyndunarafl til að segja næst að innflytjendur trufli „kristniboðið okkar“. Jón Sigurðsson framsóknarmaður bloggaði líka um málið um daginn, þóttist vita allt um hvað færi fram í þessum kirkjuferðum, og náði nýjum botni í umræðunni. Hjá honum er það orðið þjóðernið sem er verið að blóta. Þetta er tilbrigði við „fjölmenningu til að sýna innflytjendum umburðarlyndi“. Stöldrum hér við: Þeir alíslensku Íslendingar (les: hreinir aríar) sem standa utan kristinna trúfélaga eru miklu fleiri en innflytjendur sem standa utan kristinna trúfélaga. Það erum við, sem höfum flykkst út úr kirkjunni af sívaxandi þunga undanfarna áratugi. Það erum við, sem erum þyngsta lóðið í baráttunni fyrir trúfrelsi. Það erum við, þjóðin. Það er ímyndun að kalla þjóðina kristna. Ekki af því að það séu fluttir múhameðstrúarmenn eða búddistar til landsins — heldur af því að við sem fyrir vorum, erum flest blendin í trúnni og ekkert sérstaklega kristin. Þótt það væri ekki einn einasti innflytjandi í landinu, þá ættum við samt að hafa trúfrelsi. (Ef fólk vill afnema trúfrelsi í landinu, þá getum við svosem rætt það. En sú atlaga beinist gegn réttindum allra landsmanna, líka þeim kristnu. Munið það næst þegar á að spyrða kristniboð saman við útlendingaandúð.) Hafið bara ykkar trúboð — fyrir ykkur sjálf Það virðist oft fara fyrir ofan garð og neðan að kristnir menn hafa bæði sama rétt og aðrir til að iðka trú sína á Íslandi, og líka mun betri aðstöðu til þess: nokkur hundruð hús um allt land, fjölda manns í vinnu og margfaldan þann fjölda af sjálfboðaliðum. Hvernig dettur nokkrum í hug að kristni eigi undir högg að sækja á Íslandi? Í alvöru talað! Það hefur aldrei neinn stungið upp á því að banna foreldrum að kenna börnum sínum kristna trú, heima eða með því að fara með þau í sunnudagaskóla (ef þeir eru ennþá haldnir eftir að sjónvarpið byrjaði að sýna teiknimyndir á sunnudögum). Þangað geta þeir þá farið með börnin sín, allir þessir foreldrar sem eru svona spenntir fyrir kristinni innrætingu, eins oft og þeir vilja. Og nenna. Og enginn mun blanda sér í það. En ef þið krefjist þess að mín börn fari þangað, þá er mér að mæta. Ég hef heldur aldrei heyrt neinn tala um að banna jólahald eða orðið „jól“, nema þá tækifæriskristna hægrimenn, sem segja að fólk eigi að kjósa þá því þetta vilji vinstrimenn og bannsettir mannréttindasinnarnir. Útúrsnúningurinn, endurtekningarnar og blinda á mótrök sýna glöggt að þessari umræðu stjórna þjóðfélagsöfl sem hafa meiri áhuga á hagsmunum heldur en sannleikanum. Alvöru hagsmunum eins og launum fyrir presta eða atkvæðum fyrir kristilega íhaldið, og ímynduðum hagsmunum eins og að standa vörð um ímynduð gildi sem ímyndaðar ógnir steðja að. Tækifærissinnarnir velja málstað eftir því hvernig fylgið blæs og því mun sami söngur endurtakast næsta vetur, fylla blöðin og kommentakerfin. Krossförunum er alveg sama um leiðréttingar eða gild mótrök; lygar, hræsni og viljandi skilningsleysi eru ekki fyrir neðan virðingu þeirra því fyrir þeim er málstaðurinn svo heilagur að flest meðöl eru í lagi. Þegar öllu er á botninn hvolft eru þeir sjálfir nefnilega málstaðurinn. Við eigum jólin öll Hefur einhver heyrt heiðna eða ókristna menn amast við því að kristnir menn haldi upp á jesúbarnið á jólunum? Nei, enda er það meinlaust og gjörið þið bara svo vel. Jólin eru sameign þjóðarinnar, hverju sem fólk trúir, og enginn á að vera skilinn útundan.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun