Herbert Guðmundsson notar Season All á jólaöndina Kjartan Atli Kjartansson skrifar 23. desember 2014 13:49 Söngvarinn góðkunni, Herbert Guðmundsson, er ekki við eina fjölina felldur. Hann er ekki bara þekktur lagasmiður og söngvari, heldur er hann líka liðtækur í eldhúsinu. Á jólunum býður hann fjölskyldu sinni upp á önd, en ástæða þess að Herbert hefur önd á boðstólnum er sú að hann var heltekinn af ævintýrinu Litla stúlkan með eldspýturnar. „Þegar ég var lítill var ég alveg gagntekinn af þessu ævintýri H.C. Andersen. Og mig minnir að ég hafi séð bíómynd eða teiknimynd með ævintýrinu þar sem stúlkan notaði síðustu eldspýtuna sína til þess að sjá hvað ríka fólkið var að borða. Þar var önd á boðstólnum. Ég hef því önd í jólamatinn til heiðurs stúlkunni,“ segir Herbert og útskýrir hvernig hann kryddar jólaöndina: „Ég nota Season All sem ég kaupi í Bandaríkjunum. Síðast þegar ég var þar, í sumar, keypti ég meira af kryddinu. Síðan nota ég krydd frá McCormick sem heitir Total Seasonings for Chicken & Fish og smá Kød og Grill frá Knorr. Þetta svínvirkar alveg.“ En kryddið er þó ekki eina leyndarmálið á bakvið hina bragðgóðu jólaönd. „Ég fylli hana með alveg geðveikri stöffingu. Í hana nota ég brauð, egg, lauk, gula, græna papriku og sitthvað fleira. Ég krydda hana líka alveg sérstaklega. Strákarnir mínu hafa alltaf verið alveg vitlausir í stöffinguna.“ Hér að neðan má sjá jólaönd Herberts og kryddin sem hann notar. Jólafréttir Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Fleiri fréttir Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Sjá meira
Söngvarinn góðkunni, Herbert Guðmundsson, er ekki við eina fjölina felldur. Hann er ekki bara þekktur lagasmiður og söngvari, heldur er hann líka liðtækur í eldhúsinu. Á jólunum býður hann fjölskyldu sinni upp á önd, en ástæða þess að Herbert hefur önd á boðstólnum er sú að hann var heltekinn af ævintýrinu Litla stúlkan með eldspýturnar. „Þegar ég var lítill var ég alveg gagntekinn af þessu ævintýri H.C. Andersen. Og mig minnir að ég hafi séð bíómynd eða teiknimynd með ævintýrinu þar sem stúlkan notaði síðustu eldspýtuna sína til þess að sjá hvað ríka fólkið var að borða. Þar var önd á boðstólnum. Ég hef því önd í jólamatinn til heiðurs stúlkunni,“ segir Herbert og útskýrir hvernig hann kryddar jólaöndina: „Ég nota Season All sem ég kaupi í Bandaríkjunum. Síðast þegar ég var þar, í sumar, keypti ég meira af kryddinu. Síðan nota ég krydd frá McCormick sem heitir Total Seasonings for Chicken & Fish og smá Kød og Grill frá Knorr. Þetta svínvirkar alveg.“ En kryddið er þó ekki eina leyndarmálið á bakvið hina bragðgóðu jólaönd. „Ég fylli hana með alveg geðveikri stöffingu. Í hana nota ég brauð, egg, lauk, gula, græna papriku og sitthvað fleira. Ég krydda hana líka alveg sérstaklega. Strákarnir mínu hafa alltaf verið alveg vitlausir í stöffinguna.“ Hér að neðan má sjá jólaönd Herberts og kryddin sem hann notar.
Jólafréttir Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Fleiri fréttir Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Sjá meira