Innlent

Byrjað að slá böndum um hrossin

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Jóhann Kolbeinsson, formaður Hestamannafélagsins Sóta.
Jóhann Kolbeinsson, formaður Hestamannafélagsins Sóta. Vísir/Stefán
„Framkvæmdin verður þannig að við erum búnir að brjóta frá ísinn frá hrossunum og það er verið að slá böndum á þau. Núna á eftir kemur þyrla sem notuð verður til að hífa þau upp úr vökinni og beint upp á vörubíl,“ segir Jóhann Kolbeinsson, formaður Hestamannafélagsins Sóta.

Jóhann segist ekki vitað hve langan tíma verkið mun taka, en að hrossin séu nokkuð laus ofaní vökinni. Um 30 manns koma að því að ná hrossunum upp.

„Þetta fer bara eftir því hve vel gengur að koma böndum á þau.“

Menn í kafarabúningum og blautgöllum hafa farið ofan í vökina til að koma böndum á hrossin. Jóhann segir að flughált sé á tjörninni og að sandi hafi verið dreift í kringum vökina. Hann telur verkið ganga nokkuð vel.

Þyrlan er væntanleg á vettvang um tólf leytið og þá verður byrjað að hífa hrossin upp úr vökinni.


Tengdar fréttir

Tólf hestar drukknuðu í Bessastaðatjörn

Svo virðist sem hestarnir hafi farið út á ísinn og hann látið undan. Einar Bollason hjá Íshestum segir málið skelfilegt og að starfsmenn séu allir í losti vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×