Þrettán ára syrgir föður sinn: „Allir segjast hata löggur en á sama tíma leita allir til þeirra eftir hjálp“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. desember 2014 09:49 Ramos feðgarnir Rafael heitinn og Jaden. Í tveimur tilfinningaþrungnum færslum á Facebook syrgir sonur föður sinn, annan lögreglumannanna sem myrtir voru í New York á laugardag. Lögreglumennirnir voru skotnir fyrirvaralaust þar sem þeir sátu í bifreið sinni á vakt í New York. Byssumaðurinn svipti sig lífi skömmu síðar. „Þetta er versti dagur í lífi mínu,“ sagði Jaden Ramos, þrettán ára sonur Rafael Ramos sem var drepinn á laugardaginn. „Í dag þurfti ég að kveðja föður minn. Hann var til staðar fyrir mig hvern einasta dag og betri föður er ekki hægt að biðja um. Það er skelfilegt að maður sé skotinn fyrir það eitt að klæðast lögreglubúning. Allir segjast hata löggur en á sama tíma leita allir til þeirra eftir hjálp. Ég mun alltaf elska þig pabbi og aldrei gleyma þér. Hvíldu í friði.“ Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, fordæmdi morðin á lögreglumönnunum. „Lögreglumenn sem þjóna og vernda samfélag okkar stefna sér í hættu fyrir okkur á hverjum einasta degi og verðskulda virðingu okkar og þakklæti,“ sagði Obama.William J. Bratton ,lögreglustjórinn í New York, segir að lögreglumennirnir hafi verið teknir af lífi. Hér sést Bratton með Bill de Blasio borgarstjóra á blaðamannafundi.Vísir/AFPValdir vegna einkennisbúninganna Byssumaðurinn heitir Ismaaiyl Brinsley og er 28 ára gamall. Hann hafði birt skilaboð á samfélagsmiðlum um að hann hygðist myrða lögreglumenn í hefndarskyni fyrir Eric Garner, svartan mann sem féll þegar lögreglumenn reyndu að handtaka hann fyrir að selja sígarettur í New York. Fyrr í mánuðinum ákvað dómstóll að ekki yrðu gefnar út ákærur vegna mannsins. Í nóvember ákvað dómstóll einnig að ekki yrðu gefnar út ákærur á hendur hvítum lögreglumanni sem skaut Michael Brown, óvopnaðan 18 ára ungling, til bana í Ferguson í Missouri. Bill Bratton, lögreglustjóri í New York, sagði í yfirlýsingu vegna atviksins að mennirnir hefðu verið skotnir fyrirvaralaust. „Þeir voru einfaldlega teknir af lífi. Þeir voru valdir vegna einkennisbúninganna þeirra og vegna þess að þeir kusu að gegna því hlutverki að halda borginni öruggri,“ sagði Bratton. Eftir að hafa myrt lögreglumennina hljóp byssumaðurinn að neðanjarðarlestarstöð þar sem hann svipti sig lífi. Lögreglustjórinn segir að áður en Brinsely myrti lögreglumennina hafi hann ráðist að fyrrverandi unnustu sinni í Baltimore og sært hana. Bill de Blasio, borgarstjóri í New York, hvatti alla þá sem sjá einhvers konar hótanir á samfélagsmiðlunum til þess að tilkynna slíkar hótanir til lögreglu. Lögreglumenn voru síðast myrtir í New York árið 2011. Post by Jaden Ramos. Tengdar fréttir Tveir lögreglumenn skotnir til bana í New York Lögregluþjónarnir tveir, Rafael Ramos og Wenjian Liu, voru skotnir til bana í Brooklyn-hverfinu í gærkvöldi. Árásarmaðurinn svipti sig lífi skömmu síðar. 21. desember 2014 10:03 Barack Obama fordæmdi morð á lögreglumönnum Tveir lögreglumenn í New York voru myrtir á laugardagskvöld. Málið vekur óhug vestra. Obama forseti segir að lögreglumenn, sem hætti lífinu fyrir öryggi borgaranna, eigi að njóta virðingar hjá almenningi í hvívetna. 22. desember 2014 07:00 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Í tveimur tilfinningaþrungnum færslum á Facebook syrgir sonur föður sinn, annan lögreglumannanna sem myrtir voru í New York á laugardag. Lögreglumennirnir voru skotnir fyrirvaralaust þar sem þeir sátu í bifreið sinni á vakt í New York. Byssumaðurinn svipti sig lífi skömmu síðar. „Þetta er versti dagur í lífi mínu,“ sagði Jaden Ramos, þrettán ára sonur Rafael Ramos sem var drepinn á laugardaginn. „Í dag þurfti ég að kveðja föður minn. Hann var til staðar fyrir mig hvern einasta dag og betri föður er ekki hægt að biðja um. Það er skelfilegt að maður sé skotinn fyrir það eitt að klæðast lögreglubúning. Allir segjast hata löggur en á sama tíma leita allir til þeirra eftir hjálp. Ég mun alltaf elska þig pabbi og aldrei gleyma þér. Hvíldu í friði.“ Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, fordæmdi morðin á lögreglumönnunum. „Lögreglumenn sem þjóna og vernda samfélag okkar stefna sér í hættu fyrir okkur á hverjum einasta degi og verðskulda virðingu okkar og þakklæti,“ sagði Obama.William J. Bratton ,lögreglustjórinn í New York, segir að lögreglumennirnir hafi verið teknir af lífi. Hér sést Bratton með Bill de Blasio borgarstjóra á blaðamannafundi.Vísir/AFPValdir vegna einkennisbúninganna Byssumaðurinn heitir Ismaaiyl Brinsley og er 28 ára gamall. Hann hafði birt skilaboð á samfélagsmiðlum um að hann hygðist myrða lögreglumenn í hefndarskyni fyrir Eric Garner, svartan mann sem féll þegar lögreglumenn reyndu að handtaka hann fyrir að selja sígarettur í New York. Fyrr í mánuðinum ákvað dómstóll að ekki yrðu gefnar út ákærur vegna mannsins. Í nóvember ákvað dómstóll einnig að ekki yrðu gefnar út ákærur á hendur hvítum lögreglumanni sem skaut Michael Brown, óvopnaðan 18 ára ungling, til bana í Ferguson í Missouri. Bill Bratton, lögreglustjóri í New York, sagði í yfirlýsingu vegna atviksins að mennirnir hefðu verið skotnir fyrirvaralaust. „Þeir voru einfaldlega teknir af lífi. Þeir voru valdir vegna einkennisbúninganna þeirra og vegna þess að þeir kusu að gegna því hlutverki að halda borginni öruggri,“ sagði Bratton. Eftir að hafa myrt lögreglumennina hljóp byssumaðurinn að neðanjarðarlestarstöð þar sem hann svipti sig lífi. Lögreglustjórinn segir að áður en Brinsely myrti lögreglumennina hafi hann ráðist að fyrrverandi unnustu sinni í Baltimore og sært hana. Bill de Blasio, borgarstjóri í New York, hvatti alla þá sem sjá einhvers konar hótanir á samfélagsmiðlunum til þess að tilkynna slíkar hótanir til lögreglu. Lögreglumenn voru síðast myrtir í New York árið 2011. Post by Jaden Ramos.
Tengdar fréttir Tveir lögreglumenn skotnir til bana í New York Lögregluþjónarnir tveir, Rafael Ramos og Wenjian Liu, voru skotnir til bana í Brooklyn-hverfinu í gærkvöldi. Árásarmaðurinn svipti sig lífi skömmu síðar. 21. desember 2014 10:03 Barack Obama fordæmdi morð á lögreglumönnum Tveir lögreglumenn í New York voru myrtir á laugardagskvöld. Málið vekur óhug vestra. Obama forseti segir að lögreglumenn, sem hætti lífinu fyrir öryggi borgaranna, eigi að njóta virðingar hjá almenningi í hvívetna. 22. desember 2014 07:00 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Tveir lögreglumenn skotnir til bana í New York Lögregluþjónarnir tveir, Rafael Ramos og Wenjian Liu, voru skotnir til bana í Brooklyn-hverfinu í gærkvöldi. Árásarmaðurinn svipti sig lífi skömmu síðar. 21. desember 2014 10:03
Barack Obama fordæmdi morð á lögreglumönnum Tveir lögreglumenn í New York voru myrtir á laugardagskvöld. Málið vekur óhug vestra. Obama forseti segir að lögreglumenn, sem hætti lífinu fyrir öryggi borgaranna, eigi að njóta virðingar hjá almenningi í hvívetna. 22. desember 2014 07:00