"Hélt að vélin hefði orðið fyrir skoti“ Atli Ísleifsson skrifar 21. desember 2014 16:18 Kolbrún Hildur Gunnarsdóttir var einn farþega vélarinnar, en um níu tíma seinkun varð á vélinni aftur til Íslands vegna atviksins. Vísir/Daníel Rúnarsson/Facebook „Það kom alveg svakaleg birta og lýsti öllu upp. Höggið kom fyrst og birtan með,“ segir Kolbrún Hildur Gunnarsdóttir, sem var um borð í vél Icelandair sem varð fyrir eldingu í aðflugi til Billund í Danmörku í gær. Kolbrún Hildur segist í samtali við Vísi halda að atvikið hafi átt sér stað um tuttugu mínútum fyrir lendingu. „Þetta var búið að vera mjög fínt flug en þarna kom eins einn stór hvellur. Ég hélt reyndar í fyrstu að vélin hefði orðið fyrir skoti. Svo datt okkur elding í hug þar sem kom þessi mikla birta. Ég fékk á tilfinninguna að eldingin hafi farið í hreyfilinn hægra megin.“ Hún segir að þrátt fyrir allt þá hafi fólkið um borð í vélinni verið mjög rólegt. „Það kom spurningamerki á fólkið sem fór að velta því fyrir sér hvað hafi gerst, hvað þetta hafi verið. Svo kom upp hugmyndin um eldingu. Maðurinn minn hélt að þetta hafi verið elding.“Allir voru komnir í beltinKolbrún Hildur segir að þar sem þetta hafi verið í aðflugi þá voru allir komnir í beltin og búnir gera sig klára. „Vélin lendir svo bara, hún á svo sem alveg að geta lent á einum hreyfli. Eftir það komu skilaboð frá flugstjóranum um að það hafi skollið elding á vélina, en að allt hafi verið í stakasta lagi. Fólk var merkilega rólegt.“ Að sögn Kolbrúnar Hildar segist hún í raun vera mjög flughrædd manneskja en eftir að hafa farið með börnin þrisvar sinnum til Tenerife þá sé hún orðin öllu vön. „Í sex tíma flugi þarftu alltaf að yfirvinna eitthvað. Einu sinni á leiðinni til Keflavíkur þá vorum við mjög nálægt því að lenda í mjög hörðum árekstri. Þannig að ég hef oft hugsað með mér að það eru í raun meiri líkur á að þú lendir í árekstri á leiðinni út á flugvöll en í flugslysi eins og orðatiltækið segir.“ Hún segist því í raun vera búin að yfirvinna flughræðsluna. „Eldri dóttir mín sendi mér voðalega sæt skilaboð eftir að ég hafði sagt henni frá eldingunni. Þar stóð „Ok, ekki gott. Þú kemur þá til með að búa í Danmörku eða koma heim með báti“,“ segir Kolbrún Hildur létt í bragði.Pollrólegur flugstjóri með bangsa í hönd Kolbrún Hildur og maður hennar mættu svo flugstjóranum í flugstöðinni. „Þar var hann með bangsa sem hann var að versla fyrir jólin. Hann var hinn allra rólegasti.“ Hún segist alls ekki kvíða fyrir heimferðinni. „Ef eitthvað svona gerist einu sinni á ári þá er ég búinn með minn skammt. Það væsir heldur ekkert um okkur hérna í Danmörku og ég kvíði því alls ekki fyrir ferðinni heim.“ Tengdar fréttir Flugvél Icelandair varð fyrir eldingu í aðflugi til Billund Flugvél Icelandair varð fyrir eldingu í morgun þegar hún var í aðflugi til Billund í Danmörku. 20. desember 2014 13:38 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
„Það kom alveg svakaleg birta og lýsti öllu upp. Höggið kom fyrst og birtan með,“ segir Kolbrún Hildur Gunnarsdóttir, sem var um borð í vél Icelandair sem varð fyrir eldingu í aðflugi til Billund í Danmörku í gær. Kolbrún Hildur segist í samtali við Vísi halda að atvikið hafi átt sér stað um tuttugu mínútum fyrir lendingu. „Þetta var búið að vera mjög fínt flug en þarna kom eins einn stór hvellur. Ég hélt reyndar í fyrstu að vélin hefði orðið fyrir skoti. Svo datt okkur elding í hug þar sem kom þessi mikla birta. Ég fékk á tilfinninguna að eldingin hafi farið í hreyfilinn hægra megin.“ Hún segir að þrátt fyrir allt þá hafi fólkið um borð í vélinni verið mjög rólegt. „Það kom spurningamerki á fólkið sem fór að velta því fyrir sér hvað hafi gerst, hvað þetta hafi verið. Svo kom upp hugmyndin um eldingu. Maðurinn minn hélt að þetta hafi verið elding.“Allir voru komnir í beltinKolbrún Hildur segir að þar sem þetta hafi verið í aðflugi þá voru allir komnir í beltin og búnir gera sig klára. „Vélin lendir svo bara, hún á svo sem alveg að geta lent á einum hreyfli. Eftir það komu skilaboð frá flugstjóranum um að það hafi skollið elding á vélina, en að allt hafi verið í stakasta lagi. Fólk var merkilega rólegt.“ Að sögn Kolbrúnar Hildar segist hún í raun vera mjög flughrædd manneskja en eftir að hafa farið með börnin þrisvar sinnum til Tenerife þá sé hún orðin öllu vön. „Í sex tíma flugi þarftu alltaf að yfirvinna eitthvað. Einu sinni á leiðinni til Keflavíkur þá vorum við mjög nálægt því að lenda í mjög hörðum árekstri. Þannig að ég hef oft hugsað með mér að það eru í raun meiri líkur á að þú lendir í árekstri á leiðinni út á flugvöll en í flugslysi eins og orðatiltækið segir.“ Hún segist því í raun vera búin að yfirvinna flughræðsluna. „Eldri dóttir mín sendi mér voðalega sæt skilaboð eftir að ég hafði sagt henni frá eldingunni. Þar stóð „Ok, ekki gott. Þú kemur þá til með að búa í Danmörku eða koma heim með báti“,“ segir Kolbrún Hildur létt í bragði.Pollrólegur flugstjóri með bangsa í hönd Kolbrún Hildur og maður hennar mættu svo flugstjóranum í flugstöðinni. „Þar var hann með bangsa sem hann var að versla fyrir jólin. Hann var hinn allra rólegasti.“ Hún segist alls ekki kvíða fyrir heimferðinni. „Ef eitthvað svona gerist einu sinni á ári þá er ég búinn með minn skammt. Það væsir heldur ekkert um okkur hérna í Danmörku og ég kvíði því alls ekki fyrir ferðinni heim.“
Tengdar fréttir Flugvél Icelandair varð fyrir eldingu í aðflugi til Billund Flugvél Icelandair varð fyrir eldingu í morgun þegar hún var í aðflugi til Billund í Danmörku. 20. desember 2014 13:38 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Flugvél Icelandair varð fyrir eldingu í aðflugi til Billund Flugvél Icelandair varð fyrir eldingu í morgun þegar hún var í aðflugi til Billund í Danmörku. 20. desember 2014 13:38